Vera - 01.12.1991, Qupperneq 29
í fylliríinu þegar menn upplifa
sjálfa sig sem skemmtilegustu
menn í heimi. Áður en langt
um leið var önnur konan farin
að hjálpa honum að velja sér
jakka. Hún strauk svona yfir
jakkaermina til að flnna
hversu gott efni væri í jakk-
anum og hann strauk yfir
handarbök hennar og fann að
það var nú líka gott í henni.
Það endaði með að hann keypti
jakkann og pönkararnir
keyptu buxur, peysu og trefil
því það var kalt þennan dag.“
En til hvers er ágóðinn af flóa-
markaðnum notaður? Hvernig
starfar Samband Dýravernd-
unarfélaga?
„Við vinnum á mörgum
plönum“, segir Jórunn. „í
fyrsta lagi tökum við við
ábendingum og kvörtunum í
gegnum síma og höfum síðan
samband við trúnaðarmenn
félagsins eða yíirvöld til að
rannsaka málið. Svo tilnefnum
við fulltrúa í opinberar nefndir
og höfum þannig áhrif á löggjöf
og reglugerðir. Auk þess fáum
við til yflrlestrar og umsagnar
allar tillögur til laga er varða
dýr. Einnig höfum við sam-
skipti við erlend dýravernd-
unarsamtök og fylgjumst með
þvi sem er að gerast úti í heimi.
Við erum aðilar að Norræna
dýraverndarráðinu og Heims-
sambandi í dýravernd og
eigum einn áheyrnarfulltrúa í
“Eurogroup for Animal Wel-
fare”. Við viljum vera rödd sem
heyrist úti í heimi — við ætlum
okkur mikið í kjallaranum í
Hafnarstræti 17!
Innan samtakanna starfa
nokkrir sjálfstæðir starfshóp-
ar, t.d. er einn um tilraunadýr
og annar um verksmiðjubú-
skap. Nýlega sendum við tvo
læknanema á ráðstefnu evr-
ópskra stúdenta gegn dýra-
tilraunum og við erum að gefa
út blöðung með lista yflr
snyrtivörur sem ekki eru próf-
aðar á dýrum. Þetta borgar
Flóamarkaðurinn allt saman.
Við sem erum í svona
félagsskap verðum að muna að
við erum dýraverndunarfólk.
Við eigum ekki að stjórna efna-
hagskerflnu. Dýraverndin
verður alltaf að vera okkar
sjónarhóll. Það er hægt að
setja ýmislegt fram í tölum, en
það má aldrei gleymast að
hugsa um velferð dýranna.
Mér flnnst það oft gleymast. Á
Náttúruverndarþingi komum
við til dæmis með tillögu þess
efnis að Náttúruverndarráð
mótmælti þvi að höfð væru villt
dýr í Húsdýragarðinum. En
það komst ekki í gegn vegna
þess að stofn þessara tegunda
er ekki í hættu. Ég er ósátt við
að aðeins sé litið á dýr sem
stofnstærð en ekki ein-
staklinga. Að ill meðferð á
dýrum sé réttlætanleg vegna
þess að nóg sé til af þeim! En
auðvitað verður maður stund-
um pirraður þegar erlend
dýraverndunarsamtök fara út
fyrir rammann og eyðileggja
fyrir málstaðnum.
Svo er aftur á móti svo stór-
kostlegt þegar eitthvað vinnst.
Til dæmis þegar samþykkt var
að gefa ekki leyfi til háhyrn-
ingaveiða af dýraverndunar-
sjónarmiðum. Þá stóðum við í
samtökunum á öndinni, feng-
um gæsahúð og brynntum
músum af gleði. Og Flóa-
markaðurinn keypti tvo stóra
blómavendi sem fóru í Sjávar-
útvegs- og Umhverfisráðu-
neytið.“ BÁ
„UÁÐU MÉR VÆNGI"
HULDA O G FRELSISÞRÁIN
Fyrir um það bil ári síðan eða
haustið 1990, kom út bókin
Hulda, Ijóð og laust mál hjá
Bókmenntafræðistofnun Há-
skóla íslands og Menningarsjóði.
Þar sem hljótt hefur verið um
hana þykir ástæða til að vekja
athygli á þessu þarfa og stórgóða
úrvali skáldskapar Huldu eða
Unnar Benediktsdóttur. Guðrún
Bjartmarsdóttir hafði valið ljóð-
in og sögurnar og samið drög að
inngangi þegar hún lést fyrir
aldur fram og var þá Ragnhildur
Richter fengin til þess að full-
semja innganginn.
