Ritmennt - 01.01.1999, Side 28
VETURLIÐI ÓSKARSSON
RITMENNT
Fáein orð um biblíu-
félög
F k e i n
Ord X,
uin
Uppruna og Utbreidslu
þtirr. i▼ o kðlludu
BibJíu-Fólaga;
Knu piuannahtífn.
1'rcuUil Li< J) o r » 1 r i u I li, IWnjcl,
i 8i5-
Landsbókasafn.
íslendinga í þjónustu sinni, einkum námsmenn, og skrifuðu þeir
upp handrit fyrir hann. Hefur Ásmundur kannski sinnt slíkum
störfum. Hans er þó hvergi getið sem stúdents við Hafnarhá-
skóla, að best verður séð, né heldur sem skrifara í slcrám yfir
handrit í Árnasafni, Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn
eða Landsbókasafni í Reykjavík.
Þriðji bæklingurinn er Fáein Ord um Uppruna og Utbreidslu
þeirra svo kölludu Biblíu-Félaga, prentaður „hiá Þorsteini E.
Rangel" og gefinn út í Kaupmannahöfn 1815. Bæklingurinn er
sextán síður, 16,2X10,3 sm að stærð, prentaður með latínuletri
en eklci gotnesku eins og önnur prentuð rit í safnbindinu. Bæk-
lingurinn er kynning á Biblíufélaginu breska sem stofnað var
1804, ætluð landsmönnum á íslandi. Er saga félagsins rakin og
þeirra landa getið þar sem afsprengi þess hafa staðið að útgáfum
á Biblíunni og Nýja testamentinu. Höfundur er eltki nefndur en
hann var skoski presturinn Ebenezer Henderson (1784-1858).32
Henderson dvaldist á yngri árum langdvölum í Kaupmannahöfn,
fyrst 1805-07 og síðar við nám 1812-14. Enn dvaldist hann þar í
borg 1815-16 og 1818-19. Frá 1831 var hann prófessor í guðfræði
og austurlenskum málum í Lundúnum og varð árið 1840 doktor
í guðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla.33 Árið 1814 stóð hann
fyrir því að Danska biblíufélagið var stofnað að fyrirmynd hins
breska og sama ár tók hann sér ferð á hendur til íslands á vegum
Breska biblíufélagsins. Hann dvaldist hér tvö sumur og einn vet-
ur og seldi og gaf landsmönnum íslenska biblíu (Grútarbiblíuna
svokölluðu) sem prentuð var á kostnað Breska biblíufélagsins.
Um ferðir sínar um ísland skrifaði hann merka bók sem kom út
1818 (þýdd á íslensku 1957). Henderson var mikill málamaður
og predikaði á dönsku eftir ársdvöl í Höfn 1806.34 En þrátt fyrir
dágóða þekkingu á íslenskri tungu hefur Henderson varla skrif-
að „Fáein orð" á íslensku, heldur fengið íslending til að þýða
verkið enda er málfar á því óaðfinnanlegt. Læt ég mér detta í hug
að þýðandinn hafi verið Finnur Magnússon prófessor. Finnur átti
32 Erslew 1843:633, sbr. Halldór Hermannsson 1914:236. Bibliotheca Danica
getur ritsins án höfundarnafns.
33 Sjá Felix Ólafsson 1981 um dvöl Hendersons í Kaupmannahöfn og fræðistörf
hans.
34 Felix Ólafsson 1981:67.
24