Vera - 01.07.1994, Side 3

Vera - 01.07.1994, Side 3
<2 E AÐ EIGA SYSTUR Systir, sem þú eignaðist aldrei, er ekki neitt. Sem þú átt og er þér nátengd. Einhver sem þú valdir ekki eins og aðra félaga en fylgir þér samt, kannski alveg á leiðarenda. Hún er einhver sem þú hefðir ef til vill getað orðið, því í henni búa sömu gen. Einhver sem þekkir þig betur en nokkur annar og veit hvernig þú bregst við þegar á reynir. Hún er eins, og þó, þær eru líkar útlits, enda alltaf verið að rugla þeim saman. Og fólk dregur ályktanir, því margt er líkt með skyldum. En þær eru fimm ólíkar persónur. Þegar þær voru litlar voru þær næstum alltaf sarnan og í sínum kvenlega meirihluta drottnuðu þær á heimilinu. Það sagði að minnsta kosti eldri bróðirinn og pabbinn vonaðisl eftir syni í annað hvert skipti sem ný dóttir leit dagsins ljós. Eins klæddar, þær yngri í fötunum af þeim eldri, sem pössuðu og fóru snemma að bera ábyrgð. Voru ávarpaðar sem hópur, pakki sem ég tilheyrði, besti félagsskapur í heimi þegar maður var ekki of lítill til að fá að vera með. Þær sem þekktu mömmu og pabba jafn vel og ég, ekki bara góðu hliðarnar. Mamma glöð og best allra í heimi, mamma þreytt og illa upplögð. Minning- arnar, gömlu draugarnir og mynd- irnar í fjölskyldualbúminu, svart hvítar og snjáðar. Þær eigum við saman. Afbrýðisemi, en ekki mikil. Það var aldrei talað um það. Er pabbi betri við hana en mig? Fær hún að vera oftar ein með mömmu en ég eða gistir hún oftar hjá ömmu? Félagi sem deildi flestu með mér en gaf á móti af sjálfri sér og stóð með mér gegn foreldrunum ef á þurfti að halda. A unglingsárunum urðu þær skotnar í sömu strákunum og sömu strákarnir urðu skotnir í þeim, þó sjaldnast væri það gagnkvæmt. Ég varð líka gelgjuleg eins og þær og fékk góð ráð, innrætingu. Sumt var sko smart og annað var alls ekki smart. Umhyggjusemin breytist ekkert með tímanum. Ég verð alltaf litla systir þó svo við fáum allar pláss á elliheimili. Eða dveljum saman á sólarströndu og fáum ellistyrkinn sendan inn á bankareikning úti. Hvaða leið sem ég vel á ég vináttu þeirra vísa. Stuðningur og samhjálp. A stórum stundum þegar áfanga er náð, við fæðingar, giftingar, afmæli. A erfiðum stundum, við veikindi, dauðsföll og hjónaskilnaði. Og líka þegar ekkert gerist get ég blandað geði mínu við þeirra. Sagan, reynslan, tengir órjúfanlegum böndum. Tilvist allra er grein af sama meiði, sama ástin kom okkur í heiminn. Systirin er eins og spegilmynd. Þegar ég var barn horfði ég á stóru systur breytast í konu og sá sjálfa mig í hillingum. í þeirri stuttklipptu sé ég sjálfa mig með nýtt útlit. Börnin mín eru lík þeirra börnum. Nú er ég farin að sjá sjálfa mig eldast og hrörna í þeim eldri. I augum systra minna er rnargt sem líka má sjá í mínum. Ber er hver að baki nema sér systur eigi. n Vala S. Valdimarsdóttir Skrifstofustýra Veru BLS. 1— Hið íslenska kvenfélag 6 Sveitarstjórnarkosningar 9 ö} Mikill sigur fyrir Kvennalistann 16 Lýóveldió frá sjónarhóli kvenna 24 w—m Kvennakrimmar 27 IL Skammarleg og öryggislaus tilvera 30 >- Tengslanetiö Köngullóin 32 Aö skrifa meö myndavélinni 33 Veganesti í íslenskri náttúru 37 z X til frelsis 40 Kjara- og velferöarmál 42 u. Mæöur og dætur 45 Ul Plús og mínus 47

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.