Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 43

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 43
* A > & Misréttið styrkt Um 25000 manns hafa tekiö þátt í námskeiðum höfundar og hafa að hans sögn 90% þekkt sjálfan sig í lýsingunum samkvæmt upplýsingum í inngangi. Mér sýnist á sumum dæmum sem tekin eru að ýmsir hafi lagt talsvert á sig til þess að samsama sig karl- og kvenkenningum höfund- ar sem ég tel að séu fyrst og fremst byggðar á per- sónulegri reynslu hans og tilraunum hans til að aðlaga sig í sambúð enda lýsir höfundur í for- mála hvernig hans eigið hjónaband og fýrri sam- bönd við konur eru bak- grunnur fýrir kenningar hans. Það sem mér finnst verulega neikvætt er að formaður Heimilis og skóla, Unnur Halldórs- dóttir, segir í umsögn í VERU að í þessari bók hafi foreldrar árangursrík- ar aðferðir til þess að leysa ágreining sem væru þá börnunum veganesti út í lífið. Það veganesti styrkir aðeins það mis- rétti sem ríkir milli kynja á heimilunum og annars staðar í samfélaginu. Af sömu ástæðu finnst mér fráleitt að drengir geti haft gott af þessum boðskap. Eftirmáli Ég hef hugleitt það hvort nokkur ástæða væri til þess að gagnrýna þessa bók, hún er auðvitað ein af mörgum. í sjálfu sér finnst mér varla. En þegar horft er til þess hvaða út- breiðslu hún virðist hafa fengið og hvaöa fólk legg- ur nafn sitt við hana þá get ég ekki orða bundist. Hulda Björg Sigurðardóttir HITAVEITA SUÐURIMESJA HIÓLBARÐAVIÐ C. E R Ð I R VESIURBÆJA R BREKKUSTÍG 36 260 NJARÐVlK SlMI 421 5200

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.