Ritmennt - 01.01.1999, Page 90
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
RITMENNT
Póstkort af Beethoven-mynd Waldmúllers, úr safni
Jóns Leifs. Um þetta málverk sagði Jón m.a.:„Vér sjá-
um á þessari mynd persónuleika tónskáldsins, - þrek-
ið og stoltið - og hryggðina, - sem hafa mótað mikið af
hans verkum." [Seinustu verk Beethovens.)
[sic] III og Sonötur Beethovens. Nú hefi eg spilað
eftir hann Sonötur: No. 1, No. 8 (Patetique), No.
9 og er að byrja á No. 14 (Tunglskins). f kvöld
hafði eg seinasta part af Patetique og byrjaði á
No. 14 (Tunglsk.) Eg er nú orðinn svo hneigður
að hljómlistinni, að mér finst engin list jafnfög-
ur.4
Eftir því sem tíminn leið styrktist Jón í
þeim ásetningi sínum að halda áfram píanó-
náminu og stefndi á að ná fyrr eða síðar tök-
um á öllum píanósónötum Beethovens:
Eg er að læra Appasionata Sónötu Beethovens, en
eg fæ ekki nema skímu eina úr henni, í hlutfalli
við það sem ná má með æfingu, leikni og lcunn-
áttu - nátturlega helzt að hafa sitt eigið skap-
lyndi sér til aðstoðar. Síðarmeir mun eg „talca
þær í gegn", allar þessar sónötur, og þá tek eg á
öllu því. sem ee á til - vona eg.5
Engu að síður viðurlcenndi Jón í slcrifum
sínum síðar á ævinni að á unglingsárunum
hafi hann aðeins að litlu leyti gert sér grein
fyrir því hversu stórbrotin píanótónlist
Beethovens væri í raun og veru. Hann
lcomst sjálfur svo að orði að í „barnaslcap
æslcuáranna" hafi hann jafnvel talið Grieg
eitt af stærstu tónslcáldum sögunnar.6 En
áhrifamáttur Beethovens fór vaxandi með
degi hverjum. Þannig slcrifaði Jón t.d. í dag-
bólc sína þann 22. júní 1916 þegar hann
minntist áhrifanna af að slcoða í fyrsta sinn
nóturnar að 9. sinfóníu Beethovens noklcru
áður:
Elclci fæ ég með orðum lýst þeirri hrifning sem ég
varð fyrir. Það var sem sál mín væri lcomin í
Paradís og himneslcur eldur logaði í hjarta mínu
- og svo þegar þetta lcemur: Alle Menschen wer-
den Bruder wo dein sanfter Flugel weilt - þá
langar mig til að láta fallast á knén, fórna hönd-
unum og lofa guð - og þó lcemur slílct elclci oft
fyrir mig. Hvílíkur máttur! Ætli þessi Symphon-
ie gæti eklci gert alla menn að bræðrum?7
4 Dagbók Jóns Leifs, 12. janúar 1915. (Handritadeild
Landsbókasafns, gjöf Þorbjargar Leifs.)
5 Dagbók Jóns Leifs, 15. júlí 1915.
6 Islands kúnstlerische Anregung (Rv.: Islandia Ed-
ition, 1951), bls. 18: „In Ehrfurcht lernte ich etwas
von Beethovens Klaviermusik kennen, das Gigant-
ische ein wenig ahnend, aber doch im Inneren ver-
stándnislos gegen die langen Dreiklang-spielereien,
ohne zu wagen, dies offen zu gestehen. Verwandt
erschien mir nur die Musik Griegs und in jung-
lingshafter Naivitat sah ich einmal in ihm "einen
der grössten Tondichter"".
7 Dagbók Jóns Leifs, 22. júní 1916.
86