Vera - 01.07.1990, Qupperneq 34

Vera - 01.07.1990, Qupperneq 34
FJÖGUR SKREF AFRAM EITT AFTURÁBAK Það var alveg ný tilfinning sem greip mig á kosninganóttina. Allar kosninga- nætur frá því að Kvennalistinn hóf að bjóða fram hafa verð sigurhátíðir þar til nú. Það var sigur, svo sannarlega að fá konur kjörnar í borgarstjórn Reykjavík- ur og bæjarstjórn Akureyrar fyrir 8 ár- um. Þá nótt sat ég á kassa í tómri íbúð- inni sem ég hafði nýlega keypt mér og fylgdist spennt með. Ég var að flytja í bæinn aftur eftir nokkra fjarveru og hafði ekki tekið þátt í starfi Kvenna- framboðsins, en það hitti mig í hjarta- stað. Það var líka glæsilegur sigur í Al- þingiskosningunum ári seinna þegar Kvennalistinn fékk þrjár þingkonur. Við sigruðum svo enn á ný í sveita- stjórnarkosningunum 1986, þegar við — ólíkt öllum nýjum framboðum um langt skeið — fengum kjörna fulltrúa í annað sinn. Raunar bara einn í þetta sinn í Reykjavík, enda hafði borgarfull- trúum þar verið fækkað í fimmtán úr tuttugu og einum. En við fengum þá í fyrsta sinn kjörna konu í bæjarstjórn á Selfossi. Stærsta sigurinn til þessa unn- um við svo í Alþingiskosningunum 1987, þegar við tvöfölduðum fylgi okk- ar og fengum sex konur á þing. Eftir það jukum við fylgi okkar í skoðanakönn- unum þar til það náði hámarki fyrir um það bil tveimur árum og var þá komið í 30%. Það cr gömul saga og ný að allir vilja vera með sigurvegaranum. En nú bregður annað við. Þrátt fyrir glæsileg framboð Kvennalistans á Isafirði, á Akureyri og í Reykjavík gekk okkur ekki sem skyldi. Við fengum ekki konur íbæjar- stjórnir á ísafirði og á Akureyri og í Reykjavík mátti ekki miklu muna að við misstum okkar konu úr borgarstjórn. Á Selfossi fengum við konu í bæjarstjórn af blönduðum lista en ekki á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ jrar sem Kvennalistakonur voru einnig á slíkum listum. Eftir samfellda velgengni undanfarinna ára kom mér þetta algerlega í opna skjöldu. Eftir útreið sem þessa hljótum við að þurfa að skoöa okkar gang og velta því fyrir okkur hvað hafi brugðist. Það stendur reyndar ekki á aðstoð. Undan- farna daga hafa konur og karlar, aðallega þó karlar og þá sérstaklega flokksbundnir eða í það minnsta ekki kjósendur okkar, keppst við að segja mér hvað hafi brugðist. Það er í raun undarlegt hvað þeim er umhugað um að við skiljum þetta rétt: Þið fóruð ekki í stjórn! En við höfðum einmitt nýlega neitað stjórn- arþátttöku, þegar skoðanakannanir mældu okkur 30% fylgið — segi ég. Og mér heyrist menn túlka niðurstöður kosninganna þannig að ríkisstjórnarflokkarnir hafi fengið að gjalda þess og misst fylgi, svo mér finnst frekar ólík- legt að við hefðum notið |:>ess í öðru — segi ég líka. Þið axlið ekki ábyrgð! Þetta er nú svo gömul lumma að ég nenni varla lengur að bregðast við henni, enda verð ég þá oft svo voðalega reið. Kemur jrar tvennt til, ég veit að Kvennalistinn hefur alltaf veri<3 ábyrgt afl í stjórnmálunum. Það er eina stjórn- málaaflið sem er sjálfu sér samkvæmt, tekur ákvöröun að vel athuguðu máli og ætíð í fullu samræmi við stefnuna, enda ekki bundið af neinum annarlegum hagsmunum. Svo veit ég að hinir axla svo sem enga ábyrgð. Þeir eru gjör- samlega axlalausir, eða