Vera - 01.06.1993, Page 20

Vera - 01.06.1993, Page 20
*>co BERGUÓT GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR FRÁ KANADA Hverfið sem við búum í hér í háskólabænum London í Ont- ario er oft nefnt í gríni Sam- einuðu þjóðirnar. Hér býr fólk frá öllum heimsálfum og í bekk sonar míns eru börn af slavnesku, arabísku, asísku, afrísku, suður-amerísku, kanadísku og íslensku bergi brotin. Það er fátt sem jafnast á við fjölbreytni og fegurð þessa hóps. Á göngu minni um hverflð liggur leiðin stundum framhjá skikkjuklæddum konum sem koma svífandi út úr húsi og inn í bíl. Líkami,_fætur, hend- ur, hár og andlit eru vandlega hulin. Gat er fyrir augun. Frá mínum bæjardyrum séð eru þessir nágrannar mínir án nafns, skoðunar og andlits. Þessar konur verða ósýnilegar um leið og þær koma út úr svefnherberginu eða eldhús- inu. Trúarbrögðin eru eflaust jafn mikilvæg íyrir þær og karlana þeirra, en hlutverk og réttarstaða þeirra innan trú- arbragðanna eru sannarlega önnur. Einhvers staðar í heiminum er til fjöldi kvenna án sýni- legra sérkenna, ferðafrelsis, kosningaréttar, eignarréttar, skoðanafrelsis og ráðstöfun- arréttar eigin líkama. í þeirra sporum myndi ég hugsanlega leggjast í þunglyndi undir feld — eða skikkju. FLÓTTAMENN VEGNA KYNFERÐIS Árið 1991 sótti saudi-arabísk kona um landvistarleyfl sem flóttamaður í Kanada. Hún haíði verið grýtt og barin íýrir að neita að klæðast skikkju og fýrir að mótmæla slæmri rétt- arstöðu kvenna. í Saudi-Ar- abíu eru það ekki sjálfsögð mannréttindi að konur megi keyra bíl, kjósa eða yfirgefa landið án fýlgdar maka eða karlkyns ættingja. I fýrstu var tekið á málinu án nokkurs skilnings og sam- úðar. Frá nefndinni sem fj'all- aði um mál hennar fékk hún þau skilaboð að vera ekki föð- ur sínum til skammar og koma sér heim. Samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna er flóttamaður sá sem óttast ofsóknir vegna kynþáttar, trúar, þjóðernis, stjórnmálaskoðana eða aðild- ar að ákveðnum þjóðfélags- hópi — en ekki vegna kynferð- islegrar kúgunar. Vegna kröft- ugra mótmæla og aðgerða stuðningsmanna „Nödu” var úrskurðinum um að reka hana úr landi breytt. Land- vistarleyfl hennar bar þó ekki að túlka sem stefnubreytingu eða vikkun á neinni skilgrein- ingu. Opinberlega var leyflð veitt af mannúðarástæðum. Bernard Valcourt., ráðherra innflytjenda, tilkynnti þessa ákvörðun og greindi samtímis frá því að það væri verið að vinna að nýjum viðmiðunar- reglum. Þær tóku svo gildi nú í mars. Kanada er fýrsta land- ið sem notast við slíka reglu- gerð. Hún auðveldar konum að fá viðurkenningu sem flóttamenn ef þær hafa orðíð fýrir kynferðislegu ofbeldi eða eru ofsóttar vegna kyns eða jafnréttisbaráttu sinnar. Þannig fá þær nefndir sem hafa umsóknir erlendra kvenna til meðferðar einnig 20

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.