Vera - 01.07.1994, Síða 28

Vera - 01.07.1994, Síða 28
komu fram á sjónarsviðið a.m.k. tuttugu kvenuppljóstrarar og hugtakið „lady detective" varð til. Margar þeirra voru drifnar áfram af áhuga á að hreinsa nafn eiginmanns eða elskhuga. Sú gerð sem við þekkjum best eru gamlar pip- arjómfrúr, sem forvitnin rekur áfram og þær reynast oft skjóta háttsettum lögreglumönnum ref fyrir rass við að upp- lýsa flókin og erfið sakamál. Þessar konur voru engin ógnun við karlímynd þessara sagna. Nægir þar að minnast hinnar ógleymanlegu Miss Marple. Einnig er rétt að riija upp að höfundurinn Agatha Christie var barn síns tíma og skil- greindi sjálfa sig íyrst og fremst sem eiginkonu og síðan sem rithöfund þrátt fyrir að höfundarlaun hennar næmu yfír milljón punda á ári við andlát hennar. Hin staðlaða kvenímynd sakamálasagnanna Það eru nú um 60 ár síðan Dorothy Sayers töfraði Harriet Vane fram úr penna sínum og síðan hafa sífellt nýjar per- sónur af hennar tagi komið fram á sjónarsviðið. En hvernig er hinn dæmigerði kvenuppljóstrari? Sumar þeirra eru menntaðar sem lögfræðingar, aðrar eru fyrrverandi löggur eða hafa starfað sem öryggisverðir en starfa nú sem einka- spæjarar. Enn aðrar eru blaðamenn, háskólakennarar eða jafnvel læknar sem einhverra hluta vegna blandast inn í sakamál. Þessar konur vinna yfírleitt sjálfstætt, þær eiga oft blaðamenn eða lögreglumenn að vinum og þannig komast þær yfír gagnlegar upplýsingar. Þær eru duglegar aó nýta sér alls konar gögn sem þær beita oft brögðum til að komast yfír, liggi þau ekki á lausu. Þessar konur halda fast í sjálfstæði sitt, þær eru yfirleitt ógiftar eða fráskildar, barnlausar og án skuldbindinga við annað fólk. Ekki verður mikið vart við ættingja, stundum bregður þó fyrir gömlum vinum en oft er eins og gamall granni sé sá sem stendur þeim næst. Þær eiga þó e.t.v. móð- ur og systkini, en þau eru þó yfirleitt í mörg þúsund kíló- metra ljarlægð. Einstöku sinnum eiga þær hund, en þá jafn- vel í félagi við aðra, því ekki er á að stóla að þær geti gefíð hundi að éta eða viðrað hann þegar annimar kalla. Þá eru þær horfnar á brott og sinna engu öðru en kreijandi verkefni sínu. Ein þeirra, Kinsey Millhone, gengur meira að segja HÖFUNDARNIR OG HETJURNAR Linda Barnes - Carlotta Carlyle Carlotta er fyrrverandi lögga, nú einkaspæjari í Boston, en ekur leigubíl í hjáverkum og notar það starf sem yfirskin við snuðrið. Hún hefur aðgang að lögreglunni i gegnum fyrrum yfirmann sinn og vin. Hún á gamalt hús sem hún erfði eftir frænku sína og syngur „blues“ þegar hún er einmana. Meg O'Brian - Jessica James Jessica James er rannsóknarblaðakona í Rochester í New York fylki. Hún er um þrítugt, einhleyp, peningalaus, á gamlan bíl og er alveg sama um húsverkin. Hún á vin sem er lögga. Hún er ekki mjög vinsæl í vinnunni, hringir oft og meldar sig „hressa“ og mæt- ir þess vegna ekki þann daginn. Hún er þrjósk og vill gera alla hluti sjálf, drekkur allt of mikið, en i seinni bókum hefur hún farið í á- fengismeðferð og er að berjast við að halda sér þurri. Elskhugi Jessicu er mafíuboss sem vill endilega fá hana í vinnu fyrir sig, en hún vill ekki missa sjálfstæði sitt og afþakkar. Hún á líka aðra vini úr undirheimunum, en þrír strákar í hverfinu hafa tekið að sér að vernda hana og hjálpa henni í málum sem hún flækist inn í. Patricia Cornwell - Kay Scarpetta Dr. Kay Scarpetta las læknisfræði og síðan lögfræði og starfar nú sem réttaryfírlæknir í Richmond, Virginia. I starfí sínu tekur hún beinan þátt í rannsókn morðmála og fer oft að ystu mörkum starfs- sviðs síns til að leysa gátuna. Kay er fráskilin og býr ein en hefur ráðskonu. Hún hefur lítið samband við ijölskyldu sína að systur- dóttur sinni undanskilinni og er vinafá. Gamall kærasti ífá skólaár- unum skýtur þó upp kollinum öðru hverju og Ijóslega lifír enn í gömlum glæðum. Amanda Cross - Kate Fansler Kate er prófessor í bókmenntum við háskóla í New York borg. Hún leiðist út í spæjarastörfín þegar samstarfskona hennar er ásökuð um morð og eftir það er eins og þau elti hana uppi. Inn í sögumar flétt- ast barátta hennar og annarra kvenkennara við karlveldið í háskól- anum, og morðin eru iðulega framin í því umhverfí. í bókunum er mikið um bókmenntafræðilegar skírskotanir, eins og titill einnar þeirra The James Joyce murder gefur til kynna. Kate er ógift í fyrstu bókunum en í einni sögunni fellst hún á að giftast Reed lög- fræðingi, en þó ekki fyrr en eftir töluverðar vangaveltur og samn- ing um að fá að halda sjálfstæði sínu í hjónabandinu. Sue Grafton - Kinsey Millhone Kinsey er fyrrverandi lögga, nú löggiltur einkaspæjari í Santa Ter- esa, 95 mílur fyrir norðan Los Angeles. Hún vinnur sjálfstætt og er með skrifstofu hjá tryggingafélagi sem veitir henni töluvert af verkcfnum sem snúast um tryggingasvik. Kinsey er skemmtileg týpa, auðvitað einfari, með óendanlcga sjálfstæðisþörf en síblönk og alltaf í vandræðum með að borga reikninga. Frásagnarstíll höf- undar er óvenju beinskeyttur og hlutlægur, fullur af dagsetningum og tölulegum lýsingum. Karen Kijewski - Kat Colorado Kat er fyrrverandi barþjónn, nú einkaspæjari í Sacramento í Kali- forníu. Einhleyp en á að vini löggu frá Las Vegas. Hún á lítið ein- býlishús og býr þar með áströlskum íjárhundi og ketti. Hún hefur drepið mann í sjálfsvörn og það veldur henni erfíðlcikum sem hún neitar að leita hjálpar við. Utan kærastans virðist hún ekki vina- mörg, það er helst að fyrir bregði vinkonunni Charity.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.