Ritmennt - 01.01.1999, Side 45
RITMENNT
ÞORGEIR í LUNDINUM GÓÐA
Reykjavíkurdeildar yfirleitt á bandi Finns
og Rafns svo að samskipti deildanna urðu
stirð. Magnús Stephensen gerði sér enga
tæpitungu þegar hann greindi Finni frá af-
stöðu sinni til hinna nýju valdhafa í Hafnar-
deild í bréfi 26. ágúst 1831:
Að íslands vísindum, heiðri eða heill þó lítið þar-
við framfari finna allir vel og ærlega sinnaðir. Og
nú situr hjassinn og kálfsheilinn Þorgeir í forsæti
Bókmenntafélagsins, undir leiðsögu Fúsa Eiríks-
sonar [Vigfúsar Erichsens] og unglingsins Bald-
vins, og gleðst eg yfir elclci lengur að hafa þá van-
virðu, sem hver ærlegur íslendingur má finna, að
teljast félagi svo lagaðs og stýrðs félags, en hafa í
tírna sagt mig úr því, áður en ykkar Rasks heið-
urlega 15 ára stjórn varð við þvílíkt val svo
skammarlega óvirt.30
í bréfi frá Finni til Bjarna Þorsteinssonar 31.
mars 1832 kemur skýrt fram að honum
þótti Þorgeir eltki fræðimannlega vaxinn,
enda hafði stjórn Fornfræðafélagsins tekið
þá ákvörðun vorið áður að hætta við útgáf-
una á Islendinga sögum sem Þorgeir og Þor-
steinn voru byrjaðir á og snúa sér í þess stað
að útgáfu á Grönlands historiske Mindes-
mærker sem Finnur og Rafn höfðu ráðgert
að gefa út. í bréfinu komst Finnur svo að
orði:
Nú í vetur er eg algjörlega sannfærður orðinn um
fullkominn óduganlegleika G[uðmundsen]s til
að leysa kritiskar útgáfur af hendi, með að gegn-
umlesa nokkra staði Landnámu, sem mest við
komu í einhvern máta Grænlendingasögum.31
Þess ber að gæta að þegar Finnur skrifaði
þetta var Raskdeilan að fjara út. Utgáfur
Þorgeirs og Þorsteins hafa jafnan verið
dæmdar lakastar af því sem Fornfræðafélag-
ið gaf út eins og áður getur og í þeim flokki
var Landnámuútgáfan sem Finnur víkur hér
að.
Útgáfur á eigin vegum
Þorgeir hafði fleiri en eitt járn í eldi á stúd-
entsárum sínum þegar litið er til bókaút-
gáfu. Árið 1820 kom út Vejledning til and-
ægtig og forstandig Læsning af det Nye
Testamente eftir Rasrnus Moller. Gunn-
laugur Oddsen, sem þá var orðinn cand.
theol., og guðfræðinemarnir Þorgeir og Þor-
steinn E. Hjalmarsen tóku sér fyrir hendur
að snúa ritinu á íslensku. í bréfi til Bjarna
Þorsteinssonar síðasta apríl 1822 getur Þor-
geir þess að þeir hafi í sameiningu íslenskað
ritið.32 Jens Moller ritaði formála og verkið
kom út í tvennu lagi 1822-23 og hét þá
Leidarvísir til ad lesa hid Nýa Testament
med gudrækni og greind, einkum handa
ólærdum lesurum.
I bréfi til Bjarna Þorsteinssonar 28. sept-
ernber 1823 vék Þorgeir aftur að Leidarvís-
inum og sagði að honum hafi verið allvel
tekið á íslandi, en best á Austurlandi. Nær
öll eintök hafi selst sem þangað fóru og
menn biðji um meira.33
Gunnlaugur Oddsen og Þorgeir létu ekki
staðar numið með því að gefa Leidarvísinn
út. Næsta viðfangsefni var undirbúningur
að nýrri útgáfu á Vídalínspostillu. Enn sem
fyrr veita bréf Þorgeirs til Bjarna Þorsteins-
sonar nokkra vitneskju unr þann vanda er
þeir áttu við að etja. Þorgeir greindi Bjarna
Þorsteinssyni frá hinni fyrirhuguðu útgáfu
og sendi áskrifendalista með bréfi 19. maí
30 Magnús Stephensen. Brjef til Finns Magnússonar,
bls. 99.
31 Hafnarstúdentar skrifa heim, bls. 64-65.
32 Lbs 339 b fol.
33 Sama handrit.
41