Vera - 01.04.1993, Page 31
ÚR SÍÐU ADAMS
NIÐURSKORINN NAUTNABELGUR
Kæra Vera
Þeir sem hafa fylgst með
íslensku efnahagslífi, hafa
ekki komist hjá því að gera sér
grein fyrir því, að stefna
Kvennalistans í efnahagsmál-
um, er stefna hinnar hagsýnu
húsmóður.
Þrátt fyrir að margt í áður-
nefndri stefnu sé vel ígrundað
og fjarska skynsamlegt, hefur
hún ekki fengið hljómgrunn
hjá öðrum stjórnmálaflokkum
og forystumönnum efnahags-
og stjórnmálalífs. Lengi vel
fannst mér þctta furðu sæta,
en eftir að hafa þurft að aðlaga
líf mitt háttum hinnar hag-
sýnu húsmóður, er ég ekki jafn
undrandi yfir skeytingaleys-
inu.
Þegar ég lít til baka verður
mér ljóst, að ég hef að flestu
leyti verið holdtekja íslensks
efnahagslífs. Samdrætti í tekj-
um mætti ég með neyslu-
lánum og þegar slíkt stefndi í
óefni varð að grípa til niður-
skurðar. Til niðurskurðarins
var auðvitað ekki gripið fyrr en
engir peningar voru eftir. Þá
tók ég upp símann og afpant-
aði timann hjá tannlækninum,
hætti við að fara í klippingu,
bauð mér í mat hjá vinum og
mttingjum og lifði þess á milli á
kreppufæði. Tók mér síðan frí
frá námi og fór að vinna. Svo
rann upp útborgunardagur
hjartur og fagur og ég tók til við
hýrar lífsnautnir í svo sem eins
°g viku tíma og þá hófst
sultariífið aftur. Þetta voru
dýrðlegir dagar.
En allt tekur enda. Ég
kynntist fyrir nokkru annál-
aðri kosta konu og jirátt fyrir
að ég sakni gamalia daga má
enginn skilja orð mín svo að ég
sjái eftir þeim skrefum sem
stigin voru. En miklar breyt-
ingar hef ég mátt umbera. Það
er orðið langt um liðið síðan ég
hef þurft að leggja mér til
munns ólystugt kreppufæði og
tannheilsa mín er með besta
móti, en fyrsta vika hvers
mánaðar er vart skugginn af
sjálfri sér. Nú lifi ég í því sem
mér finnst stundum vera lang-
dregið meðalhóf, undir
ströngu fjárhagseftirliti. Allur
sparnaður og niðurskurður
snýst um það eitt að skera
niður lúxus - oj bara. Nú má
ekki setja pela af rjóma í
spaghettiréttinn og Medoc
rauðvínið og koníaksflaskan er
sett aftur í hilluna í Ríkinu
með þeim orðum að maður
borgi ekki mörg þúsund
krónur fyrir bókstafina x og o
þegar hægt sé að fá v og s í
svipaðri ílösku fyrir margfalt
minna. Svona hafa íleiri gamlir
vinir eins og paté, nautalundir,
árgangspúrtvín, eðalostar
o.s.frv. horfið að mestu úr lífi
mínu. í stað þeirra er komið
ódýrt hollustufæði á tilboðs-
verði.
Ég viðurkenni fúslega að ég
er við góða heilsu og líf mitt er
að flestu leyti í farsælli skorð-
um, en ég get vart fengið það af
mér að óska kynbræðrum
minum sem stýra samfélaginu
þeirra örlagaríku umskipta
sem ég hef mátt þola, jafnvel
þótt það leiði, ef á heildina er
litið, til farsælla lífs. Eina von
min er sú að ráðdeild og
sparnaður skili mér á endan-
um til þess sæluríkis þar sem
ávaxtanna og afurða jjeirra er
ótæpilega neytt. □
Niðurskorinn
nautnabelgur
Teikning Anna Guðjónsdóttir
FJÁRMÁLANÁMSKEIÐ VÍB
Síðasta námskeib vetrorins verbur 27. og 29. apríl
SigþrúMr Guðmundsdóttir,
fmMufulltrúi hjá Vátryggingafélagi
Islands, er ein þeirra mörgu sem
hefursótt námskeiö um fjánnál
einstaklinga hjá VIH.
„Eg held að sá tími og þeir peningar sem
maður ver í svona námskeið
skili sér ótrúlega fljótt í heimilisrekstri/4
„Hvort sent fólk fer að skipuleggja fjármálin sín vegna þess að
það fer á svona námskeið eða eitthvað annað sem verður þess
valdandi, þá held ég að það sé ai' hinu góða. Það er mjög margt
sent situr eftir af námskeiðinu og það er ýmislegt sem ég hef
þegar gert til að korna reglu á mín fjármál síðan ég var á
námskeiðinu. Það sem mér finnst sýna hvað þetta hefur verið gott
námskeið er að sífellt eru að koma upp í kollinn á mér einhver
atriði úr námskeiðinu.“
Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um Fjárntálanámskeið
VIB og einnig er hægt að fá sendar upplýsingar í pósti.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Myndsendir 68 15 26. Simsvari 68 16 25.
31