Vera - 01.12.1991, Síða 24

Vera - 01.12.1991, Síða 24
Ert þú ein af þeim sem býrð til allar jólagjafirnar? Þrífur húsið hátt og lágt, setur upp heima- saumaðar jólagardínur, býrð til aðventukrans og jólaskraut? Sendir þú heimatilbúin jólakort, saumar jólaföt á alla fjölskylduna, gerir jólasælgæti, skerð út laufabrauð og bakar sextán sortir af smákökum? Sameinast fjöl- skyldan í jólaundirbúningnum, hlustar á jólatónlist og nýtur samverunnar og tilstandsins? Ferðu í þrjú jólaglögg og börnin á sex jólaböll? Býður þú allri Qölskyldunni í jólaboð og sérð um allan undirbúning ein? Þrátt fyrir fögur íýrirheit um að heija jólaundirbúninginn fyrr og gera allt sjálfar falla eilaust margar á tíma. Enda er jólaundir- búningurinn kominn út í öfgar. íslendingar hafa tileinkað sér svo marga nýja jólasiði undanfarin ár að það hálfa væri nóg. Jólaglögg er svo að segja daglegt brauð í desember, veitingahús bjóða upp á danskan jule-frokost, fólk gerir sænska síldarrétti, enskar jóla- kökur, þýsk jólabrauð, dönsku jólasmákökurnar eru orðnar alíslenskar og sífelit íleiri skera út laufabrauð. Loksins þegar jólin ganga í garð eru flestir dauð- þreyttir. Hvernig væri að stilla jólaundirbúningnum í hóf og njóta lífsins fram að jólum, um jólin og eftir jól? Jólin geta veríð einfalt mál! Teikningar: Margrét E. Laxness Hér koma nokkur einföld ráð, en lesendur eru beðnir að minnast þess að jólin eru ekki aðeins „hátíð húsmóðurinnar" heldur allrar íjölskyldunnar. Hjálpist að og njótið lífsins saman. ■ Frestaðu jólahreingerning- unni fram á vor og stilltu tiltektinni í hóf. I Notaðu jólaskrautið frá þvi í fýrra. Sem dæmi um einfalt jólaskraut má nefna þurrkuð reyniber en einnig er fallegt að binda rauðar slaufur á grein- arnar. ■ Endurskoðaðu jólakorta- listann og strikaðu þá út sem þú hefur ekki haft samskipti við á árinu. Hafðu mannúðar- og líknarfélög í huga þegar þú velur jólakortin. Það sakar ekki að styðja gott málefni. I Ef þú hefur tileinkað þér þann sænska sið að hafa jóla- glögg kauptu þá blönduna til- búna og gerðu eins og Sví- arnir: Sparaðu sterku vínin og drekktu i hófi. Áfengislaus jólaglögg er mjög góð. ■ Kauptu laufabrauðsdeigið tilbúið og skerðu það út. ■ Fækkaðu kökusortunum og haltu þig við einfaldar upp- skriftir. Hér eru nokkrar mjög góðar: 24

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.