Vera - 01.12.1991, Page 26

Vera - 01.12.1991, Page 26
JÓLIN • EINFALT MÁL JÓLAMATUR Er ekki lími til kominn að breyta fyrirkomulagi jólaboðanna? Bjóddu fjölskyldunni eða vinun- um endilega heim, en láttu þá koma með matinn með sér. Ein- hveijir geta þá komið með forrétt, aðrir með eftirrétt, þriðji hópur- inn sér um salatið og brauðið, sá fjórði um drykkjarföng en þú getur t.d. boðið upp á heitan aðalrétt. EINFALDIR FORRÉTTIR Síldarréttir (þessir keyptu eru mjög góðir!) og rúgbrauð. Frönsk lifrarkæfa hituð í ofni. Grailax og ristað brauð. Flatkökur með hangikjöti. Tartalettur með cambenbertosti Camenbert er skorinn í sex hluta, einn hlutur settur í hveija tartalettu, hitað inn í ofni. Borið fram með ribsbeijamauki eða annarri góðri sultu og nýjum per- um. EINFALDIR AÐALRÉTTIR Rauðrófusúpa fyrir 6-8. 6-7 rauðrófur 2 kartöílur 2 laukar 1 epli (gult eða grænt) 2 msk ólifuolía vatn eftir þörfum 2 msk tómatkraftur 1 hvitlauksrif safi úr 1 /2 sítrónu (eða eftir smekk) grænmetiskraftur eftir þörfum (1 teningur á að nægja) Persilja rjómi/ferskur eða sýrður Grænmetið er rifið smátt. Matar- olían hituð í potti og grænmetinu bætt út í og það steikt í smá stund. Vatni bætt út í og látið sjóða í u.þ.b. 1/2 klst. eða þar til grænmetið er soðið í mauk. Tómatkrafti, hvítlauk og sítrónu- safa bætt út í súpuna ásamt grænmetiskrafti eftir smekk. Þegar súpan er borin fram er fallegt að ausa henni upp, setja rjómatopp á hvern disk og strá persilju þar yfir. Hreindýrasteik, bógur krydd- aður með salti og pipar, settur í steikarpoka með smá smjörklípu í 200 gráðu heitan ofn í rúma klukkustund. Borið fram með bökuðum kartöílum, rauðrófum, asíum og rauðkáli. Pasta með gráðostasósu: Pastað soðið. Grænmeti (brokkoli, laukur, gul- rætur, perur, epli, hnetur) skorið niður og sett á pönnu, smá vatn sett út á, gráðostabitar settir út í og látnir bráðna. Má krydda með rósmarín. Ef þú vilt meiri sósu skelltu þá sýrðum ijóma út í. Veislusalat fyrir átta: Þetta salat er veisla fyrir augað, auk þess sem það er gott, holt og einfalt. Sósurnar má búa til mörgum dögum fyrir jól því þær verða bragðmeiri við geymslu. Grænmetið og laxinn má skera niður daginn áður en salatið er borið fram og geyma hverja tegund í séríláti. En grænmetið er auðvitað alltaf hollast ef það er niðursneitt rétt áður en þess er neytt. Valhnetusósa: 100 g valhnetukjarnar 5 dl sýrður rjómi 1 /2 tsk salt Malið hneturnar smátt og blandið í sýrða rjómann. Sinnepssósa: Blandið vel saman: 3 msk edik 2 msk vatn 2 msk sterkt sinnep 2 1 /2 dl olía 1 1 /2 dl niðursneitt dill 1 tsk salt pipar á hnífsoddi 1 /2 pressað hvitlauksrif (ef vill) Salat 1 kg rækjur 800 g reyktur eða grafinn lax stórt kálhöfuð (icebergsalat) 200 g nýir eða niðursoðnir sveppir 150 g radísur 2 sítrónur 1 stór gúrka 4 avokado Skerið grænmetið í hæfilega munnbita. Sneiðið laxinn og rúllið honum upp í rósir. Raðið síðan hveiju fýrir sig á stóran bakka, þannig að litirnir njóti sín sem best. Berið fram með sósunum og brauði. EINFALDIR EFTIRRÉTTIR Ávaxtasalat með sýrðum rjóma. Smákökur og jólasælgæti. Sáraeinfaldur jólaís: 6 eggjarauður 1 bolli púðursykur 1/2 lítri rjómi 1 tsk vanilludropar Egg og sykur stífþeytt, rjómi þeyttur og blandað út í, vanilludropum og 100 gr. af smátt skornu Toblerone bætt út í. Fryst. EINFALDAR JÓLAGJAFIR Einfaldast er að gefa öllum gjafaáskrift að VERU! Þú hringir og við sendum blaðið ásamt fallegu gjafakorti. Ef allir í kringum þig eru áskrifendur nú þegar, þá er upplagt að kíkja á jólabasara, fornbókasölur, Kola- portið, markaðinn hjá Dýravernd- unarfélaginu, listmunamarkað Hlaðvarpans, að ógleymdum gjafavörumarkaði Kvennalistans að Laugavegi 17. Úrvalið er ótrúlega gott og verðinu er stillt í hóf. Gleðileg jól. Ritnefnd 26

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.