Vera - 01.05.1996, Page 4

Vera - 01.05.1996, Page 4
Hún byrjaði með tvær hendur tómar. Eigínmaðurínn átti reyndar skellinóðru þegar þau kynntust en hún var seld fyrir hjónarúmi þegar þau gíftust. Og þau voru ung. Hún var 18 ára og hann 19 og þau voru búin að eignast tvö böm áður en hún varð tvítug. Tvo syni reyndar. Og það var ekki dmkkið úr kristalsglösum í þá daga. Hún keypti súputeninga í glös- um og bað mömmu og tengdamömmu að kaupa sína súputeninga í sams konar glösum. Bláum og rauðum. Það voru glösin hennar. Nú rekur hún eigin versl- un meö glös og margt, margt fleira, og „Mér hefur alltaf þótt gaman að vinna," segir Erla, „og afgreiðslustörf hafa heillað mig frá því að ég var smástelpa. Ég var ekki nema níu eöa tfu ára gömul þegar ég fór út í Sunnubúð og spurði Óskar kaupmann hvort ég mætti ekki vigta fyrir hann. Hann tók því vel og svo var ég farin að afgreiða hjá honum tólf ára gömul. Pabbi útvegaði mér vinnu í Borgar- þvottahúsinu þegar ég var þrettán ára og þar var ég tvö sumur að hrista og rulla þvott. Mér þótti það frekar leiðinlegt og í kaffitímunum hljóp ég fram í afgreiðsluna og sagöi stelpun- um þar að fara í kaffi, ég skyldi afgreiöa fyrir þær. Áriö eftir fékk ég að vera í afgreiöslunni verslunin hennar, Tékk-Kristall, á 25 ára afmæli í nóvember á þessu ári. Hún heit- ir Erla Vilhjálmsdóttír og hefur lagt sitt af mörkum til að fegra heímili lands- manna undanfarinn aldarfjóröung. og fannst það voða spennandi!" Það er greinilegt að konan sem leiðir mig um verslunina Tékk-Kristal í Faxafeni hefur áhuga á starfi sínu og nýtur þess. Hún stofn- aði verslunina ásamttveimur bræðrum sínum en keypti þeirra hluti fljótlega og flutti þá versl- unina af Skólavörðustígnum niður á Laugaveg 15. Hún opnaði svo aðra verslun í Kringlunni, þegar hún hóf starfsemi sína, en hélt áfram á Laugaveginum þar til hún flutti í Faxafeniö fyr- ir þremur árum. Það er glæsilegt um að litast í nýju versluninni og það sem vekur kannski mesta undrun er það að þarna má fá fallega gjafavöru fyrir allt niður í 400 krónur! Fyrir utan kristalinn sem verslunin dregur nafnið af, stell- in og hnífapörin fást þarna lampar, myndir, myndarammar, húsgögn - eins og t.d. kommóðan með 70 skúffunum! - og speglar og raunar hvers kyns gjafavara frá þekktum fyrirtækjum í Þýskalandi, Ítalíu og víðar. Þarna eru skartgripirí glerskápum, bæði frá Atwood, sem býður ævilanga ábyrgð, og skartgripir eft- ir íslenska konu, en þeir vekja ekki eingöngu athygli fyrir glæsileika heldur einnig ótrúlega lágt verð: „Ég ætla að leggja mikla áherslu á íslensk- ar vörur í næstu framtíð," segir Erla. „Ég var svo heppin að komast í kynni viö íslenska konu sem hefur lengi unnið að skartgripagerð og ég er mjög ánægð meö að geta boðið viö- skiptavinum okkar skartgripina hennar. Við erum einnig með mjög fallega leirmuni eftir ís- lenska konu, en hún vinnur þá gjarnan í sam- vinnu við okkur hér í versluninni. Ég ætla líka að beina þessari vöru að þeim útlendingum sem hingað koma, en ég held að þeir séu „auðlind" seriy við íslendingar höfum ekki sinnt nægilega vel hingað til. Ég er alveg sann- færð um það að við getum selt þeim miklu fleira en við gerum, ef við bara notum hug- myndaflugið til að þróa og framleiða vörur sem þeirvilja kaupa." Erla sýnir mér líka mjög falleg gjafakort sem ein af afgreiðslustúlkunum býr til og seld eru í versluninni og það er greinilegt að hér leggjast allir á eitt: „Ég sé lítinn mun á því að reka heimili og því að reka fýrirtæki," segir Erla. „Ef heimilið l I ' 1 ,

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.