Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 6

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 6
ath^fnakorian er vel rekið þá gengur það alveg jafnvel og þau fyrirtæki sem eru merkt „hf". Öll samvinna er af hinu góða en að sjálfsögðu verða að vera ákveðnar húsreglur. Ég ólst upp við það að all- ir hjálpuðust að og þannig hefur það líka verið hjá okkur hjónunum. Við höfum alltaf unnið mikið en við höfðum þann háttinn á að setja strákana okkar efst á listann og vinna svo út frá þeim. Það gekk alltaf vel enda höfðum við mjög góðar barnfóstrur." Þegar Erla opnaði fyrstu verslunina var eig- inmaður hennar, Skúli Jóhannesson, auglýs- ingastjóri Dagblaðsins Vísis. Hann hjálpaði þó til eftir megni í frístundum sínum og níu árum síðar mátu þau stöðuna þannig að honum hlyti að vera óhætt að segja upp stöðu sinni og koma til starfa viö verslunina. Erla og Skúli misstu yngri son sinn, Steinar, í bílslysi fyrir ellefu árum, en hann var þá tuttugu og eins árs. Steinar var rafvirki og vann við það en hann byijaði að vinna í versluninni þegar hann var fjórtán ára gamall og hafði svo gaman af því að hann vann gjarnan með móður sinni á laugardögum. Eldri sonurinn, Vilhjálmur, vinn- ur nú hjá fyrirtækinu. Hann kom þangað frá Kynnisferöum þar sem hann starfaði í mörg ár, en Erla telur mikilvægt að börnin hefji ekki starfsferil sinn í fjölskyldufyrirtækinu heldur læri að vinna annars staöar. Erla sótti menntun sína í skóla lífsins, eins og hún segir sjálf. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla verknáms sem þá var og hét og hélt síðan út á vinnumarkaðinn. Var fyrst hjá Loftleiðum en hætti þar árið sem hún gifti sig og fór að vinna viö plastpokagerö sem rekin var í bílskúr í götunni heima hjá henni. Hún gekk þá meö yngri drenginn en sá eldri svaf í barnavagninum fyrir utan. Síðan vann hún hjá Brauðbæ, sem bróðir hennar og vinur hans stofnuðu, allt þartil hún stofnaöi sitt eig- ið fyrirtæki. „Ég hef alltaf unniö við hlið stúlknanna í versluninni og held að það sé vænlegra til ár- angurs en að stjórna ofan úr fílabeinsturni og koma bara til að gera upp eftir lokun. Ég stýri og stjórna innan ákveðins ramma og finnst gott að hafa samvinnu við stúlkurnar. Ég hef tvo verslunarstjóra mér til aðstoðar, við skipt- umst á að vera f versluninni hér og I Kringlunni og ég panta inn vörur í samráði við þær.“ Það er greinilegt að Erla hefur átt gott sam- starf við sitt starfsfólk því henni hefur haldist vel á því, nú er t.d. þriðji ættliður einnar flöl- skyldu I vinnu hjá henni, fýrst var amman í þrettán ár, síöan mamman í nokkur ár og nú var dótturdóttirin að byrja. Launastefnan á ef- laust einnig sinn þátt í því að starfsfólkið er ánægt en Erla hefur aldrei ráðið afgreiðslu- stúlkur á strípaðan VR-taxta. Undanfarin ár hefur Erla lagt áherslu á að draga úröllu bruðli innan fýrirtækisins, pappír- inn er endurnýttur og pakkaskrautiö sótt út í náttúruna. Hún segir að með þessu sparist geysilegarflárhæðirog þótt þetta hafi ekki ver- ið vinsælt í byrjun finnist öllum þetta sjálfsagt núna. Þaö er Ijóst að verkefni Erlu eru ærin enda er rekstur verslunar eins og Tékk-Krist- als í sífelldri þróun - „við getum alltaf gert bet- ur," segir Erla. En er eitthvað sem hefur for- gang í lífi hennar núna? „Bamabömin," svarar Erla að bragði. „Mér finnst ég vera forrík af því aö ég á þrjú yndisleg bamaböm sem vilja vera með okkur. Við gefum okkuralltaftímatil að sinna fjölskyldunni ogvin- unum og ég held að það sé bara leiður ávani hjá fólki að segjast ekki hafa tíma. Dauðir papp- írar fara ekkert frá manni, þeir bfða þangað til maður sest aftur viö skrifborðið." Sonja B. Jónsdóttir £ l £ , Vortiskan 1 morgunverð Erla Þórarinsdóttir og Sævar Karl buðu viðskiptavinum sinum og gestum þeirra, hátt í 500 konum, í morgunverð laugardag nokkurn i mars og þar var sýndur splunku- nýr vor- og sumarfatnaður frá Windsor, Kathleen Madden, René Lezard, Etienne Aigner, Giorgio Armani og fleirum. Hér er mynd frá samkomunni fyrir þær sem hafa áhuga á fötum og tísku og skemmtilegri stemmningu.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.