Vera - 01.07.1990, Side 35
þörf fyrir nálægð og persónulegt samband
kjósandans og fulltrúa hans í lýðræðinu. Vissu-
lega, en við vissum það fyrir og það var eitt af
grundvallaratriðum Kvennalistans að bregða
fæti fyrir þetta persónulega samband og krefj-
ast þess að það væru stefnumálin sem skiptu
máli en ekki þeir einstaklingar sem bæru þau
upp. Það er alveg ljóst að okkur hefur ekki tek-
ist að koma þessu nægjanlega til skila, fólk ekki
fellt sig við það eða málefni okkar ekki náð eyr-
um þeirra.
Fyrir kosningar gekk mikið á í framboðsmál-
um víða um land og ekki síst bér í Reykjavfk
eins og flestum mun kunnugt. Þá voru menn
iðnir við að benda mér á að eina von Kvenna-
listans væri samframboð á nýjum vettvangi.
Enginn viðmælenda minna hefur orðað þetta
við mig nú að kosningum loknum.
Það er vissulega vandlifað. En konur eru van-
ar því að ósamrýmanlegar kröfur standi á þeim
og þó það sé oft erfitt, hafa konur í gegnum tíð-
ina oftast fundið útgönguleið. Ég treysti því að
svo verði einnig nú.
Við höfum alltaf gætt þess að vera ábyrgar í
öllum okkar gerðum og sjálfum okkur sam-
kvæmar. Þess vegna þurfum við ekki að kvíða
dómi kjósenda.
Okkar er enn þörf því konur eiga engan ann-
an öruggan málsvara.
Konur eru ekki markaðsvara. Kvenna-
listakonur ekki heidur, en hugmyndunum
þarf að koma á markað og það var að mínu
mati ,,markaðssetning“ hugsjónanna og
stefnumálanna sem brást.
Reykjavík, 03.06. 1990,
Sigríður Lillý Baldursdóttir
Nánar verður fjallað um kosningar og
stöðu Kvennalistans í næstu Veru.
BORGIÐ VERU
MEÐ GREIÐSLUKORTI!
Umtalsveröur hluti af dýrmœtum
tíma Verukvenna fer í aö eltast
viö áskrifendur sem ekki borga
blaöiö. En nú er auöveldara aö
standa í skilum. Lyftiö bara tólinu
og tilkynniö aö þiö viljiö greiöa
áskrift Veru meö greiöslukortinu,
Og konur — hvers vegna eruö
þiö ekki í símaskránni? Þaö
myndi auövelda okkur leitina aö
horfnum og skuldugum áskrif-
endum.
Tvöfaldur
raki
ACO Fuktlotion!
Með og án ilmefna.
Fæst aðeins í apótekinu.
RIRTAK hf. sími 91-3 20 70
ACO FUKTLOTION gefur
húð þinni tvö náttúruleg
rakabindiefni.
Finndu sjálf hve ACO Fukt-
lotion smýgur hratt inn í húð-
ina án þess að klægi eða svíði
undan og hve húðin verður
mjúk.
ACO FUKTLOTION ilmar
einnig þægilega.
Heldurðu að þú finnir betri
húðmjólk?
Hún er notaleg fyrir allan
líkamann.
35