Vera - 01.06.1993, Qupperneq 25

Vera - 01.06.1993, Qupperneq 25
GLERKASSAMENNING meiri áhrifum kvenna. Það er að minnsta kosti tilraunarinn- ar virði!“ AO HAFA TRÚ Á ERINDI SITT I ræðu sinni á málþingi Sam- bands íslenskra myndlistar- manna talaði Þórhildur um nauðsyn þess að listamenn ættu erindi við samtímann. Hún sagði að sjálfsmynd lista- manna værl veik um þessar niundir, þeir hefðu misst sjón- ar á erindi sínu og væru hætt- ir að taka virkan þátt í al- rnennri þjóðmálaumræðu, sem ef til vill drægi úr trúverðug- leika þeirra. Við Veru segir Þór- hildur að hún hafi gaman að því að bera- saman stöðu kvenna og listamanna. „Til þess að geta komið er- fndi þínu á framfæri þarftu að hafa trú á þvi - og þú þarft að hafa þá trú að aðrir trúi að þú eigir erindi. Þegar við vorum að stofna Kvennalistann var um- raeðan glóandi og okkur fannst erindi okkar svo brýnt. Við vor- um aiitaf að uppgötva eitthvað. Við vorum allt í einu sterkar °g styrktum hver aðra. Þá var gaman. Mér fannst þá oft að það væri hægt að skipta orðinu „kona” út á móti orðinu „lista- niaður”. Við vorum alltaf að tala um að konur þyrftu að vera stefnumótandi afl, að við þyrftum að hafa áhrif og breyta ýmsu. Þessa umræðu gekk maður líka oft í gegnum í hópi listamanna hér áður fýrr - en ekki lengur. Og nú heyrist hún ekki lengur meðal kvenna. Engin okkar vill gefast upp, því erindi okkar er enn- þá biýnt, en allar finnum við að glóðina vantar. Hvað var það sem drap þessa glóð? Hvaða aðstæður verða að vera fýrir hendi til þess að glóðin blossi upp, spyr Þórhildur og heldur áfram: „íslenskir listamenn hafa ekki árum saman verið aflvaki umræðu. Fólk ræðir ekki það sem þeir eru að fást við. Á þetta erindisleysi listamanna sér einhverjar skýringar? Er búið að skáka þeim út í horn samfélagsins sem afætum, sem af má hafa stundargam- an? Og listamennirnir ganga svo sem ágætlega inn í það hlutverk. Ungir leikarar eru til dæmis mjög þægir og meðfæri- legir. Ég verð ekki vör við að þeir ætli sér að breyta miklu. Ég sá í Litrófi í vetur viðtöl við leiklistarskólanema sem sögð- ust „læra svo mikið um sjálfa sig í skólanum” og hafa komið í skólann „til að kynnast sjálf- um sér“. Þvílíkt bull! Það er ekki þetta sem listin snýst um.” Þórhildur er ómyrk í máli þeg- ar hún ræðir erindisleysi lista- manna við samtímann. Það sama er uppi á teningnum í bókmenntum, fxnnst henni. Bækur sem skrifaðar eru á ís- landi í dag eru „skopparagjarð- arbókmenntir” finnst henni, með fáeinum undantekning- um þó. Undantekningarnar eru einkum bækur kvenrithöf- unda, segir hún og nefnir til dæmis Svövu Jakobsdóttur og Steinunni Sigurðardóttur. TÓMARÚM Það eru erfiðir tímar — kreppa og atvinnuleysi. Oft er talið að efnahagskreppa hafi örvandi áhrif á listsköpun. „Kannski verður fólk meðvit- aðra um andleg gildi á kreppu- tímum”, segir Þórhildur. „Kannski fáum við brýnni bók- menntir. Kannski er nafla- skoðunin og sáfgreiningin vel- ferðareinkenni. En áherslan á eigin persónu helst í hendur við guðleysi nútímans. Við- fangsefni fistarinnar er ekki lengur einhver óskilgreind Paradís, heidur manneskjan hér og nú. Guðdómurinn hefur verið fluttur inn í velferðar- kerfið. Þegar fátt er um við- fangsefni snúum við okkur að því að bæta tryggingarkerfið. Maður íinnur ekki mikið fyrir glóðinni um þessar mundir, en ég held að tímar mikilla breyt- inga fari í hönd. Það hefur skapast hugmyndafræðilegt tómarúm við fall austursins og afgreiðslu hugmyndaátaka austurs og vesturs. Hvað ger- ist svo? Eigum við öll að gleypa eina hugmynd hráa? Eigum við öll að aðhyllast markaðs- hyggjuna? Það virðist vera orð- in viðtekin skoðun að öriög okkar og líf ráðist af hagfræð- inni og hinn fijálsi markaður sé grundvöllur tilveru mann- kyns. Við lítum meira til þeirra sem fjalla um efnahagsmál um lausnir en til andans manna. Þá verður menningin horn- reka. En þetta hugmyndafræði- lega tómarúm hlýtur að verða fyllt nú þegar fer saman ein- hvers konar kreppa í þessum dýrðarríkjum markaðarins í vestri og fall andstæðunnar í austri. Þá er kannski komið veður til að skapa. Og ég ætla að vona að bæði karlar og kon- ur mæti þá til leiks!“ □ BÁ LJósmyndlr: Krlstín Bogadóttir SUND HEILSUNNAR VEGNA IÞROTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ REYKJAVÍKUR m 25

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.