Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 27

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 27
brauðmeti því aðstaðan býður ekki upp á annað. Nú sér Svæðisskrifstofa Reykjaness okkur fyrir aðstoðarmanneskjum sem við Ásdís urðum ásáttar um að yrðu konur - að vísu hafði Ásdís ekkert á móti því að fá karl- mann til aðstoðar! Við fengum að hafa hönd í bagga með ráðningu aðstoðarfólksins en komi hinsvegar í Ijós að okkur líki ekki við manneskjuna eða við á einhvem hátt ósáttar við hana, fáum viö ekkert að gert. Þama finnst mér Svæðisskrifstofa vera að ráðskast með líf okkar. Þetta er jú okkar heimili sem þær em að valsa um og okkar líf sem um ræöir!" ef ég þarf að nota þjónustuna um helgar þarf ég að vera búin að panta hana á föstu- degi. Af þessu tilefni fór ég til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra meö bréf sem ég afhenti henni, þar sem ég læt í Ijós óánægju mína með Ferðaþjónustu fatlaðra og vil að hún sé bætt. Ingibjörg sagðisttaka það til athugunar - þetta var í apríl eða maí en ég hef ekkert heyrt um þetta mál ennþá." Magga er greinilega ákveðin og liggur ekki á skoðunum sínum, hún fórt.d. síðast- liðinn vetur til aðstoðarmanns félagsmála- ráðherra til að kvarta yfir of fáum stöðugild- um sem þær Ásdís fá að hafa. „Einnig er ég ósátt við að fá ekki liðs- mann til að hafa með mér í tómstundum en á meðan ég bjó í Reykjavík var ég með liðs- mann ákveðna tíma í mánuði, en sú aðstoð féll niður þegar ég fluttist á Seltjarnarnesið en þetta stendur víst til bóta. Eitt finnst mér vera stór galli og mál sem Svæðisskrifstofa verður aö taka á en það er að aðstoöar- manneskjurnar skuli ekki fá matarpeninga svo að þær geti borðaö með okkur. Ég hef ekki efni á að hafa þær í mat á hverjum degi en mér finnst sorglegt að þær þurfi að elda ofan í okkur góöan mat og gefa okkur að borða en þurfi svo sjálfar aö hafa með sér Hugmyndafræðin bak við íbúöimar í Tjarnar- ^ýri er sú að þeir einstaklingar sem þar búa lifi Sern „eölilegustu" lífi og að aðstoðarmanneskj- Urnarséu sem „ósýnilegastar". Aðstaðan sem aöstoðarmanneskjurnar hafa er þvl lítil sem engin enda ekki gert ráö fyrir henni I uþphafi. Tekinn var smáhiuti af Ásdísar Ibúð og útbúin kornpa vart meira en fjórir til fimm fermetrar - ®nda rúmast þar ekki meira en einn hæginda- stóll, pínulítið skrifborð og stóll. Stærsti gallinn er þó að engin salemisaðstaða er fýrir aðstoð- armanneskjumar og þurfa þær því alltaf að ónáða Ásdísi og Möggu og fer þvl einkallf þeirra fyrir lítiö oft á tlðum. Nóg aö gerast í lífi mínu Magga hefur líka ákveöna skoðun á þeim sem stunda heimahjúkrun, finnst þær vera „rútíneraðar" og meöhöndli sig eins og vél- menni. „Fólk sem vinnur við heilsugæslustörf verður að hugsa um þarfir viðkomandi ein- staklings en ekki sínar eigin!" - segir hún. „Síðasta vetur var ég I Menntaskólanum við Hamrahlíð en hætti eftir áramót því flutn- ingarnir og veikindi pabba höfðu það mikil áhrif á líf mitt að ég gat ekki einbeitt mér að náminu. í haust ætla ég kannski að fara I Iðnskólann I tækniteiknun eða I MH og þá halda áfram á félagsfræðibraut sálfræði- llnu. í sumar er ég I unglingavinnunni hjá Seltjarnarnessbæ - fjóra tíma á dag, en þar sem skattkortið mitt er hjá Tryggingastofnun fæ ég ansi lítið útborgað. Um framtíðina hef ég lítið hugsað enda nóg að gerast I llfi mínu I dag, ég er nýkomin með kærasta sem heit- ir ívar og er hann einnig I hjólastól. Það er því ansi þröngt hérna þegar hann er I heim- sókn enda erum við alltaf að keyra á hvort annað. Það kæmi aldrei til greina að hann flytti inn vegna plássleysis og möguleikinn á að fá stærri íbúð ef að við vildum fara að búa saman er stjarnfræðilegur! Hugsa ekki einu sinni um það enn sem komiö er.“ Stuttu eftir viðtalið við Möggu hafði ég samband við hana og var hún þá búin að fá inngöngu I Iðnskólann - hún sagðist vera him- inlifandi en kviði samt fyrir prófum sem hún þyrfti aö taka um áramótin og segðu til um hvort hún kæmist I tækniteiknunardeildina, það kæmust einungis tuttugu manns inn! Einnig kom I Ijós þegar ég talaði við hana aö búið var að ráða bót á matarmálum aðstoðar- fólksins og fannst henni það mikill léttir. Það virðist því allt vera á réttri leiö hjá þeim stöll- um I Tjamarmýri en það besta væri ef að augu almennings opnuðust gagnvart fötluðum og að við hleyptum þeim af alhug inn I þjóöfélag okkar - ekki bara hálfum huga! Af hverju ég Af hverju er ég fötluð því get ég ekki gengið eins og flestir. Hvers vegna get ég ekki talaö eins skýrt og flestir. Jú ég veit af hverju ég get ekki gert allt eins og flest hin. Hlutverk mitt hér í þessu lífi er að kenna ykkur hinum það að vera fötluð er ekkert hræðilegt. Margrét Edda 1995 sjálfst tt líf

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.