Vera - 01.05.1996, Qupperneq 3

Vera - 01.05.1996, Qupperneq 3
m % I f s Ég er mjög heppin. Kynslóðirnar á undan mér hafa borið hitann og þungann af réttindabaráttu kvenna og rutt veginn fyrir mína kynslóð sem hefur notið góðs af. Ég man ekki til þess að kynferði mitt eða líkams- burðir hafi nokkurn tíma staðið í vegi fyrir því sem mig hefur langað að gera enda hef ég heldur ekki sóst eftir því að verða stjómarfor- maður Eimskiþs eða þyggingarverktaki. Ég er líka svo heppin að ég hef yfirleitt getað unnið við það sem mér finnst skemmtilegt en ég vil líka standa og falla með verkum mínum þ.e.a.s ég vil hvorki líða fyrir eða njóta góðs af því að vera kona. Og nú ætla ég að koma að því sem mig lang- ar að ræða, þó ég þori það varla. Málið er nefnilega það að þau skipti sem mér finnst ég hafa verið metin á hæpnum forsendum hafa konur oft átt hlut að máli. Þegar ég fór á Kvennaráðstefnuna í Turku þar sem ég sá um tónlistarútfærslu á kórverki komu til mín konur á eftir og spurðu „Gerðirðu þetta alveg sjálf?" Ef ég hefði verið þarna með prjónadótiö mitt hefði ég aldrei verið spurð að því hvort maðurinn minn hefði hjálpað mér við þetta. Maðurinn minn sem einnig er tónlistarmaður yrði heldur aldrei spurður að því hvort konan hans hefði hjálpað honum með trommurnar. Á síðasta ári samdi ég tónlist við kvikmynd. Þá voru viðbrögðin hjá nokkrum konum „Rosalega ertu hugrökk, ætlarðu að gera þetta alveg ein?“ Ekki misskilja mig, ég veit að þessum konum gekk gott eitt til og voru ekki meðvitað að lýsa á mig vantrausti en þarna var sú staðreynd að ég er kona í fýrsta sæti, í öðru sæti var svo sú staðreynd að ég er tónlistarmaður. Þegar ég vakna á morgnana lít ég ekki í spegilinn og segi „Þú ert kona, stattu þig nú!“ Það bara hreinlega þvælist ekkert fyrir mér. Ég dáist mjög að fötluöum íþrótta- mönnum. Þar er fólk að hoppa yfir mikla og erfiða þröskulda og ná stórkostleg- um árangri. Það hlýtur hins vegar að vera stærsti sigurinn þegar fólk fer að líta fram hjá fötluninni og sjá íþróttamanninn. Kannski finnst sumum þessi saman- þurður ósanngjam en það eru vissar hliöstæður. En mér hefur ekki einungis ver- ið vorkennt fyrir að vera kona heldur á ég tvö börn og það þykir líka mikil hindr- un. Málið er mjög einfalt. Þegar ég er á kafi í vinnu þá vissulega get ég ekki sinnt þörnum mínum eins mikiö og þegar ég á fri auk þess gleymist nú kannski að faðir barnanna minna býr á heimilinu og ég krefst þess að mér sé treyst til þess að fá hann til aö hjálpa mér. Til að draga þessar vangaveltur saman þá er það viss minnimáttarkennd sem sumar konur virðast haldnar og þá líka minnimátt- arkennd fyrir hönd annarra kvenna sem ég vil gagnrýna. Minni kynslóð er stund- um legið á hálsi fyrir það að hafa ekki áhuga á kvenréttindum en kannski getur hún tekið að sér að ógilda þessi viðhorf og reynt að koma því til leiðar að hver manneskja verði metin af sínum verkum og verðleikum. fastir liðir Leiðari 2 Pistill 3 Athafnakonan 4 Frumkvöðullinn 7 Skyndimyndin 9 Álitamál 18 Prufukeyrslan 32 Á netinu 33 Úr síðu Adams 47 þema „Ó, gefðu guð oss meira puð“... 10-16 viðtöl Margrét Pálmadóttir 24 kvennarannsóknir Jenny Jochens 20 kvennapólitíkin Þórunn Sveinbjarnardóttir 31 greinar Forsetakosningar 22 Susan Sarandon 27 Á eigin krafti 28 Afamálið - sifjaspell 34 Kynferðisleg áreitni 37 Ofvirk börn 40 leiklist Móðir, meyja, mella 44 bækur Venus og Mars 40 fnisyfirlit

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.