Vera - 01.05.1996, Page 14

Vera - 01.05.1996, Page 14
lUU UUjA I velferð, samráð og Dr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræöingur skrifar um kjarastefnu íslenskra stjórnvalda laun kvenna Eitt megin einkenni nútíma velferöarkerfis er það að ríkisvaldið tekur að sér að veita ýmis konar þjónustu sem greitt er fyrir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. í stað þess að einstaklingar borgi milliliöalaustfyr- ir þá þjónustu sem þeirfá hverju sinni borga þeir hlutfall af tekjum sínum í hinn sameig- inlega sjóð. Þróun velferðarkerfisins má að miklu leyti rekja til margvíslegra málamiðl- ana milli fulltrúa launþega og atvinnurek- enda. Með tíð og tíma hefur ríkisvaldinu ver- iö fengiö það hlutverk að tryggja öllum lágmarks framfærslu, og þá sérstaklega þeim sem ekki eru gjaldgengir á vinnumark- aðinum. Ríkið hefur einnig tekið að sér að bera kostnað við að viðhalda heilsu laun- þeganna sem og að mennta þá og sjá þannig til þess að atvinnulífinu sé tryggt nægt og gott vinnuafl. Forsendur slíkrar til- högunar geta að sjálfsögðu breyst með breyttum valdahlutföllum, sveiflum í efna- hagslífinu og stofnanabreytingum meö þeim afleiðingum að velferðarpólitíkin breytist jafnframt. Við sjáum þetta t.d. á þreytingum þeim sem oröið hafa á íslenskri kjarastefnu á síðustu árum. Kjarastefna nefnist sú stefna stjórnvalda sem miðar að því að halda verðbólgu í skefj- um meö því að takmarka launa- og verö- hækkanir án þess að auka atvinnuleysi. Fram að þjóðarsáttasamningunum sem gerðir voru 1990 einkenndist íslensk kjara- stefna af þvingunum af hálfu ríkisvaldsins þ.e.a.s. ríkisvaldið greip iðulega einhliöa til föllum og/eða kjarasamningum. Annað stjórntæki ríkisvaldsins til þess aö halda kaupkröfum í skefjum var að framfylgja verð- lagsstefnu sem byggðist á verðlagseftirliti, veröstöðvunum og niöurgreiðslum á land- búnaöarvörum. Slík verðlagsstefna var þýð- ingarmikil á tímum þegar öll laun voru vísi- tölutryggö og allar verðhækkanir höfðu áhrif á launavísitöluna. Ef verðlag hækkaði hækkuðu verðbætur á laun sem atvinnurek- endum bar aö greiða. Þessar einhliða að- gerðir rikisins voru jafnan í óþökk og án alls samráðs við launþegahreyfingar og leiddu til stirðra samskipta milli þeirra og ríkisins. Grunnurinn að þessu fyrirkomulagi, sem nefnt hefur veriö íslenska módeliö, var lagö- ^ ur árið 1939 í samkomulagi milli Sjálfstæð- isflokksins, Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins, en þessir flokkar voru málsvarar framleiðenda í sjávarútvegi, verkalýös og bænda. íslenska módelið byggði á því sjón- armiði aö næg atvinna yrði einungis tryggö með sterkri markaðsstöðu íslenskra sjávar- afuröa á erlendum mörkuðum. Það fólst í þessu samkomulagi að rikisvaldinu bæri á endanum, þegar allt annað hefði brugðist, að sjá til þess að launahækkanir yröu aldrei svo miklar að íslenskar sjávarafuröir yrðu ekki samkeppnisfærar á erlendum mörkuö- um. Með íslenska módelinu var vísitölu- trygging launa jafnframt tekin upp í þeim til- gangi að laun almennra launþega og bænda J væru verðtryggð upp að vissu marki. Einnig rikti óformlegt samkomulag milli ríkisvalds- ins og atvinnurekenda á hinum almenna markaði um að ríkið semdi aldrei við sína starfsmenn fyrr en eftir að kjarasamningar hefðu verið undirritaðir á hinum almenna markaöi. Frá þessari meginreglu voru sára- fáar undantekningar sem flestar uröu þess valdandi aö ríkið varö einnig að umbuna Dr. Stefanía Óskarsdóttir: Það er óhætt ad fullyröa aö þaö er varasamt á þeim tímum sem viö nú lifum aö fara velferöarkerfis- leiöina til aö bæta lífsafkomu kvenna. Kon- ur ættu fremur aö einbeita sér aö kröfum um sanngjörn laun fyrir vinnu sína, laun sem atvinnurekendur greiöa. aðgerða sem höfðu veruleg áhrif á kaup og kjör fólks. Þessar aögerðir fólust m.a. í tíö- um gengisfellingum á íslensku krónunni, með það fyrir augum aö lækka kaupiö sem hlutfall af söluverði sjávarafuröa á erlendum mörkuðum; skorðum við lögbundnum hækk- unum verðbóta á laun; og bönnum við verk- Þjóöarsáttin var í raun samkomulag verka- lýöshreyfingarinnar og atvinnurekenda um þaö aö ríkið skyldi standa straum af launa- hækkunum, enda höföu fyrri aðgeröír ríkis- valdins í skatta-, peninga- og velferðarmál- um leitt til þess aö kauphækkanir skiluðu sér takmarkaö til launþega. „6 , gefðu guð oss meira puð“ • • •

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.