Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 42

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 42
bók n karlar eru frá Mars konur eru frá Venus Nf. 1 í Danmöfku, Svíþjóð, Noregi, finnlandi, Hollandi og Bandankjunum. KARLAR ERU FRÁ MARS Kgnur eru frá Venus Bók sem bætir samskipti og styrkir sambönd ...gefur svör sem virðast svo elnföld. en fáir koma í orð. ...hvetjandi oggcfandi lesning..." - séra Pálmi Matthíasson Dr. |ohn Grsly Nýlega las ég bók nokkra sem fékk mikla umræðu fyrir síðast liðin jól. Ekki vegna efn- isinnihalds þó það hafi borið á góma heldur vegna söluherferðarí jólabókaflóðinu. Þetta er bókin: „Karlar eru frá Mars. Konur eru frá Venus", eftir Dr. John Gray, bandarískan sál- fræðing. Hann hefur haldið námskeið fyrir hjón sem vilja bæta samskiptin í hjónabandinu. Ég var ein þeirra sem beit á agnið einkum vegna jákvæðra umsagna nokkurra þekktra dugnaðarkvenna. Ég gaf eiginmanni mínum þessa bók í jólagjöf og hélt að þama hlyti að vera að minnsta kosti skilningsaukandi efni á ferðinni miðað við umsagnir. Hann byrjaði að lesa og mér fannst hann furðu fljótur að því. Hann sagði ekkert um bókina að fyrra bragði. En þegar ég spurði svaraði hann að þetta væri nú ekki í takt við það hvernig ég ræddi málin. „En þú hefur ekki lesið þetta almennilega, þú varst svo fljótur," sagði ég. „Lestu bókina sjálf; mig langar til að vita hvað þérfinnst," svaraði hann. Ég las bókina. Ogí hreinskilni sagtfylltist ég gremju yfir kenningum höfundar og allra spældust var ég yfir hinum jákvæðu um- sögnum kvennanna sem áður var minnst á. Eftirfarandi eru tvær tilvitnanir í formála bókarinnar. „Karlar og konur tjá sig ekki aðeins á ólík- an hátt heldur er einnig munur á þeim hvað frá sjónarhorni femínista varðar hugsun, tilfinningar, skynjun, við- brögð, svörun, ást, þarfir og þakklæti. Það er næstum eins og þau séu ekki frá sama hnetti, tali ólík tungumál og þurfi ekki sams konar næringu." (bls 7). „Ég alhæfi oft um karla og konur í bók- inni."...Stundum segirfólk á námskeiðun- um hjá mér að það þekki af eigin raun dæm- in um karlana og konurnar en á þveröfugan máta." ... „Ég kalla þetta umsnúning hlut- verka." (bls 9). Að mati höfundar er eitthvað eins og það á ekki að vera ef kynin upplifa sig ekki í samræmi við kenningar hans. Bókin gengur síðan út á að taka undir hefðbundnar kenningar um hinn sterka karl- mann með tæknilegu lausnirnar. Hann má ekki með nokkru móti trufla þegar hann er djúpt niður sokkinn við að leita lausna á vandamálum eða stressi. Það gerir hann að sjálfsögðu alltaf í einrúmi. Karlinn er aftur á móti áminntur um að hlusta á konuna þegar hún er að tala. Það gerir hún eiginlega bara af þörfinni til að tala og hann má ekki mis- skilja hana þannig að hún sé að ásaka hann eða biðja um lausn sinna vandamála. Síðan er konunni bent á að nálgast karlinn með gætni, biðja kurteislega og ekki gagnrýna (það þola karlar bara alls ekki). Vert er að glugga í nokkra staði í bókinni Á bls. 23-24 segir frá Tom og Mary þar sem Tom var að aka þeim í samkvæmi og villtist. Mary tók eftir því og benti honum á það. Það voru mikil mistök að mati höfundar. Auðvitað átti hún að láta sem hún tæki ekki eftir neinu og leyfa honum að villast í friði og leysa málið án hennar hjálpar. Kona sem ráðleggur án þess að vera beðin um það er gagnrýnin og kuldaleg að mati karlmanns sem í hlut á! í 8. kafla ræðirhöfundurólíkartilfinninga- þarfir kynjanna. Gengur kaflinn að miklu leyti út á — eins og reyndar bókin að mestu - að útskýra hinn afgerandi mismun á körlum og konum. Kona þarfnast þessa og karlmaður hins og er það í samræmi við klisjur um að konur séu viðkvæmar og þær þurfi að vernda en karlmenn séu sterkir (vilji vera sterkir) og þá verði að hvetja og þeim verði að treysta. Segir höfundur eina frábæra riddarasögu máli sínu til stuðnings þar sem riddarinn gat alls ekki snúið aftur til prinsessunnar sem truflaði hann og spillti fyrir hetjuskap hans með ráðleggingum (bls. 153-155). Síðar í kaflanum segir hann að karlmenn vilji ekki láta bæta sig: „Karlmað- ur þarf á því að halda að hann sé samþykkt- ur þrátt fyrir ófullkomleika sinn. Það er ekki auðvelt að sætta sig við ófullkomleika manneskju, einkanlega þegar við sjáum að hún gæti svo vel bætt sig. En það verður auðveldara þegar við skiljum að besta leiðin til að hjálpa viðkomandi til að þroskast er að hætta að reyna aö breyta honum." Síðan birt- ir höfundur lista um þær leiðir sem kona get- urfarið „til þess að styðja karlmann svo hann þroskist og breytist án þess að hún reyni að breyta honum á einhvern hátt." (bls 163). Það er undarlegt að ætlast til þess eins og blasir við af máli höfundar að manneskja sé tilbúin að leggja allt ráð sitt í hendur ann- arrar manneskju sem í raun er óþroskaðri en hún sjálf! í 12. kafla ræðir höfundur hvernig konur eigi að biðja karla: - um stuðning - um hjálp við heimilisstörfin o.s.frv. Hann heldur áfram með þá hugmynd að konur þurfi að ala karla upp en það verður að fara rétt að og gæta þess að móðga engann. Og vegna karleðlisins geta þær ekki búist við neinu nema biðja um það! Að sjálfsögðu eru í þókinni ýmsar almenn- ar og viðurkenndar leiðbeiningar um mannleg samskipti. En það er fyrst og fremst konan sem gerð er áþyrg fýrir hvernig til tekst. Höfundur hamrar á andlegum eðlismun kynjanna sem er einmitt eitt sterkasta voþn- ið sem misréttissinnar hafa beitt til þess að viðhalda félagslegu og efnahagslegu valdi karla yfir konum.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.