Vera - 01.07.1994, Síða 27

Vera - 01.07.1994, Síða 27
KVENNAKRIMMAR sögur eftir konur um konur sem upplýsa sakamál Hvernig byrjaði það? „Mánudagsmorgunn. Ég opna ísskápinn. Þar er mjög lítið til eftir helgina. Hálf dós af kattarmat sem kisu finnst vondur, ost- biti og svo eitthvað sem er svo gamalt að það hefur breyst í hlut sem lítur út eins og „out of space“. Ég leita að diski í vaskinum, skola hann og set ostinn á hann. Ég heiti Lone, er dönsk, 43 ára, á kött og Skoda. Af hverju er ég ekki ánægð? Það vantar eitthvað í líf mitt. Allt í einu man ég eftir því að Gyða sagði mér að hún hefði lesið í Degi að Guðný Gerður læsi kvennakrimma eins og við. Ég var líka búin að frétta úti í bæ að Valgerð- ur og Lína ættu l'ullt af svona bókum. STOFNUM BÓKAKLÚBB. Það er það sem vantar í líf mitt til að gera það fullkomið. Ég hendi ostinum í ruslið, diskinum aftur í vaskinn og gríp gallabuxur og hreinan bol. Ó nei!! Allt í einu man ég eftir því að ég er á Islandi, nálægt norður- pólnum og ég klæði mig í ullarfötin og úlpuna. Ég spái í það hvort ég eigi að taka með mitt besta vopn, dönsk-íslensku orðabókina þegar ég tala við þessar góðu konur. Orðabókin er stór og þung. Hún er góð að líta í ef ég man ekki hvað orðin heita á íslensku og hún er lika góð til að slá þá á hausinn sem fatta ekki strax hversu góð hugmynd mín er. Æ nei, ég læt hana vera heima, þetta eru svo skynsamar konur sem hljóta strax að skilja að þetta er hugmynd aldarinnar. Skódinn fer aldrei þessu vant í gang í fyrstu tilraun og ég legg af stað. Nú verður sko gaman.“ Það byrjaði kannski ekki alveg svona, en þó varð hug- myndin að veruleika. Við erum nokkrar konur norður á Akureyri sem uppgötvuðum að við eigum það sameigin- legt að hafa gaman af því að lesa kvennakrimma. Við höf- um hist reglulega í vetur, drekkum te og spjöllum um sög- umar og lánum hver annarri bækur. Þegar við leggjum saman eigum við töluvert af þeim og svo bætast stöðugt nýjar við, því eitt af því sem við gerum er að leita uppi og útvega okkur nýjar bækur eftir nýja höfunda. Hvernig bækur eru þetta? Sakamálasögur hafa lengi verið vinsælt lesefni og allir kannast við hetjur á borð við Sherlock Holmes og Hercule Poiroit. En það sem er sérstakt við „okkar“ sögur er að þær era allar skrifaðar af konurn og það eru konur sem era uppljóstrararnir eða spæjaramir. Sara Paretsky er talin einna fremst þeirra kvenna sem skrifa bækur um konur sent upplýsa sakamál. Hún rit- stýrði bókinni Private Eye sem er safn smásagna af þessu tagi. I formála bendir hún á hvemig kvenhöfundar saka- málasagna hafa átt við sarna vanda að glíma og aðrar listakonur: Að eiga erfitt með að hlusta eftir sinni innri rödd og taka hana alvarlega. Vandamálið sem Virginia Woolf benti konum svo vel á. Úr penna kvenkyns höf- unda sakamálasagna hafa í áraraðir fyrst og fremst komið karlkyns hetjur. Það er þó ekkert nýtt að konur fáist við að leysa saka- mál. Frá því um 1860 og fram í byrjun þessarar aldar

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.