Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 35
væri einn af fínustu stöðum
bæjarins hlyti að vera gert ráð
fyrir jurtaætum. Svo var ekki.
A matseðlinum var fjöldi rétta,
en enginn án holds af dýrum.
Ég spurði þjóninn hvort eitt-
hvað væri til fyrir mig — ég
væri jurtaæta. Hann var hinn
hressasti og sagði að kokkur-
inn hefði einhvern tíma búið
tii einstaklega glæsilegan rétt
— fyllta tómata og fylita
sveppi. Ég spurði með hverju
tómatarnir hefðu verið fylltir.
Uppistaðan var gráðostur og
einhveijar fleiri feitar mjólk-
urvörur. Ég vildi þá gjarnan fá
eitthvað annað. Þjónninn fór.
Þegar hann kom aftur sagði
hann mér að þvi miður væri
ekki hægt að búa það til sem
hann hafði boðið áðan. Það
þyrfti fyrirvara, en ég gæti
fengið soðið eða steikt græn-
meti. Ég ákvað að berjast ekki
iengur en bað um bæði soðið
og steikt grænmeti. Þjónninn
sagði að auðvitað fengi ég líka
saiat.
Það sem ég fékk var nánast
sama grænmetið ýmist hrátt,
soðið eða steikt. Salatið var á
einum diski, en á hinum voru
u.þ.b. tvær matskeiðar af
steiktu grænmeti, þrjár litiar
guirætur, glerharðar en samt
ekki hráar, fjórar hálfar belg-
baunir, þijár örlitlar greinar af
brokkolí og sex sveppir. Fýrir
utan að þetta var ekki gott —
steikta grænmetið var bragð-
laust en löðrandi í feiti — var
þetta svo lítið að það gat á
engan hátt satt hungur mitt.
Ég bað um brauð og bakaða
kartöflu. Brauðið fékk ég og
soðnar kartöflur. Þegar þjónn-
fnn sá að mér þótti naumt
skammtað bauð hann mér
ábót og ég þáði hana.
Kvöldið varð ánægjulegt
þótt ég fengi ekki eins góðan
mat fyrir minn smekk og vin-
kona mín fyrir sinn smekk.
Við bárum saman þá þjónustu sem minnihluta-
hópar fá á veitingastöðum. Vinkona mín notar
ekki vín. Hún gat valið úr nokkrum tegundum ó-
áfengra fordrykkja og fengið óáfeng borðvín með
matnum.
RAUNIR JURTAÆTUNNAR
Ég hef rætt raunir mínar sem jurtaætu á ís-
ienskum veitingahúsum við ýmsa og fæ misjöfn
viðbrögð. Sumir skilja ekki hvað ég er að tala um
— fæst ekki alls staðar salat? Fólk gerir sér ekki
grein fyrir því að salat er ekki meiri matur fyrir
grænmetisætu en kjöt- og fiskætu. Aðrir benda
mér á að við, þessar örfáu grasætur, getum ekki
ætlast tii að það séu alls staðar til baunir í bleyti
ef okkur þóknaðist að reka inn nefíð. Sumir
skiija ails ekki hvað grænmetisfæði er. Ýmsar
„grænmetisuppskriftir” frá Osta- og smjörsöl-
unni innihalda t.d. skinku eða beikon. Frænka
mín pantaði eitt sinn grænmetisböku á veitinga-
stað. Þar sem hún er tortryggna týpan spurði
hún hvort nokkuð kjöt væri í bökunni. Nei, var
svarið, en þegar hún fór að borða blöstu skinku-
bitarnir við. Hún kallaði í þjónustustúlkuna og
sagðist hafa verið fullvissuð um að það væri ekk-
ert kjöt í réttinum. Það er ekkert kjöt, var svarið
sem hún fékk, það er skinka!
Á NÆSTU GRÖSUM
Mér er ljúft að geta þess að í Reykjavík er einn
veitingastaður sem sérhæfir síg í réttum úr
jurtaríkinu. Sá staður er svo góður að ég fulfyrði
að hann er með þeim bestu á heimsmælikvarða.
Þetta er veitingastaðurinn Á næstu grösum. Sá
er hins vegar hængurinn á að hann er ekki op-
inn um heigar og hefur ekki vinveitingaleyfí og
hvort tveggja takmarkar hann mjög.
En eiga allir veitingastaðir að gera ráð fyrir
jurtaætum? Þeirri spurningu ætla ég að láta
ykkur eftir að svara, lesendur góðir. Stundum
fínnst mér það — þegar mér hentar að fara fínt
út að borða. En það er sjaldan. Því ráða bæði
fjárráð mín og sú staðreynd að á veitingastaði er
lítið að sækja. Ég bý tii miklu betri mat heima
hjá mér. □
Jórunn Sörensen kennir við Fjölbrautaskólann í Ármúla
og er formaður Sambands dýraverndunarfélaga ís-
lands.
Ljósm. Sóla
Matreiðsla: Gunnar Póll Gunnarsson, eldaði samkvœmt lýslngum í
grelnlnnl.
EGGALDINRÉTTUR
Þessum hugleiðingum fylgir
uppskrift af viðhafnargræn-
metisréttl úr eldhúsi Jórunnar
Sörensen.
1/2 kg kartöflur
1/2 kg eggaldin
1 laukur
4 tómatar, nýir eða niðursoðnir
1 1/2 dl olía
50 g smjör (má nota oliu í
staðinn)
2 msk heilhveiti
1 1/2 dl mjólk (eða vatn ef fólk
notar ekki mjólkurafurðir)
1 eða fleiri hvítlauksrif
1/2 tsk basil
1/2 tsk bergmynta (oregano)
salt og pipar
3 tsk rifinn parmesanostur
(má sleppa)
3 msk granóla eða rasp
Skerið eggaldin í sneiðar og strá-
ið salti á þær báðum megin.
Skerið kartöflurnar í stóra ten-
inga og sjóðið í u.þ.b. 10 mínút-
ur, þar til þær eru meyrar. Hellið
soðinu af og geymið 3 dl af þvi.
Þurrkið eggaldinsneiðarnar vel
og skerið í teninga. Brytjið lauk
og tómata. Steikið eggaldinten-
ingana i olíu þar til þeir hafa tek-
ið lit og eru orðnir meyrir.
Bræðið helminginn af smjör-
inu og léttsteikið laukinn. Setjið
tómatana út í, hrærið heilhveitið
i og látið sjóða í eina mínútu.
Bætið kartöflusoðinu, mjólkinni,
pressuðum hvitlauknum og
kryddinu við. Látið malla i 15
mínútur.
Setjið kartöflur og eggaldin í
eldfast mót. Hellið tómatsósunni
yfir. Blandið saman granóla og
parmesanosti og stráið yfir rétt-
inn. Dreifið afganginum af
smjörinu yfír. Bakið í ofni við
200 gráður í 20 mínútur. Gott er
að strá hakkaðri steinselju yfir.
K^matQole Kymex^ote K^mex^ote K^mex^*ote K^mex^ote K^mexQote KymexHote
w/
404 012
LÍTIL LOSUN MENGUNAREFNA
VIÐ FRAMLEIÐSLU
Prentað á umhverfisvænan
ÓLAFUR
ÞORSTEINSSON & Co HF. *
VATNAGARÐAR 4, PÓSTHÓLF 551,121 REYKJAVÍK, SÍMI (91) 6 88 200, FAX (91) 6 89 925