Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 15

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 15
Þaö má segja aö ríkiö hafí í reynd tekiö aö sér aö greiöa niöur laun sem atvinnurekend- ur heföu annars þurft eöa átt aö greiöa. i launþegum á hinum almenna markaði ef rik- isstarfsmönnum tókst með aðgerðum sín- um að tryggja sér kauphækkanir umfram launþega á almenna markaðinum. Uppsveiflan í íslensku efnahagslífi frá strfðslokum, sem meðal annars helgaðist af auknum sjávarafla, hafði í för með sér mikla eftirspurn eftir vinnuafli. Þessi eftir- spurn leiddi til yfirborgana ýmissa launþega- hópa og launaskriðs. Launaskriðinu fylgdu síðan kröfur frá verkalýðshreyfingunni um að taxtar verkalýðsfélaganna, sem tóku mið af rekstrarafkomu sjávarútvegsins, þar með talið fyrirtækja sem verst stóðu, yrðu hækk- aðir til samræmis viö yfirborganirnar. Þegar atvinnurekendur þráuðust við var jafnan gripið til verkfalla og atvinnurekendur neydd- ir til kauphækkanna því að verkalýðsforingj- artöldu vístað launaskriðið benti til þess að i atvinnurekendur gætu vel staðið undir hærri launatöxtum. Næsti leikur í stöðunni var sá að ríkisvaldiö greiþ til einhliða ráðstafana, venjulegastí formi bráðabirgðalaga, til þess að lækka launin. Dæmi um slíkar ráðstafan- ir voru t.d. gengisfelling, lækkun verðbóta á laun, bönn við verkföllum og/eða kjara- samningum eða afskipti af verðlagsmálum til þess aö halda verðhækkunum og þar með launahækkunum í skefjum. Slíkar einhliöa stjómvaldsaðgerðir voru ætíð umdeildar og óvinsælar meðal verkalýðs- hreyfingarinnar og þá oft meðal almennings einnig. Til þess að vega upp á móti óvinsæld- um, sem gjaman fylgdu slíkum aðgerðum, greip ríkisvaldið stundum til mildandi ráðstaf- k ana til að tryggja hag þeirra sem minnst máttu sín og vega upp launatap þeirra. Slíkt útheimti framlög úr rikissjóði. Þá var það einnig nokkuð algengt aö ríkið kæmi að kjarasamningum á hinum almenna markaði og lofaöi einhvers konar „félagsmálapökkum" gegn því að samið yrði um hóflegar kauphækkanir. Þetta var vaxt- arbroddur velferðarkerfisins. Þaö má segja að rikiö hafi í reynd tekið að sér að greiöa niöur laun sem atvinnurekendur hefðu annars þurft eða átt að greiöa. í gegnum tíðina hefur þetta sérstaklega átt við um láglaunahópa, en þró- unin á undanfömum árum hefur verið sú að kjör millistéttarhópa hafa einnig oröiö æ háð- ari tilfærslum innan velferðarkerfisins. Minnkandi þorskgengd, kvótakerfi, af- nám vísitölutryggingar launa, verðtrygging, vaxandi atvinnuleysi, mikil verðbólga, vax- andi kröfur um frjálsræði í viðskiptum eru meöal þeirra atriða sem leiddu til þess að þvinguð kjarastefna vék fýrir samráði meðal aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins. í þjóðarsáttinni 1990 gerðist þaö að forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar samþykktu að takmarka kaupkröfur sínar gegn því aö þeir hefðu meira um mótun efnahagsstefn- unnar að segja. Af fenginni reynslu höfðu þeir komist að þeirri niðurstööu að hefð- bundin verkfallsbarátta myndi ekki skila neinu á samdráttartímum. Því var slegið föstu af hálfu verkalýöshreyfingarinnar að eina leiöin til að tryggja rikjandi kaupmátt væri aö gera rikið ábyrgt fyrir honum. Þjóðar- sáttin var í raun samkomulag verkalýðs- hreyfingarinnar og atvinnurekenda um það að rikið skyldi standa straum af launahækk- unum, enda höföu fyrri aðgerðir rikisvalds- ins í skatta-, peninga- og velferðarmálum leitt til þess að kauphækkanir skiluðu sér takmarkað til launþega. Forsenda þess að ríkisvaldið var tilbúið að ganga inn í kjara- samninga var sú að verkalýðshreyfingin væri sameinuð I kröfugerð sinni. Þvl var slegið föstu að ekki væri hægt að semja um skattatilfærslur og annað