Vera - 01.09.1995, Síða 29

Vera - 01.09.1995, Síða 29
R E I Ð E N D A erfiðleikum og á atvinnuleysi ekki svo lítinn þátt í því. Slíkur greiðandi hefur þó fullan hug á að jafna skuldina þegar úr rætist, og gerir það oft- ast. Sá hópur sem kalla má langtímaskuldara er öllu erfiðari viðfangs. Þetta er sá hópur sem stendur illa ef nokkuð í skilum, og einstaka menn greiða aldrei krónu T meðlag. Skipta má þessum hópi í undirhópa. Þarna má finna óreglu- menn sem stunda stopula vinnu og lenda í margvíslegu lífsins harki. Sumir þeirra eru heið- arlegir, aðrir ekki eins og gengur. Þama er einnig að finna öryrkja með örorkubætur sem ekki eru til skiptanna. Þeir sem afplána fangelsisdóma eru „friðhelgir" ef svo má segja, bæði meðan á afplánun stendur og næstu tvö árin á eftir. Þetta eru hópar með skiljanlegar afsakanir, sem skatt- greiðendur hljóta að þurfa að taka eitthvert tillit til. Þá stendur eftir sá hópur, sem erfiðastur er. Það eru menn sem stunda svarta atvinnustarf- semi og menn sem eiga engar eignir á eigin nafni. Af þeim er illmögulegt að heimta meðlag. í þessum hópi finnast menn með fullar hendur fjár, flotta bíla ogfín hús, jafnvel konur og krakka líka. Ekkert er á þeirra nafni og launaseðilinn út- búa þeir sjálfir. Skuldarar koma óorði á allan hópinn Þótt meðlagsmál eigi sér margar hliðar er þó Ijóst, að flestir meðlagsgreiðendur standa við sínar skyldur og hafa fullan hug á að sjá fyrir börnum sínum. Skuldararnir koma hins vegar óorði á allan hópinn. Slíkt er engan veginn sann- gjarnt og þess vegna ber að varast að tala um meðlagsskuldir með gáleysislegum hætti. í þeirri tiltekt sem félagsmálaráðuneytið stendur fyrir þessa dagana ætti fyrst og fremst að beina sjónum að langtímaskuldurum og margvíslegum aðstæðum þeirra. Leiðin út úrvandanum erekki sú að lækka meðlagið, þvT það getur vart verið hlutverk skattgreiðenda að greiða hluta af fram- færslu barna þeirra manna sem aflögufærir eru. Leiðin út úr vandanum hlýtur að liggja í betri inn- heimtu meðal langtímaskuldaranna, einkum þó þeirra sem vitað er að eru borgunarmenn ogjafn- vel meira en það. Anna á aö sætta sig við að Pétur þarf að borga meðlag enn um sinn og gleðjast yfir því að eiga svo skilvTsan mann. Égtrúi því a.m.k. ekki að Annataki undir þau orð sem ég heyrði um daginn til lausnar málinu: Fellum bara niður meðlögin. Þá er engin skuld lengurtil að býsnastyfir! m£ðlagsraunir

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.