Vera - 01.05.1996, Side 26

Vera - 01.05.1996, Side 26
m rgrét pálmadóttir sambúöarörðugleika. Einnig á slík yngismær rétt á að fá svipaðan heimanmund og þeir hlutu til að koma byggingunni á skrið. Útlendir kollegar mfnir hafa spurt af hverju ég stofni ekki drengjakór því það selji mun betur en stúlkna-, eða kvennakórar. Þetta er staðreynd og viö mætum þessu viðhorfi T sam- félaginu. Þegar við höfum leitað stuðnings til stórfyrirtækja fáum viö minni peningauþphæðir en karla- kórar, og stundum ekkert, eins og til dæmis hjá Eimskip, þegar þar var knúið dyra, vegna styrks til Ítalíufarar. Almennt er viöhorfið að við séum að fara í skemmtiferö. Auðvitaö er þetta líka skemmti- ferð, en þann hluta greiða konur sjálfar. V: Ég frétti aö þiö ætluðuö aö syngja í Péturskirkjunni í Róm í sumar. M: Kvennakórinn heldur tvenna tónleika í Róm og kemur auk þess fram í messu í Péturskirkjunni. Þá verðum við á alþjóðlegri listahátíð í Flórens. íslensk tónlist verður í öndvegi og þetta er stærsta verk- efni kórsins framundan. Þess má geta að Þorkell Sigurbjörnsson og Hjálmar H. Ragnarsson hafa samið tónverk fyrir kórinn. Það er fleira góð útflutningsvara en íslenskur þorskur. V: Kórinn hefur vakiö athygli áöur, en óhætt er aö segja aö gospeltónleikarnir hafi slegiö í gegn. Þiö eruö í mikilli uppsveiflu. Ætlar þú aö stjórna kórnum áfram Margrét? M: Já, en ég hef ákveðiö að fara í nám, haustið 1997. Ég hoþa ekki, og vil gjarnan gagnast kórnum síöar. Fyrir hönd Kvennakórs Reykjavíkur er það mín heitasta ósk að hann megi starfa áfram með reisn, og fái þá umbun sem hann á skilið. Á bak við góðan kór liggur mikil vinna en þar syngja líka konur sem hafa þá sjálfsviröingu sem kórnum sæmir. Fólk heldur að einstaklingurinn hverfi í fjöldan- um, en ég segi oft við stelpurnar mfnar: „Þegar slökknar á einni konu og hún gefur ekki allt sitt í söng- inn verður kórinn eins og biluð jólasería eða skarð T hvítum tanngarði.” Með þessum orðum kveður Margrét - eflaust er hún aö flýta sér á kóræfingu. Öflugasta kvennahreyfingin f landinu er líklega í Kvennakór Reykjavfkur um þessar mundir. Þar ríkir samstaða, gleði og styrkur kvenna T nafni tónlistar. Þennan kraft veröur að halda áfram að virkja og á kórinn skilið að fá stuðning til þess. Viðtal: Vala S. Valdimarsdóttir Margrét Pálmadóttir fæddist í Húsavík árið 1956, og er hún dóttir hjónanna Ólafar Emmu Kristjánsdóttur frá ísafirði og Pálma Héöinssonar frá Húsa- vík. Sex ára gömul fluttist hún með fóst- urforeldrum sínum, Sigríði Soffíu Páls- dóttur og Mariusi Héð- inssyni til Hafnarfjarö- ar. Þar kynntist hún tónlistinni, sem síðan hefur átt hug hennar allan. Margrét söng í kór Öldutúnsskóla og lærði á píanó í Tónlist- arskóla Hafnarfjaröar. Þá söng hún í kirkjukór Hafnarfjarð- arkirkju frá 9 ára aldri. Margrét hóf söngnám hjá Elísabeti Erlingsdóttur 15 ára gömul. Að loknu stúd- entsprófi, árið 1976, fór hún til Vínarborgar í framhaldsnám, ásamt eiginmanni og syninum Mariusi, sem þá var þriggja ára gamall. í Vín eignaðist Margrét annan son, Hjalta, í mars 1978. Eftir fyrri hluta próf, 1981, kom Margrét heim með drengina og skildi. Þetta ár endur- reisti hún Tónlistar- skólann í Sandgerði og stofnaði kór Flens- borgarskólans. í dag er Margrét gift Haf- liöa Arngrímssyni leik- húsfræðingi, og eiga þau dæturnar Sigríði Soffiu, 6 ára, og Matt- hildi Guðrúnu, 1 árs. Margrét Pálmadóttir starfar nú sem kór- stjóri Kvennakórs Reykjavíkur.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.