Hulda er mikið skáld sem
hefur lengst af ekki verið metin
að verðleikum. Þetta kemur
skýrt fram í mjög áhugaverðum
og lipurlega skrifuðum inngangi
bókarinnar. Inngangurinn skipt-
ist í átta kafla þar sem rætt er
um uppruna og skáldlegt um-
hverfi Huldu.
Skýrt er frá því hvernig bók-
um hennar var tekið þegar þær
komu út, íjallað er um tengsl
hugmynda hennar við heim-
spekilegar stefnur og alþjóðlega
bókmenntastrauma og verk
hennar sett í vítt kvennabók-
menntasögulegt samhengi.
Þegar ég segi að skáldkonan
hafi ekki verið metin eins og
henni bar, visa ég til þess að
margir karlmenn sem skrifuðu
um bækur hennar virðast ekki
hafa komið auga á þær and-
stæður og kvenlegu togstreitu
sem einkenna skáldskap
hennar. Aftur á móti hæla
sumir henni mjög fyrir
að nota fíngert, nett og
kvenlegt líkingamál.
Þeir hinir sömu sáu þó
ekki hve Hulda var
mikill frumkvöðull á ís-
landi i notkun líkinga sem
sóttu til symbólisma og ný-
rómantískra strauma. í rauninni
á hún hvað þetta varðar best
heima í hópi þekktra og viður-
kenndra nýrómantískra skálda
eins og Jóhanns Siguijónssonar,
Jónasar Guðlaugssonar og
Jóhanns Gunnars Sigurðssonar.
Auk hinna fróðlegu og
skemmtilegu kafla í inngangi
Huldubókarinnar um alþjóðleg
áhrif á skáldkonuna og áhrif
hennar á islensk skáld, er eins
og áður segir mikið fjallað um
það sem svo oft kemur í ljós
þegar skáldskapur kvenna er
kruflnn: andstæðuna milli ólg-
andi frelsisþrár og bælingar sem
kjarnast oft hjá Huldu í eilífri
togstreitu milli húsmóður og
skálds í sömu konunni.
Það kemur vel fram í bókinni
hvað skáldskapur Huldu er
mikið meira en það sem hún
hefur einkum verið hyllt fyrir en
það er þjóðhátíðarljóðið 1944
,Hver á sér fegra föðurland,"
þulurnar og ljóð sem
mæra móðurhlutverkið.
Huldubókin er þörf og
góð og bætir við hið
litla safn sem til er af
verkum eftir íslenskar
konur; hún gerir konum
auðveldara fyrir þegar þær
leita sér að fyrirmyndum í arfi
mæðranna.
Að lokum birtist hér fyrsta,
næstsíðasta og síðasta erindið
úr ljóðinu „Haukurinn“ sem er
samtals sjö erindi og birtist fyrst
í bókinni Kvæði sem kom út
1909. Ljóðið er dæmigert fyrir
margt af þvi sem nefnt er hér á
undan; t.d. frelsisþrána sem
ekki fær útrás og líkingamálið
þar sem náttúrumyndir hverfast
í táknmáli fugla, flugs og blóma.
í ljósi þess sem kemur fram í
inngangi Guðrúnar og Ragn-
hildar um hvað ljóð Huldu hafa
verið misskilin, er athyglisvert að
þegar Sigurður Nordal gaf út
úrval úr ljóðum Huldu 1961 og
nefndi Segðu mér að sunnan, þá
sleppti hann síðasta erindinu í
„Hauknum" en það má auð-
veldlega telja lykilerindið í þessu
fallega ljóði.
Haukurinn
Gott áttu, hraðfleygi haukur
sem hamrana byggir,
frelsið er eign þín og arfur
frá ómuna tíðum.
Himinsins heiðblái faðmur,
hafið og fjöllin,
allt er þitt víðlenda veldi,
voldugi haukur!
Volduga vængi þú breiðir,
í vorloftsins bylgjum
stígur þú hærra og hærra
og hverfur loks sýnum.
Síðasta bergmálið sofnar
af sönghljómi jarðar,
himinþögn hátignar djúpa
þín hjartaslög ijúfa.
Ljóðafugl lítinn ég geymi -
hann langar að fljúga
lengst út í ljósið og daginn
og lífsglaðan syngja.
Helst vildi' hann haukum þeim
líkjast
sem hæst geta flogið.
Fái’hann eiJylgt þeim til himinsins
Jljótt skal hann deyja.
Hrund Ólafsdóttir
29