Vera - 01.12.1991, Qupperneq 8

Vera - 01.12.1991, Qupperneq 8
LESENDABRÉF HVENÆR BREYTA KONUR RÉTT? VIÐ ERUM EKKI ALLAR EINS í ágústblaði VERU segir ógift og barnlaus kona frá því hvernig fólk gerir stöðugt athugasemdir við það líf sem hún lifir. Ég upplifði svona athugasemdatímabil þegar ég gekk með þriðja barnið mitt. Ég átti eitt stórt barn og annað sem varð tveggja ára um það leyti sem hið þriðja fæddist. Þegar ég eignaðist barn númer tvö gerði enginn athugasemd en þegar ég sagði að ég ætti von á þvi þriðja fékk ég glósur á borð við „þetta er nú bara leið til að losna úr vinnunni" og „þú ert bara alltaf í barnseignar- frii“ og sama meining en sett fram með skilningsríkum tóni sem mér fannst engu betri: „það er von, þú ert í svo erfiðu starfi." Þessar athuga- semdir komu mest frá kon- um en einstaka karl lét þetta einnig í ljós. Ég varð mjög reið, ég hafði valið að eignast þessi börn og var tilbúin að leggja mikið á mig þess vegna. Átti ég að neita mér um að eignast börn vinn- unnar vegna? Þá spurði ég sjálfa mig þessara spurn- inga: Breyta konur einhvern tíma rétt? Hvernig stendur á því að við leyfum okkur að gera athugasemdir við það hvernig aðrir haga lífi sínu? Ættum við ekki að huga frekar að okkur sjálfum en þykjast vita hvað öðrum er fyrir bestu? Ég gæti jú alveg hugsað mér stöku sinnum að hafa meiri tíma fyrir sjálfa mig en það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessu lífi. Það truflar mig ekkert að sumar konur velja að vera ógiftar og barnlausar, þær vefja fyrir sig og ég fyrir mig. María Játvarðardóttir. Kæra Vera Umræðan um fjöfskyfduna í ágústblaðinu fannst mér sú besta sem ég hef séð í ís- fenskum fjöimiðium. Mér fannst jákvætt hvernig þið tókuð málið frá öllum hugs- anlegum sjónarhornum og félluð aldrei í þá gryfju að skiigreina „eðlilega" fjöl- skyldu. Það sló mig hvað mér fannst margt í grein „ein- hleypu og barnlausu” kon- unnar eiga við um mig, þó hef ég verið hamingjusam- lega gift í fimmtán ár. Við viljum ekki eignast börn og þrýstingur samfélagsins er óþolandi. Einkum eru það mág- og svilkonur mínar sem geta ekki sætt sig við lífsstíl okkar. Ég er sannfærð um að framkoma tengda- fjölskyldu minnar við mig væri allt önnur ef ég ætti börn. í þeirra augum er ég ekki fuffkomin kona og mér finnst oft sem fíf mitt sé ekki eins mikiis virði og mæðr- anna í kringum mig. Skyldi eitthvað vera tii í þvi sem ein vinkona min sagði, sem varð óiétt eftir níu ára hjónaband og tengdamóðir hennar og mágkonur mættu með blóm þegar þær heyrðu fréttirna: „þær eiska í mér eggja- stokkana". Er ekki kominn tími til að konur viðurkenni fyrir sjáifum sér og öðrum að við erum ekki allar eins — og það er allt í lagi. Ég efast ekki um að börn veiti mörgum konum (og körlum?) lifs- fyllingu, en það er ekki þar með sagt að okkur sem erum barnlaus skorti lífsfyllingu. Hún er bara öðruvísi, ekkert betri en að minnsta kosti jafngóð. Stína Dregið 24. des. 104 vinitingar HAUSTHAPP KRABBAMEINSF D R Æ T É L A G S I T I N S VERTUMEÐ TIL VINNINGS STUÐNINGUR YKKAR E R OKKAR VOPN | 50 VINNINGAR Á 130.000 KR. | 50 VINNINGAR Á 80.000 KR. VÖRUR EÐA ÞJÓNUSTA FRÁ BYKO, HAGKAUPUM, JAPIS, SAMVINNUFERÐUM-LANDSÝN, HÚSGAGNAVERSL. EÐA KAUPFÉLAGI KRABBAMEINSFÉLAGIÐ ■ SAMEIGINLEGUR VINNINGUR OKKAR ALLRA - ÖFLUGRI KRABBAMEINSVARNIR FORD EXPLORER XLT 3 BIFREIÐAR AÐ VERÐMÆTI 1.000.000 KR. EÐA JAFNHÁ GREIÐSLA UPP í ÚBÚÐ é 8

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.