Vera - 01.12.1991, Síða 32

Vera - 01.12.1991, Síða 32
NÓBELSVERÐLAUN m HUGRAKKAR KONUR FÁ Wlargir eru kallaðir en fáir út- valdir þegar Nóbelsverðlaun eru annars vegar, ekki síst þegar konur eiga í hlut. Frá þvi að Nóbelsverðlaun í bókmenntun voru veitt í fyrsta sinn, 1901, hafa t.a.m. aðeins fimm konur hlotið þau: skáldsagnahöfundarnir Selma Lagerlöf 1909, Sigrid Undset 1928 og Pearl S. Buck 1938 og skáldkonurnar Gabriela Mistral frá Chile 1945 og Nelly Sachs 1966. Hún var þýsk af gyðingaættum og bjó í Svíþjóð eftir 1940. A þessu ári bregður svo við að tvær konur eru útnefndar til Nóbelsverðlauna, annars vegar suður-afríski rithöfundurinn Nadine Gordimer, til bókmennta- verðlauna, hins vegar Aung San Suu Kyi frá Myanmar (áður Burma) til friðarverðlauna. Nadine Gordimer Það má búast við að Nadine Gordimer komi til Stokkhólms í desember og taki við verð- laununum úr hendi Svíakon- ungs og ffytji aðalræðuna á Nóbelshátiðinni eins og venja er að verðlaunahafinn í bókmennt- um geri. Þá er ástæða fyrir heims- byggðina að líta upp og leggja við eyrun, þvi að Nadine Gordimer á erindi við alla. Hún er ekki aðeins frábær rithöfundur með næman skilning á mannlegu eðli heldur er hún einnig hugrökk baráttu- kona fyrir réttlátu þjóðfélagi. Frá því að hún sendi frá sér sína fyrstu bók fyrir tæpum íjörutíu árum (The Lying Days, 1953) hefur nafn hennar verið órjúfan- lega tengt baráttunni gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnu heimalands síns. Ekki hefur það aflað henni sérstakra vinsælda hjá valdhöfum í landinu. Hún hefur þó ekki verið fangelsuð, en sumar bóka hennar hafa verið bannaðar. Hins vegar nýtur hún virðingar svarta meirihlutans. Nadine Gordimer er ein fárra hvitra sem eru meðlimir í Afríska þjóðarráðinu. Sumum þykir hinn pólitíski boðskapur bóka hennar spilla stíl hennar á stundum og hún hefur einnig verið sökuð um svartsýni því að fyrir henni er engin einföld lausn á aldalangri kúgun og misrétti eða skjót og haldgóð lækning við þeim djúpu sárum sem ómanneskjulegt kerfl hefur skilið eftir sig, enda hefur enginn lýst af meira innsæi eituráhrifum kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar á hvíta jafnt og svarta, kúgara jafnt og kúgaða. Þetta kemur berlega í ljós í bókunum tveimur sem Ólöf Eldjárn hefur þýtt á íslensku, þ.e. Heimur feigrar stéttar (The Late Bourgeois World, 1966) sem kom út hjá Mál og menningu á sl. ári og Saga sonar míns (My Son’s story, 1990) sem er nýkomin út hjá sama forlagi. Aung San Suu Kyi Það er hins veg- ar í hæsta máta ólíklegt að Aung San Suu Kyi komi til Oslóar til þess að veita friðarverðlaun- unum móttöku, því að hún hefur verið í stofufang- elsi í Rangoon síðan i júlímánuði 1989. Síðustu fréttir af henni eru þær að heilsu hennar sé hætt vegna langvarandi hungurverk- falls. Nóbelsnefndinni í Osló barst til eyrna eftir krókaleiðum að hún hefði fengið tilkynningu um tilnefninguna vikum eftir að þeir sendu hana út. Friðarverðlaunin fær Suu Kyi fyrir friðsamlega baráttu fyrir lýðræði og mannréttindum og fyrir óvenjulegt hugrekki, sem hefur gert hana að tákni í bar- áttunni gegn kúgun í landi sínu. Þessi fíngerða fertuga kona, sem til skamms tíma var húsmóðir í Oxford, eiginkona prófessors í Tíbetmálum og móðir tveggja sona á unglingsaldri, dróst með dramatískum hætti inn í hringiðu atburðanna þegar hún sneri aftur til heimalands síns 1988, eftir 25 ára fjarveru, til að hjúkra dauð- vona móður sinni. Sem dóttir Aung San, hetju úr frelsisbaráttu Burmabúa sem var myrtur af pólitískum andstæðingum þegar hún var aðeins tveggja ára, var hún beðin að ávarpa 500.000 manna fjöldafund. Þetta var upphaflð að óvenjulegum póli- tískum ferli. Næsta ár ferðaðist hún um landið og hélt yflr þús- und ræður fyrir hrifna áheyr- endur sem flykktust á fundina hundruð þúsundum saman. Suu Kyi varð brátt foringi Lýðræðis- bandalagsins, öflugasta stjórnar- andstöðuflokksins og áhrifamesta aflsins á móti harðstjórn og kúg- un hershöfðingjaklíkunnar sem hrifsaði völdin eftir að hinn illræmdi einræðisherra Ne Win, sem drottnaði yflr landinu í nafni sósíalisma í 26 ár, lét formlega af völdum. Þrátt fyrir að Suu Kyi væri hneppt í stofufangelsi 1989 og herforingjaklíkan gerði allt til að sverta hana fékk Lýðræðisbanda- lagið 80% atkvæða í kosningun- um 1990, en herforingjaklíkan hafði kosningaúrslitin að engu og drottnar í skjóli ógna. „Handtök- ur, pyntingar, og hvarf pólitískra andstæðinga sem svo lengi hafa varpað skugga yflr landið halda áfram og aukast fremur en hitt. Ógnarstjórnin er jafnvel grimmari nú en var...“ skrifar sérfræðingur um málefni Myanmar. En Suu Kyi hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna og neitar staðfastlega að fara úr landi og láta af pólitiskum afskiptum. Aðeins tvisvar hefur hún fengið að sjá eiginmann sinn síðan hún var svipt frelsinu og syni sína tvo hefur hún ekki fengið að hitta. Fréttir hafa borist um að friðar- verðlaunin séu henni kærkomin uppörvun og sama gildir eflaust um fylgismenn hennar og allar þær þúsundir sem eru ofsóttir vegna baráttu sinnar fyrir friði og mannréttindum. Hitt er sorglegra að sérfræðingar um málefni Suð- austur-Asíu telja að ríkisstjórnir nágrannaríkjanna, sem eiga mikil og ábatasöm viðskipti við þetta fátæka en hráefnaríka land, muni láta sér fátt um flnnast og styðja áfyktanir og aðgerðir gegn ógnar- stjórn herforingjaklíkunnar í orði fremur en á borði. GÓ 32

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.