Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 18

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 18
álit mál E R MILLIFÆRSLA Á PERSÓNUAFSLÆTTI MILL' Auður Styrkársdóttir: Öfugmælijafnréttisl VERA fékk tvær konur, þær Auöi Styrkársdóttur og Áslaugu Magnúsdóttur til aö svara ofangreindri spurningu en svariö viö henni hefur gjarnan veriö álitamál. Þegar ég var að alast upp fyrir tveimur til þremur áratugum eða svo, gilti sú regla gagnvart skattayfirvöldum að giftar konur voru ekki til. Eyðublöðin sem send voru heim til fólks til útfyllingar f upphafi hvers árs voru stíluð á eiginmann/einhleyping. Einhvers staðar var Iftil lína þar sem eigin- maður skyldi standa skil á tekjum eigin- konu. Það var eini staðurinn þar sem minnst var á það fyrirbæri, fýrir utan undirskriftina sem aö sögn mátti ekki vanta en allir vissu að skipti litlu máli hvort párað var á blaðið eöa ekki. Á þessum sama tíma giiti einnig sú regla, að draga mátti frá helming af tekjum eigin- kvennanna ofantöluðu frá skattinum. Þannig var aðeins helmingur tekna eigin- kvenna skattskyldur. Fyrir þessu höfðu ýms- ir barist á árum áður, þ. á m. ýmsar sóma- kærar kvenréttindakonur sem vildu með þessu móti létta giftum konum það erfiöa verk að vera úti á vinnumarkaði án þess að sliga heimilið f leiðinni með sköttum. Þetta þótti semsé góö réttarbót konum til handa. Þegar ég var að alast upp börðust Rauð- sokkur og aðrar kvenréttindakonur fyrir því, með réttu, að nafn eiginkvenna kæmi fram á skattskýrslum. Að þær hefðu eigin fjárhag sem kæmi skýrt fram hjá skattayfirvöldum. Auðvelt hefði verið að hanna nýtt eyðublað þar sem tekjur eiginmanns væru taldar sér og tekjur eiginkonu sér og sfðan fengju hvort um sig viðeigandi „skattameðferð". Lengi var hummað yfir þessari sjálfsögðu kröfu, en loks leit nýtt eyðublað dagsins Ijós. Sam- hliða voru gerðar ýmsar breytingar á „skatta- meöferðinni", og margar hafa verið gerðar sfðan. Allar hafa þær hnigið að sama brunni: Að afnema þessa litlu sárabót sem útivinnandi giftar konur höfðu um nokkra hrfð. Því skammarlega lág laun kvenna litu ekki eins skammarlega illa út þegar búið var að færa aðeins helming þeirra á skattskýrsl- una. Núna höfum við aðeins hin skammarlega lágu laun. Mér finnst nær að berjast fyrir hærri launum allra kvenna en standa á því að persónuafsláttur sé aðeins nýtanlegur maka að 80 prósentum. Ríkið hagnast að vísu allnokkuð á þessu fyrirkomulagi. Ekki skal ég lasta Ríkið, því það er við, en það á þá Ifka að tala um málið á þeirri forsendu. Jafnrétti karla og kvenna kemur málinu ekk- ert við. í fyrsta lagi getur það varla verið jafn- réttishugsjón til að halda í með blóðugum fingrum að ragast f þvf hvort fleiri konur eða færri vinna launavinnu. Þaö er einfaldlega þeirra persónulega mál. I öðru lagi eru þau 20 prósent sem ekki má færa á milli maka eða sambúðarfólks ekki há upphæð. Ef hægt er að rökstyðja þá staðhæfingu með tölum aö sú upphæö ráði því hvort konur vinni einnig utan heimilis, þá er leiðin til að leiðrétta það Ijós. Krefjumst hærri launa fyr- ir láglaunakonur, og raunar allar konur! í því liggur hið sanna jafnrétti. & í leiðinni mætti líka skoöa lífeyrismál kvenna, en þar er sorgarsaga á ferð sem mér sýnist fáir hirða um. Miklu fleiri konur en karlar hafa aðeins tekjutryggingu al- mannatrygginga sér til framfærslu f ellinni. Karlar hafa hærri laun og þá einnig hærri ellilífeyri. Viö skilnað eignast eiginkonan fyrr- verandi enga hlutdeild í lífeyrisréttindum eig- inmannsins og þannig er hennar vinnufram- lag hunsað. Eina úrræði margra kvenna er tekjutrygging almannatrygginga, jafnvel kvenna sem áratugum saman hafa unnið fullan vinnudag. Margir lífeyrissjóðir eru hættir að tryggja ellilaun maka lífeyrissjóðs- félaga - af jafnréttisástæðumf!). Þetta kalla ég allt saman öfugmæli, sem i kvenfrelsis- og jafnréttissinnar eiga ekki að Ijá máls á. Mál er að linni. Beinum orkunni heldur þangaö sem máli skiptir. Konur eiga að fá hærri laun. Lífeyriskerfiö skal endur- skoöaö með réttindi kvenna í huga. Og per- sónuafsláttur á aö vera það sem heitið gef- ur til kynna - afsláttur persónunnar- hennar eign að fullu, til ráðstöfunar að fullu. KymexQote KymexBote Kymex[*ote Kymex[jote Kj^mex^ote Prentað á umhverfisvænan ^ KvmexQote / m w 404 012 LÍTIL LOSUN MENGUNAREFNA VIÐ FRAMLEIÐSLU 9 ÞORSTEINSSON 8c Co HF. OLAFUR ÞORSTEIf VATNAGARÐAR 4, PÓSTHÓLF 551, 121 REYKJAVÍK, SÍMI 568-8200, FAX 568-9925

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.