Vera - 01.04.1993, Page 23
GETNAÐARVARNIR
„INN MEÐ SMOKKINN STELPUR"
Konur reka yflrleitt upp skelli-
hlátur þegar þær sjá hann í fyrsta
sinn. Hann minnir sumar á
dúkku-ryksugupoka. Karlmenn
segja að þetta sé eins og að
elskast í plastpoka. Uppflnn-
ingamenn og fólk í heilbrigðis-
geiranum láta viðbrögðin ekki á
sig fá. Það segir að nú sé rétti tím-
inn fyrir kvensmokkinn, bylt-
ingarkenndustu getnaðarvörn
sem hægt er að fá án lyfseðils,
síðan getnaðarvarnasvampurinn
kom á markað árið 1983. Nú er
verið að prófa a.m.k. þrjár út-
gáfur af lcvensmokknum í
Ameriku og sala á danskri útgáfu
er hafln í Sviss.
Allar smokkagerðirnar eiga
það sameiginlegt að vera auð-
veldar í notkun, úr plasti eða
gúmmii og settar inn í leggöngin.
Vísindamenn lofa og prísa hinn
nýja smokk þar sem hann er eina
pottþétta vörn kvenna gegn
vissum kynsjúkdómum auk þess
að vera nokkuð örugg getnaðar-
vörn. Þeir telja það einnig kost að
hægt er að setja smokkinn inn
hvenær sem er dagsins og hann
veitir því vörn frá upphafi sam-
fara til enda. Vændiskonur hafa
tekið kvensmokknum fagnandi
enda veitir þeim ekki af góðum
vörnum gegn öllum kynsjúk-
dómunum sem herja á mann-
kynið þessa dagana. Nú er bara
að bíða og sjá hver viðbrögð
almennings verða. □
NÝ GETNAÐARVÖRN
Um fimm ára skeið hefur ný
getnaðarvörn, Norplant, verið á
markaðinum í Svíþjóð. Norplant
samanstendur af sex hormóna-
fylltum pílum sem komið er íyrir
undir húð í upphandlegg (sjá
mynd). Frá silikon pílunum
berast hormón smám saman út í
blóðrásina en það eru samskonar
hormón og í minipillunni og p-
pillunni. Þessi getnaðarvörn
endist í fimm ár í senn og verður
að koma pílunum fyrir undir
húðinni í síðasta lagi sjö dögum
eftir að blæðingar hefjast.
Mögulegar aukaverkanir eru
þær sömu og pillunnar en viss
hætta er á óreglulegum blæðing-
um. Ein af hverjum tíu konum
þolir ekki Norplant en það er
svipað hlutfall og þolir ekki
pilluna. Pílurnar má fjarlægja
hvenær sem er.
Norplant pílurnar eru ekki enn
kornnar á markað hérlendis.
Konur sem hafa áhuga á pílunum
geta beðið heimilislækni sinn að
senda undanþágubeiðni til Lyfja-
nefndar. Þess má geta að Nor-
plant er mun ódýrara en pillan og
í Sviþjóð kostar þessi flmm ára
getnaðarvörn álíka mikið og
þriggja mánaða skammtur af
pillunni. □
Eyrún Ingadóttir
23