sem hefur áhrif á hag allra landsmanna við einungis örfá verkalýðsfélög. Þjóðarsáttarleiöin byggði á fordæmum frá norður Evróþu þar sem samskipti verka- lýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og ríkis- ins hafa lengst af verið með öðrum hætti en á íslandi. Sem dæmi má nefna Svíþjóð, Nor- eg og Austurríki þar sem þessi samskipti einkenndust af sterkum korporatisma allt fram á slöasta áratug. Korporatismi vísar til fýrirkomulags þar sem fulltrúar atvinnurek- enda, launþega og ríkisins koma sér saman um helstu atriði efnahagsstefnunnar, þar með talið launahækkanir, og framfýlgja þeim I sameiningu. Korporatískt fyrirkomu- lag tryggir samráð og stöðugleika og þar sem það tíðkast eru verkföll sjaldgæf. Ein forsenda korporatisma er sú að verkalýðs- hreyfingin sé miöstýrð en ekki klofin I fjöl- mörg sjálfstæð félög eins og raunin er á ís- landi. í nýju frumvarpi sem liggur fyrir á Alþingi þegar þetta er skrifaö, um stéttarfé- lög og vinnudeilur er hins vegar verið að leggja drög að mun miðstýrðari verkalýðs- hreyfingu. Meö því er verið að formgera þjóð- arsáttarleiðina sem fram til þessa hefur byggst á samstilltu átaki verkalýðsfélag- anna fremur en formbundnu fyrirkomulagi. Það er athyglisvert rannsóknarefni að ís- lendingar skuli vera aö leita inn á braut kor- poratisma á sama tíma og hann er á undan- haldi þar sem hann hefur tíðkast. Ein ástæða fyrir undanhaldi korporatisma I löndum eins og Svíþjóð er sú að korporat- ismi þykir ekki tryggja nægjanlegan sveigjan- leika til að bregðast við síbreytilegum mark- aðsaðstæöum. Kjarasamningar sem ná til allra launþega þykja ekki geta komið til móts við þarfir allra fyrirtækja og launþega. Önnur ástæða fyrir undanhaldi korporat- isma er að velferðarkerfið er víðast hvar I kreppu og það er þrýst á um að það sé skor- ið niður. Þegar svo er hefur ríkiö ekki lengur efni á að greiða niður laun og halda uppi mikilli velferö. Hið síðast talda á ekki slður við um ísland en önnur lönd. Það blasir því vissulega ákveðin mótsögn við handhöfum íslenska rikisvaldsins. Ann- ars vegar er þrýstingur frá aöilum vinnu- markaðarins um að rikið taki á sig kostnað- inn við kjarasamninga. Hins vegar setur vaxandi fjárlagahalli rikissjóðs síðan 1984 pressu á rikisvaldið að draga úr rikisútgjöld- um. Ríkisvaldiö hefur brugðist viö þessu með því að taka með annarri hendinni þaö sem þaö hefur gefið með hinni. Síðasta rik- isstjórn og sú sem nú situr hafa einmitt reynt að draga úr fjárlagahallanum meö því að skera niður útgjöld til velferðarkerfisins. Þetta hefur svo aftur leitt til stöðugrar varn- arbaráttu verkalýöshreyfingarinnar. Það er athyglisvert rannsóknarefni að ís- lendingar skuli vera að leita inn á braut kor- poratisma á sama tíma og hann er á undan- haldi þar sem hann hefur tíðkast. Niöurskurður á velferðarkerfinu bitnar ekki síst á afkomu og kjörum kvenna og barna. Það er óhætt að fullyröa aö það er varasamt á þeim tímum sem við nú lifum að fara velferöarkerfisleiöina til aö bæta llfsaf- komu kvenna. Konur ættu fremur að ein- beita sér að kröfum um sanngjörn laun fýrir vinnu sína, laun sem atvinnurekendur greiða. Þaö þarf einnig aö stokka íslenskt atvinnullf þannig upp að viðmiðunarstuðull- inn sé ekki alltaf rekstrargrundvöllur sjávar- útvegsins sem fram til þessa hefurtreyst á ódýrt vinnuafl. íslenskt atvinnulíf veröur aö stefna inn I 21. öldina með það að leiðar- Ijósi að efla nýjar atvinnugreinar og fram- leiðsluaðferðir sem geta staðiö undir mannsæmandi launum. Ein leiö til þess hlýtur að vera að færa sér I nyt markaðinn auk kraftsins og sköpunargáfunnar sem I öllum býr. / p X x • * «« „ o , gefoi í guð oss meira p u o vinn nni

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.