Vera - 01.12.1991, Side 16
Kvennalístinn á aö-
eins einn borgar-
fulltrúa, en fulltrúar
listans sitja í níu
nefndum og
ráöum á vegum
borgarinnar.
Borgarmálahópur
Kvennalistans hittist
á þriðjudögum
klukkan 16.30 á
Laugavegi 17.
Fundirnir eru opnir
öllum Kvenna-
listakonum og
VERA leit inn til aö
forvitnast um störf
hópsins.
Hvað getur ein kona
gert í borgarstjórn?
Elín: Við eigum í raun miklu
meira en einn fulltrúa inni í
borgarkerfinu þvi að við erum
með fulltrúa í níu nefndum og
ráðum á vegum borgarinnar, bæði
aðal- og varafulltrúa. Þessar
konur eru mjög virkar í kerflnu á
okkar vegum. Hins vegar erum við
ekki með nema einn fulltrúa í
borgarstjórn og það er allt of lítið,
það er mála sannast. Mér flnnst
afar erfitt að vera ein í borgar-
stjórn. Borgarstjórn er flókið
íyrirbæri. Það þarf að setja sig inn
í öll mál og störf allra nefnda. Á
fundinum í borgarráði í dag voru
70 mál á dagskrá, þar af 13
fundargerðir. Ég þarf að setja mig
inn í allar þessar fundargerðir og
iylgjast vel með hvað er að gerast
í hverri nefnd fyrir sig auk þess
sem ýmislegt annað kemur uppá
á þessum fundum. Það má ekki
taka nema þrisvar til máls undir
hveijum lið í borgarstjórn og
maður þarf að vera ansi snöggur
að taka við sér og vera mjög vel
vakandi til þess að geta tjáð sig
um öll málin og svara síðan, bóka
og jafnvel koma með tillögur á
stundinni. Það væri mikill munur
að hafa annan fulltrúa til að
skipta ábyrgð og vinnu.
Guðrún: Málin gerast alveg
ótrúlega hratt í borgarstjórn. Ég
hef farið í tvigang inn til vara, Elín
ég dáist að þér að vera að berjast
inni í þessari borgarstjórn. Ég
missi bara móðinn, ég missi mat-
arlyst, ég missi andagift, nei í
alvöru þetta er svo óþolandi. Mað-
ur þarf í rauninni áfallameðferð
eftir að hafa verið þar inni. Ég
upplifði geysilega sterkt þessar
blokkir minnihluti-meirihluti, en
þær eru ekki eins áberandi í
borgarráði. Þegar í borgarstjórn er
komið er svo mikið form á öllu og
maður skynjar það að þó svo að
minnihlutinn sé oft með mjög góð
mál þá er búið að taka afstöðu
gegn þeim. Þetta eru mjög sér-
kennileg og ólýðræðisleg vinnu-
brögð. Ég var svo mikið barn að ég
gerði mér enga grein íyrir því
hvernig þetta var í raun og veru.
Það eru fordæmi fýrir þverpóli-
tiskri samstöðu um hin og þessi
mál á Alþingi, en það er óþekkt í
borgarstjóm. Eina málið er Aust-
urstræti, þá riðlaðist allt - enda
var gaman að fylgjast með því máli!
Ég vil þó taka það fram að það
hefur gengið á margan hátt mjög
vel að starfa með Sjálfstæðis-
flokknum og öðmm flokkum í
nefndum, það hefur ekki verið
neitt vandamál.
Margrét: Reynsla okkar er
misjöfn eftir nefndum. Ég er í
umferðarnefnd og nýlega bað t.d.
foreldrafélag um að slysagildru
yrði mtt úr vegi. Ég bar fram þá
tillögu að settar yrðu grindur
þannig að ekki væri hægt að aka
upp á gangstéttina. Þetta var fellt
með þeim orðum að það væm
aðrir staðir í bænum jafn hættu-
legir! Þetta er einkennandi fyrir
forgangsröðun mála. Sjónarmið
gangandi vegfarenda er ekki ofar-
lega á óskalistanum. Ég er ósátt
við þennan hugsunarhátt.
Elín Vigdís: Ég sit í barnavernd-
arnefnd og ég dáist að starfsfólki
félagsmálastofnunar. Þetta fólk
vinnur svo gott starf, en álagið er
gríðarlegt því að það vantar svo
fleira fólk. Við i barnaverndar-
nefnd fengum það í gegn að
stöðugildum hefur verið fjölgað.
En það er ekki hægt að ráða í þau
vegna þess hve launin em lág.
Auk þess vantar dagheimilispláss
fyrir þá félagsráðgjafa sem gætu
komið í þessa vinnu. Af þessu
leiðir að málin þurfa að vera orðin
mjög alvarleg til að hægt sé að
taka á þeim - því að þau em svo
mörg en starfsfólkið svo fátt.
Það vantar t.d. heimili fyrir
unglinga sem eiga ekki í nein hús
að venda. Hér er töluverður hópur
af unglingum sem kallast í dag-
legu tali óalandi og ófeijandi. Það
er ekki hægt að hafa þessa krakka
í þerapískri vinnslu í unglinga-
heimilisbatteríinu, þar sem þau
geta farið ef þau em ekki tilbúin til
samvinnu. Þetta heimili þyrfti því
að vera lokað. Mér flnnst þetta
vera eitt af brýnustu málunum.
Guðrún: Mér flnnst það hræðileg
tilfinning að geta setið uppi með
það að hafa eyðilagt mál með þvi
að bera það upp. Segjum svo að
minnihlutahópur úti i bæ biðji
okkur um að leggja ákveðið mál
iýrir, þá liggur við að maður verði
að vera heiðarlegur og segja við-
komandi að tala við einhvern í
Sjálfstæðisflokknum og svo skul-
um við styðja málið.
Elín: Borgarráðið hefur skánað
mikið síðan Davíð hætti, þar sem
nú ríkja þar lýðræðislegri vinnu-
brögð en áður. Nú var fundinum
að ljúka klukkan hálf fimm, það
segir mér fyrst og fremst það að
nýi borgarstjórinn gefur fólki
meira svigrúm til að tjá sig. Nú er
meiri almenn umræða um ýmis-
legt sem var nánast óþekkt fyrir-
bæri áður. Á síðasta fundi borgar-
stjórnar kom Framsóknarflokk-
urinn t.d. með tillögu varðandi
Sorpu og í dag mætti fram-
kvæmdastjóri Sorpu á fund í
16