Vera - 01.12.1991, Síða 2
VERA
TÍMARIT UM KONUR OG KVENFRELSI
KVENRÉTTINDAKONURNAR
■ SUSAN B. ANTHONY (1820-1906) H
ELIZABETH CADY STANTON (1815-1902) I
„Svo samqfln hafa líf okkar verið, markmið okkar
og reynsla, að aðskildar finnst okkur við vera
ófullkomnar, sameinaðar höfum við þvílíkan styrk
að engar venjulegar hindranir, erfiðteikar eða
hættur virðast óyfirstíganlegar. “
Elizabeth Cady Stanlon og Susan B.
Anthony voru nánar vinkonur og
samstarfsmenn í baráttunni fyrir
kosningarétti og kjörgengi kvenna
frá því þær kynntust, 1851, til
æviloka. Þær voru eftirsóttir
fyrirlesarar, stofnuðu kvenrétt-
indafélög, skipulögðu ráðstefnur
og fundi og ritstýrðu þremur
bindum af Sögu baráttu kvenna
fyrir kosningarétti (History of
Woman Suffrage). Samband þeirra
og samstarf var slíkt að eríitt er að '"VKj
íjalla um aðra án hinnar, samanber
lýsingu Elizabethar hér að ofan. Elizabeth
var gift og eignaðist sjö börn. Hún átti því sjaldan
heimangengt, en Susan, sem var ógift og
barnlaus, ferðaðist um gjörvöll Bandaríkin og
ílutti fýrirlestra og erindi um kvenréttindi. Þær
stöllur unnu náið saman og bættu hvor aðra upp
að ýmsu leyti. Elizabeth var góður penni og frábær
ræðukona. Susan hafði ríka skipulags- og
áróðurshæfileika. Bréfasafn þeirra vinkvennanna
er varðveitt og má þar m.a. lesa bón Susan um að
Elizabeth semji íýrir sig ræðu til að flytja á
kennararáðstefnu árið 1856. „Það er svo margt
sem þyrfti að segja og ég á svo erfitt með að
skipuleggja það. Svo - vegna ástar þinnar á mér og
til að bjarga heiðri kvenkynsins - bið ég þig, með
eitt barn á hnjánum og annað við fótskör þína og
fjóra drengi flautandi, suðandi og kallandi:
„mamma, mamma“, að setja þig inn í verkið. ...
Enginn karlmaður getur skrifað frá mínu
sjónarhorni og engin önnur kona en þú. ..." Susan
bað um svar fljótlega og Elisabeth svarar að bragði
og segir m.a. „Þjónn jrinn er ekki dáinn, heldur
lifandi. ímyndaðu þér mig, daginn út og inn,
passandi, baðandi, klæðandi, gefandi bijóst og
berandi um gólf hið dýrmæta innihald litlu
vöggunnar í horninu. Ég arka fram og til baka í
þessum tveimur litlu herbergjum, eins og ljónynja
í búri sem Jrráir að binda endi á umönnunar- og
heimilisstörf sín. ..." Barnið í vöggunni, hið sjötta
í röðinni, var fimm mánaða dóttir Elizabethar.
Elizabeth spurði síðan hvað Susan vildi að kæmi
fram í erindinu. Susan flutti erindi Elizabethar við
góðan orðstír tæpum tveimur mánuðum síðar.
2
Susan dvaldi tíðum á heimili Elizabethar og þá
skrifuðu þær fjölda greina í blöð og tímarit.
Elizabeth sagði áratugum síðar, að hefði það ekki
veríð vegna þess hve Susan var iðin að benda
henni á allt óréttlætið í heiminum, þá hefði
hún eflaust gleymt sér í fjölskyldu-
amstrinu eins og margar konur.
Elizabeth og eiginmaður hennar
voru bæði virk í bindindishreyfing-
unni og í baráttunni fyrir afnámi
þrælahalds, en eiginmaðurinn
var lítt hrifinn af kvenréttinda-
brölti konu sinnar og minnist
ekki einu orði á það í ævi-
minningum sínum. í minningum
sínum segir Elizabeth að ein sú
besta guðsgjöf sem henni hafi
hlotnast á lífsleiðinni hafi verið hin
trygga og trúa ráðskona sem var hjá
henni í þrjátíu ár, var önnur móðir barna
hennar og gekk í öll húsverk með henni og gerði
henni kleift að sinna áhugamálum sínum í
auknum mæli. Elizabeth leggur áherslu á að ef
hún sjálf eigi heiður skilinn fyrir eitthvað sem hún
afrekaði á lífsleiðinni þá eigi ráðskonan, Amelia
Willard, stóran hluta af þeim heiðri.
Susan var sú eina af frumherjum kvenrétt-
indabaráttunnar sem giftist aldrei. Samheijar
hennar giftust hver af annarri og margar urðu
óvirkar í baráttunni. Susan sá mjög eftir þeim
tíma - og orku - sem kvenréttindakonur eyddu í
heimili sín og börn. Henni fannst að þeim tíma
væri betur varið fyrir málstaðinn. í bréfi til
Antoinette Brown, kvenréttindakonu sem var
nýbúin að eignast annað barn sitt, segir hún: „Frú
Stanton sendir kveðju sína og segir að ef þú ætlir
þér að eignast stóra fjölskyldu þá ættirðu endilega
að drífa í þvi, eins og hún hefur gert. Hún hefur
aðeins eytt 18 árum af jarðvist sinni til þeirra
hluta. En ég segi hættu núna, í eitt skipti fyrir öll.
Líf þitt mun verða nógu erfitt með tvö.“ Elizabeth
minnist aðeins einu sinni á giftingu í bréfi til
Susan, hún hafði ekki heyrt lengi frá vinkonu
sinni og spyr hana hvort hún sé dáin eða gift.
Susan B. Anthony og Elizabeth Cady Stanton
stóðu í fararbroddi í amerískri kvennahreyfingu
áratugum saman. Þær voru „bestu vinkonur",
samstarfsmenn og samheijar í baráttunni fyrir
auknum réttindum kvenna. Án hvor annarrar
hefðu hvorki þær né amerísk kvennahreyfing náð
eins langt og raun ber vitni, samvinna þeirra og
vinátta er aðdáunarverð.
6/1991 — 10. árg.
VERA Laugavegi 17
101 Reykjavík
Sími 22188
Útgefandi:
Samtök um Kvennalista
Forsíða:
Áslaug Jónsdóttir
Ritnefnd:
Anna Ólafsdóttir Björnsson
Björg Árnadóttir
Drífa Hrönn Kristjánsdóttir
Guölaug Gísladóttir
Guðrún Ólafsdóttir
Hildur Jónsdóttir
Hrund Ólafsdóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Kristín Karlsdóttir
Starfskonur Veru:
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Vala Valdimarsdóttir
Útlit:
Harpa Björnsdóttir
Ljósmyndir:
Anna Fjóla Gísladóttir
Kristín Bogadóttir
Þórdís Ágústsdóttir
Teikningar:
Margrét Laxness
Auglýsingar:
Nína Helgadóttir
Ábyrgð:
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Setning og
tölvuumbrot:
Edda Harðardóttir
Filmuvinna:
Prentþjónustan hf.
Prentun og bókband:
Frjáls Fjölmiðlun
Plastpökkun:
Vinnuheimilið Bjarkarás
Ath. Greinar 1 Veru eru birtar
á ábyrgð höfunda sinna
og eru ekki endilega
stefna útgefenda.