Vera - 01.05.1996, Page 16

Vera - 01.05.1996, Page 16
miKuuiA i í Þanníg hljóðar fyrirsögn á grein sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrifar í blað sitt Kvennablaðið þann 11. apríl árið 1912. Hér segir hún frá verkfalli fiskverk- unarkvenna í Hafnarfiröi og eft- ir því er næst verður komist af heimildum er þetta jafnframt fyrsta verkfall á íslandi. Hvergi hef ég í sögubókum rekist á stafkrók um verkfall þetta, né heldur í öðrum heimildum, hvorki samtímaheimildum né síöari tíma. Svo virðist sem Kvennablaö Bríetar geymi eitt fróðleik um þennan merkisat- burð í lífi íslenskra kvenna svo og íslenskri verkalýðssögu. Vegna skorts á heimildum er rétt aö birta frétt Kvennablaðs- ins orðrétta: „Þau nýmæli uröu hljóðbær fyrstu dagana I marz s.l. aö allar fiskiverk- unarkonur í Hafnarfiröi heföu gert verkfall. Einhver undarleg hending var þaö, aö þetta fyrsta verkfall ís- lenskra kvenna, - jafnvel fyrsta verkfall á ísl. - skyldi byrja sama dag og hið mikla verkfall kolanámu- manna á Englandi. Tildrögin voru þau, aö konur vildu fá hækkað kaup sitt við fisk- verkun. Áður höfðu þær haft 15 aura um kl.st. viö alla fiskvinnu, nema blauta fiskvinnu - þvott? - sem þær hafa haft í »akkordi« eöa fengið 18 aura um tímann fyrir. Óánægian var víst mest út af eft- irvinnulaunum, og sunnudaga- vinnu. Fyrir þetta hvorttveggja fengu þær aö eins 15 aura um kl.st. Þar sem karlm. fengu t.d. 40-50 aura fyrir sunnudagavinnu og s.d. eftir- vinnu. - Og hér í Rvík meira. Þessar konur unnu við fískvask í Keflavík árið 1912, eða á sama tíma og Hafnfírsku konurnar gerðu verkfall, sem eftir því sem næst verður komist er fyrsta verkfall á íslandi. (Myndin er fengin úr bókinni ís- landsdætur, Örn og Örlygur 1991.) Konurnar fóru fram á aö fá 18 aura um kl.st. fyrir hversdagsvinnu, 5 aura hækkun fyrir eftirvinnu frá kl. 7 síöd. til kl. 11, en 10 aura hækkun eftir þann tíma, 30 aura um kl.st. á sunnudögum, og 10 aura viöbót eftir kl. 7 á sunnudagskvöldin. Verktakendurnir hafa ekki viljað slaka til, þótt flestum þeirra hafi þótt kröfurnar sanngjarnar. Hefir að sögn i sérstaklega staöið á einum kaup- manni þar í bænum. Konurnar gengu inn í Verkamanna- fél. Hafnarfjaröar, sem stutt hefir þær meö ráöum og dáö. Jafnvel styrkt þær með peningaframlagi frá sjálfu sér. Það eru aö sögn um 100 konur við fiskvinnu í Hafnarfiröi, og hefir engin þeirra snert á fiskvinnu síöan. Nú í dag, þ. 11. april eru samning- ar komnir á, milli kvennanna og verk- takendanna, meö góðum árangri fyrir konurnar. Kröfur þeirra uppfylltar að mestu eða öllu leyti. Skrýtiö aö verkfalliö í Hf. hefir líka j hætt um líkt leyti, og á Englandi. Samtök og þolgæöi sigra allar þrautir. - Þær hafa farið skynsamlega og hóflega að, því hafa samtök þeirra oröið alstaöar vel þokkuö. Kvbl. samfagnar þeim hjartanlega með úrslitin!" Frétt Bríetar virðist skrifuð á nokk- uð löngu tímabili, eins og e.k. frétta- skeyti sem bætt er við. Eflaust hefur Bríet skrifaö fréttina þannig og bætt viö síðustu málsgreinunum við loka- frágang blaösins. Kvennablaöiö var mánaðarrit í eigu og undir ritstjórn Bri- etar Bjarnhéöinsdóttur á árunum 1895-1919. Auður Styrkársdóttir „ó, gefðu guð oss meira puð“ • • •

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.