hvernig bregðast þeir við þegar upp um þá kemst? Með því aö segjast aldrei ætla að gera slíkt aftur! Sér er nú hver öxl- unin! Hvernig í ósköpunum stendur á því aö engum dettur í hug að krefjast þess að þeir séu ábyrgir gerða sinna. Til j'xessa hefur jiað að setj- ast í ríkisstjórn því miður ekki þýtt að viðkorn- andi ætli sér að bera þær byrðar sem því fylgir. Enda vita þeir að þeir komast upp með að skjóta sér undan ábyrgðinni þegar þeim sýnist. Þegar ég hef góðan tíma þá sest ég niður og ræði þetta við viðkomandi, yfirleitt skilur hann og tekur jafnvel undir stundum, sérstaklega þegar ég ræði ábyrgðarleysi margra stjórnmála- manna. En oftast fer hann þó á braut tautandi fyrir munni sér: En samt — þið axlið ekki ábyrgð! Þá velti ég því fyrir mér hvernig menn geta látið vera að vega og meta réttmæti fullyrðinga en gleypt jsær hráar jress í stað. Raunar er ekki skrítið að menn kyngi þessari, því það er með ólíkindum hve hamrað hefur verið á því að Kvennalistinn axli ekki ábyrgð. Ekki bara af fulltrúum annarra stjórnmálaafla heldur ekki síður af blaðamönnum og þeim sem hafa tekið að sér að túlka atburði stjórnmálanna fyrir vinnulúnum landanum. Það er gott að geta gripið til einfaldrar skýringar á flóknu ferli vit- andi það að skýringin er löggild, þó hún sé alls ekki rétt. Það versta er svo að skýringin bítur í skottið á sér, fólk fer að trúa því að hún sé rétt og kýs samkvæmt því. Þannig má ef til vill út- skýra lítið fylgi okkar nú með þvf að fólk hafi verið farið að trúa því að Kvennalistinn axlaði ekki ábyrgð og þess vegna ekki kosið okkur. Það má ekki vanmeta áhrifamátt fjölmiðlanna og þar höfum við ekki inngrip sem skyldi. En menn halda áfram að túlka niðurstöður kosninganna: Ykkar er ekki þörf Iengur! og bæta svo gjarnan við: Það eru komnar svo margar kotiur í hina flokkana og í guðanna hænutn þekkið ykkar vitjunartíma — ekki deyja út heldur farið af vettvangi tneð reisn! Og hvað segir maður þá? Konunum fækkaði í sveitastjórnum í þessum kosningum! Vissu- lega eru nú fleiri konur áberandi í kosningabar- áttunni en áður og margar þeirra tala sama máli og við enda höfum við iðulega bent á það hve konur ættu margt sameiginlegt. En við vitum líka að þessar sömu konur tala oft öðrum tung- um þegar þær eru orðnar kjörnir fulltrúar, hvort sem það er á þingi eða í bæjar- og sveita- stjórnum. Þá verða þær að beygja sig undir ,,flokksviljann“ svokallaða. Þaðerengin tilvilj- un að konum í flokkunum er yfirleitt umhugað um að Kvennalistinn bjóði frarn. Þær finna að þær þurfa á okkur að halda við að auka hlut kvenna innan sinna Ilokka. Það er j->ví miður langt í land að konur hafi sömu möguleika og karlar til áhrifa innan flokkanna og á meðan svo er er ekki ástæða til að treysta því að konur eigi málsvara þar. Þess vegna er tími okkar ekki lið- inn. Útskiptin eru að gera út af við ykkur! Það er vel skiljanlegt að þið viljið ekki at- vinnuþólitíkusa, en það má eitthvað á milli vera! Ef til vill er nokkuð til í þessu, við erum kannski of bráðar og áttum okkur ekki á að tím- inn hefur aðrar stærðir í stjórnmálunum en okkar daglega lífi. Eða erum viö með þessu að svíkja íslenska 34

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.