Vera - 01.12.1991, Qupperneq 12

Vera - 01.12.1991, Qupperneq 12
VELFERÐARKERFI KARLA F Y R I R í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar, „Velferö ó varan- legum grunni", og frumvarpi til fjórlaga fyrir óriö 1992 eru boöaöar margháttaöar breytingar á íslensku vel- feröarkerfi. í oröi kveönu er markmiðið aö veita þeim þjónustu sem helst þurfa á henni aö haláa og láta hina greiða fyrir hana sem betur eru staddir. En stenst þetta markmið nánari skoöun? Hvaöa áhrif hafa þessar breytingar á líf og kjör kvenna? Á undanförnum árum hefur töluverð umræða átt sér stað um velferðarkerfið, bæði hér- lendis og erlendis. Virðast flestir sammála um að vel- ferðarkerfið sé í kreppu sem lýsi sér í því að það sogi til sín sífellt meira fjármagn án þess að þjónusta þess batni að sama skapi. En það er líka nokkurn veginn það eina sem fólk með ólík lífsviðhorf getur verið sammála um þegar velferðarkerfið er annars veg- ar. Þegar kemur að því að skil- greina markmið, leiðir og íjár- mögnun eru margar skoðanir á lofti. Hér á landi hafa stjórn- málamenn öðrum fremur markað umræðunni farveg og ákveðið að hún skuli snúast um íjármuni og fjárhagsvanda ríkissjóðs. Þeir boða niður- skurð og í skugga hans reyna allir sem eitthvað eiga í húfl að hanga á sínu eins og hundar á roði. Ótti grípur um sig og þau sem láta sér annt um velferð hlaupa í vörn fyrir kerfi sem þau eru mjög missátt við. Við slíkar aðstæður er lítið rúm fyrir gagniýna hugsun og hug- myndafræðilega umræðu. En hvaða hugmyndir búa að baki núverandi velferðar- kerfi og hvernig þjónar það ýmsum hópum samfélagsins s.s. konum? Grunnurinn að íslenska velferðarkerfinu var lagður á íjórða og fimmta áratugnum og hugmyndirnar voru sóttar til Bretlands í s.k. Beveridge- skýrslu. Sú skýrsla dregur nafn sitt af Beverídge lávarði sem var í forsæti ríkisskip- aðrar nefndar sem undirbjó bresku velferðarlöggjöfina. Guðrún Jónsdóttir félags- ráðgjafl gerir þetta m.a. að umtalsefni í athyglisverðu við- tali sem birtist við hana í aukablaði BSRB-tíðinda frá júlí 1989, en það blað var ein- mitt helgað velferðarkerfinu. Þar segir Guðrún m.a.: „Beve- ridge-skýrslan ber það glöggt með sér að velferðarhugmynd- irnar eru fýrst og fremst stjórntæki. Þær eru náttúru- lega hápólitískar vegna þess að í þeim felst mjög ákveðin hug- myndafræði sem í stuttu máli felst í því að líta svo á að fjöl- skyldan; karl, kona og þeirra börn, sé hin eðlilega og sjálf- sagða efnahagslega eining. Því er löggjöfin miðuð við það að maðurinn afli tekna og fram- fleyti íjölskyldunni iýrst og fremst með sinni vinnu, konan sinni umönnunarhlutverkinu á heimilinu, en tiyggingakerf- ið, eða velferðarkerfið, sé sá bakhjarl sem komi henni og börnunum til aðstoðar ef fyrir- vinnan fellur frá. Það sem þarna gerðist breytti ekki í grundvallaratriðum gerð þjóð- félagsins, heldur varð þvert á móti til að festa hefðbundið fyrírkomulag í sessi og halda þjóðfélagsgerðinni í ákveðnum skorðum." Á þessum tíma var atvinnu- þátttaka giftra kvenna mun minni en hún er í dag og nægir í því sambandi að líta til ársins 1960 hér á landi. Þá var atvinnuþátttaka giftra kvenna rétt um 20% en hún er í dag komin yflr 80%. Þetta hefur þó ekki breytt efnahagslegri stöðu kvenna í neinum grund- vallaratriðum af þeirri einföldu ástæðu að laun þeirra nægja þeim ekki til framfærslu. Giftar konur eru eftir sem áður efnahagslega háðar eigin- mönnum sínum en þó gera tekjur margra þeirra það að verkum að fjölskyldurnar ná að skríða yflr fátæktarmörkin, enda er atvinnuþátttaka mest meðal þeirra kvenna sem giftar eru mönnum sem hafa rétt rúmar meðaltekjur og þaðan af minna. Einstæðar mæður eru aftur á móti efnahagslega háð- ar velferðarkerfinu sem er þó ekki traustari bakhjarl en svo að mjög margar þeirra lenda undir fátæktarmörkum. Atvinnuþátttaka giftra kvenna hefur heldur ekki haft í för með sér neinar grund- vallarbreytingar á velferðar- kerflnu. Það byggir eftir sem áður á þeirri meginhugmynd að uppeldi, umönnun og dag- leg þjónusta við einstaklingana sé á ábyrgð fjölskyldunnar (les: kvenna) og þar sé æfinlega einhver til staðar til að sinna þessum hlutverkum. íslenska skólakerfið er kannski óræk- asti vitnisburðurinn um þetta - stuttur skóladagur, margir 12

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.