Vera - 01.05.1996, Síða 11

Vera - 01.05.1996, Síða 11
er breytt: vinnulöggjöf 1au snarorðið fyrir konur? eftir Bryndísi Hlöðversdóttur alþingiskonu Það hefur oft komið til umræðu á síð- ustu árum hversu bág staða launafólks sé á íslandi I samanburði við nágranna- löndin. Lífskjörin hér á landi hafa verið borin saman við það sem gerist á Norð- uriöndunum og íslendingar fara sann- anlega halloka út úr þeim samanburði. Skemmst er að minnast kannana sem gerðar voru nýlega á kjörum launa- fólks hér á landi og í Danmörku og nið- X urstöðurnar voru vægast sagt sláandi, þeim dönsku í hag. Kynbundinn launa- munur er staðreynd sem erfiðlega gengur að uppræta en kannanir sýna að konur hafa að meðaltali aðeins um 70% af launum karla. Skýringa á launa- misréttinu hefur verið leitað í ýmsum þáttum, en ekki síst hefur verið horft til þess að hefðbundin störf kvenna eru vanmetin til iauna en karlastörfin á hinn bóginn ofmetin. Hver er sökudólgurinn? Eölilega hefur orsaka fyrir slælegri stööu ís- lensks launafólks og þá einkum kvenna, verið leitað í verkalýöshreyfingunni og því skipulagi sem viö búum viö á vinnumarkaði. Raddir heyrast um aö verkalýðshreyfingin og skipulag hennar standi konum fýrir þrifum og að kerfiö sem þar sé við lýði vinni fyrst og fremst í þágu karla. Nauðsynlegt sé að breyta því skipulagi sem við búum við á vinnumarkaði til að hjólin fari að snúast fyr- ir íslenskt láglaunafólk, sem í flestum tilvik- um eru konur. Gagnrýni af þessu tagi hefur verið nokkuð hávær, ekki síst úr röðum kvenréttindakvenna, en oftar en ekki hefur hana skort raunhæfar lausnir. Reyndar má segja aö þessi gagnrýni hafi í mörgum tilvik- um sviðið mjög þeim konum sem hafa starf- að í verkalýðshreyfingunni og jafnvel haft í för með sér að trúnaðarbrestur hefur oröiö á milli hinnar almennu kvennahreyfingar og kvenna sem vinna aö verkalýðsmálum. Þær síðarnefndu hafa í mörgum tilvikum upplifað gagnrýnina á verkalýðshreyfinguna sem dóm yfir þeirra eigin störfum og finna ekki stuðning í hinni skilgreindu kvennahreyf- ingu. Staða kvenna í nágrannalöndunum Það er ekki óeðlilegt að leitað sé skýringa í sjálfri verkalýðshreyfingunni, þegar or- sakanna er leitað fyrir bágri stööu kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Og það er ekkert að því að spyrja sjálfan sig að því hvort æskilegt sé að breyta samningsumhverfinu á vinnumarkaði eða skipulagi verkalýðs- hreyfingarinnar, ef það felur í sér lausnir sem skila árangri. Staöreyndin er hins vegar sú að þær lausnir hafa ekki legið á borðinu ennþá og ef betur er aö gáð þá búa konur á kvóta þar í landi, þar sem konur fengu sér- staka launahækkun umfram karlana. í Nor- egi hefur konum orðið mikið ágengt innan verkalýöshreyfingarinnar ITka og aukin áhrif kvenna í hreyfingunni hafa að sjálfsögðu áhrif á kjarasamningagerð og áherslur T tengslum við þá. Norræna líkanið Á Norðurlöndum, þar sem staða kvenna er með því sterkasta sem gerist í heiminum, hefur verið unnið eftir svokölluðu norrænu líkani á vinnumarkaði og á þvt byggiríslensk verkalýðshreyfing ITka, að því frátöldu að ís- lenskar konur hafa stofnað sérstök verka- kvennafélög sem er frábrugðið því sem ann- ars staöar þekkist. Þróunin viröist hins Norðurlöndunum að meginstefnu við svipaö skipulag á vinnumarkaði og íslenskar konur, þótt staða þeirra sé aö mörgu leyti betri en hér. Kynbundiö launamisrétti er skv. nýlegri sænskri könnun á bilinu 1-8% þarí landi og staða kvenna innan verkalýðshreyfingarinn- ar er sterk. Ekki síst hefur þetta komið fram viö kjarasamningagerö en T síðustu samn- ingum var t.d. samið um sérstakan kvenna- Breytt skipulag á vinnumarkaði, sem helst hefur það að markmiði að gera áhrif stéttarfélaga minni en verið hefur er ekki líklegt til að skila konum frekar en öðrum láglaunahópum bættum kjörum. „ ó , gefðu guð oss meira puð“ vinn)nni

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.