Vera - 01.12.1991, Qupperneq 20

Vera - 01.12.1991, Qupperneq 20
JOSMYNDUN LISTRÆNT TJÁNINGARFORM 1-r-ri Ky Björg Arnarsdóttir er ung og efnileg listakona sem leggur stund á Ijósmyndun í New York. Björg hefur hlotiö viöurkenningu í mjög frœgri Ijósmyndakeppni og þekkt bandarísk Ijósmyndablöö sœkjast nú eftir aö birta myndir hennar. Hallfríöur Þórarinsdóttir, sem stundar doktorsnám í mannfrœöi í sömu borg, tók eftirfarandi viötal fyrir VERU. Eg hitti Björgu á sólríkum síð- sumardegi á kaffihúsi í Aust- urþorpinu. Við settumst út í garð yfir ítölsku cappucino og ég forvitnaðist um listakonuna og ljósmyndarann. Björg seg- ist hafa slitið barnsskónum í Austurbænum í Reykjavík en eytt unglingsárunum í Breið- holtinu. Að loknu stúdents- próli lagði hún land undir fót. Hún ferðaðist víða um Evrópu og eyddi siðan tveimur árum í tungumálanám og vann ýmis hótelstörf í Frakklandi og á spænsku sumarparadísinni Ibiza. HVAÐ VAKTI ÁHUGA ÞINN Á UÓSMYNDUN? - Svo sem ekkert eitt öðru fremur heldur má eiginlega segja að áhuginn hafi alltaf verið til staðar. Ég hef verið með ólæknandi dellu allt frá því að ég keypti mína fyrstu myndavél, litinn imba, þegar ég var tíu ára. Ferðafélagar mínir fengu næstum nóg af mér, ég var alltaf að stilla þeim upp til að ná góðri mynd, „réttu skoti“. Eftir vistina í útlöndum kom Björg heim og vann ýmis störf á veitingahúsum og síðan á Stöð 2. „Ég rakst svo íýrir til- viljun á auglýsingu í Morgun- blaðinu, þar sem blaðið sjálft var að leita að aðstoðarmann- eskju í myrkraherbergi. Ég hugsaði með mér að það væri nú svolítið gaman að prófa að vinna við ljósmyndun. En ég vissi í sjálfu sér mest lítið um fagið sjálft, hafði í raun enga reynslu af myrkraherbergis- vinnu utan það sem ég hafði séð hjá vinum og kunningjum. Nú, ég sæki um og segi þeim borubrött að ég hafi að sjálf- sögðu reynslu sem áhuga- manneskja“, segir Björg kímin og skellir svo uppúr. Þetta þykir „blaðakonu" vera sjálfs- bjargarviðleitni í lagi og bætir svo við að það sé einmitt þessi „strategía" sem karlar séu svo djéskoti lunknir að nota. „Ég hafði svo næstum gleymt þessu,“ segir Björg, „því þetta var í rauninni svo út í hött, datt ekki í hug að ég yrði ráðin. En það var hringt í mig og ég beðin um að koma í viðtal. Ég reyndi að bera mig eins fagmannlega og ég gat og þeim leist nógu vel á mig til að bjóða mér starfið. Ég vann siðan á Morgunblaðinu á annað ár og þar kynntist ég í rauninni fyrst alvöru ljósmyndun. Ég kynnt- ist þar muninum á þvi að taka mynd og „taka mynd“. Vinnan á Morgunblaðinu var einn sá besti skóli sem ég hef hlotið. Þar vinna margir af bestu ljósmyndurum landsins og ég lærði mikið af þeim bæði hvað snertir aðferð og tækni auk þess að læra allt um fram- köllun og stækkun. Þó ég hafi ekki unnið neitt við mynda- töku á Mogganum varð þetta starf til þess að ég fékk brenn- andi áhuga á því að vita meira. Mig langaði til að læra ljós- myndun. ísland kom alls ekki til greina þvi þar er ljós- myndun kennd sem iðngrein en ekki sem listgrein, áherslan er mest á tæknilegu hliðina sem ég hef aðeins takmark- aðan áhuga á. Hins vegar heillaði New York borg mig, þó svo að ég hefði aldrei komið hingað. Margmennið, fjöl- m co

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.