Vera - 01.12.1991, Side 11
GÓÐMENNSKAN
sauklnn hverfur breiðist blæja
gleymskunnar miskunnsam-
lega yiir atburðinn. Auðvitað
eru líka til konur sem finna
ekki eins mikið til og geta notið
fæðingar næstum eins og
skemmtunar, en þetta veit nú
enginn fyrirfram og ég tel betra
að undirbúa ungar konur
undir að taka þjáningu því án
hennar kemst engin æviveg-
inn. Og ekki er það heldur
eftirsóknarvert að kvölin banki
aldrei að dyrum, því hún er oft
fæðingarhríð skilningsins og
við viljum flest fá að skilja lífið,
vaxa og þroskast og það gerist
einfaldlega ekki án sársauka.
Áður en ég skil alveg við
sársaukann ætla ég að nefna
orðið þunglyndi. Orðið þung-
lyndi hefur alla tíð verið hálf-
gert bannorð, eitthvað sem fólk
forðast að nefna, viðurkennir
ekki að það gangi með eða að
neinn haíi í sinni fjölskyldu.
Fyrir mér er þunglyndi dimmt
ský sem leggst yfir hugann og
hamlar huganum að vera
glaður og starfsamur. Mörg
stig eru á þessu fyrirbæri,
skýið misþétt en ef það er
kolsvart er fólk orðið óstarf-
hæft og langar ekki til að lifa
lengur. Hvað er til ráða? Vilji
fólk hafa þetta dimma ský sem
sinn helsta förunaut verður
svo áfram en ég held að það
hveríi ekki nema að fólk óski
sér þess. Það er hægt að lenda
í því að fá svona förunaut með
þvi að vera of eftirlátssamur við
aðra, t.d. á vinnustað eða á
heimili. Vera of góður.
Anna gaf hlustendum nokkur
góð ráð til að koma í veg fyrir
þunglyndi og það var auðsótt
mál að leyfa lesendum VERU
að njóta þeirra líka:
- Til að losna við óæskilegt
þunglyndi þarf að auka
ánægjuþætti í liíi okkar. Sumir
eru búnir að gleyma hvað þeim
finnst skemmtilegt og verða
þeir að finna út úr því fyrst og
hefjast svo handa. Best er að
þetta sé eitthvað sem þú gerir
sjálfur fyrir þig sjálfan. Þvi þá
ertu ekki háður duttiungum
annarra og getur farið frjáls
þína leið. Þau ráð sem dugðu
mér þegar ég fékk svarta skýið
voru þessi: Fara oft í kvik-
myndahús og sjá góðar kvik-
myndir, lesa mannræktar-
bækur, sitja á kaffihúsum, fá
mér falleg föt, fara til útianda
og sitja á kaffihúsum þar eða á
strönd með hvitum sandi og
bláma hafs í baksýn. Sleppa
öllum erfiðum sárum sam-
skiptum, og þá meina ég
sleppa. Hætta að stjórna
öðrum og hætta alveg að leyfa
öðrum að stjórna þér og þá
meina ég alveg. Hætta að
skúra og þrífa og skipta um
gardínur og húsgögn. Hætta að
fara í ferðir sem þig iangar ekki
að fara í. Hætta að vinna verk
sem þig langar ekki að vinna.
Hætta að beita sjálfan þig
þvingunum. Þegar svo birtir í
huga þínum aftur, þessir hlutir
gerast ofurhægt, og þegar ský-
ið er horfið geturðu endur-
skoðað hlutina og þá fáum við
kraft til að takast á við það sem
fylgir þessu jarðneska lífi. Og
ekki er hægt að hlaupast
undan allri ábyrgð. Við viljum
það ekki heldur, en á meðan
hættuástand ríkir, sem ég tel
þunglyndi vera, er fyrir mestu
að blása, blása af öllum krafti
skýinu á brott svo að það nái
ekki að varna þér gleði og
gæfu. „Láttu sannleikann eftir
þér og ástina“, stendur ein-
hvers staðar i litlu ljóði og það
finnst mér að við ættum líka að
gera. Sérstaklega sannleikann
þótt breytilegur sé því að við
lifum ekki nema eina stund í
einu. En ástin er enn ílóknari
því þar kemur til samspil
tveggja eða fleiri og þó er það
mitt álit að öil ást og kærleikur
sem undir því nafni stendur er
af hinu góða og gefur mikið líf
og kraft þeim sem til ástar
finnur. Þetta með endurgjaldið
er svo á annarra valdi og ætti
ekki að skipta eins miklu máli
og það að fá að ganga með ást í
hjarta. Þetta eru bara tvær
hliðar á einu máli, önnur er á
okkar valdi en hin ekki, svo
einfalt er það.
Byggt á erindi Önnu S. Björnsson
RV
EITTSINN
Ég vœngstýföi
sjálfa mig.
Klippti litlu
fallegu vœngina burt.
Núna
sér enginn
aö ég var
eitt sinn
engill
í konumynd.
VINSLIT
Reiöi mín
er heit
án eftirsjár
grimmd mín
váleg og köld.
Góðleiki
ekki lengur
helsimitt '
og fjötur.
Úr Ijóðabóldnni:
Blíða myrkur
1 vinn. á kr 25.000.000. 4 vinn. á kr. 5.000.000, 6 vinn. á kr. 10.000.000, 24 vinn. á kr.2.000.000. 17 vinn. á kr. 5.000.000, 68 vinn. á kr. 1 000 000, 56 vinn. á kr
Skynsamleg
geturskapað
VINNINGASKRÁ FYRIR ARIÐ 1992:
1 vinn. á kr. 25.000.000, 4 vinn. á kr. 5.000.000, 6 vinn. á kr. 10.000.000,
24 vinn. á kr. |2.000.000, 17 vinn. á kr. 5.000.000, 68 vinn. á kr. 1.000.000, 56 vinn.
á kr. 1.250.000, 224 vinn. á kr. 250.000, 266 vinn. á kr. 375.000, 1.064 vinn. á
kr. 75.000, 2.506 vinn. á kr. 125.000, 10.024 vinn. á kr. 25.000, 12.100 vinn. á
kr. 70.000, 48.400 vinn. á kr. 14.000, 48 aukavinn. á kr. 250.000, 192 aukavinn.
á kr. 50.000. Samtals 75.000 vinn. á kr. 2.721.600.000.
HAPPDRÆTTI
HASKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
vinn. á kr.2 000 000, 17 vinn. á kr. 5.000.000, 68 vinn. á kr. 1.000.000, 56 vinn. á kr. 1.250,000, 224 vinn. á kr. 250.000, 266 vinn. á kr. 375.000, 1.064 vinn. á kr.
1 1
kr 250.000, 266 vinn á kr. 375.000. 1.064 vinn