Vera - 01.05.1996, Qupperneq 29

Vera - 01.05.1996, Qupperneq 29
Tjaldiö hennar Guörúnar. Svo agnarsmátt í samanburöi viö Dynjandi. urland voru sólríkir og hitinn fór varla niöur fyrir 20 stig. Djasshátíð var í fullri sveiflu á Egilsstöðum og og allt iðaði í mannlífi. Á tjaldsvæðinu hitti ég kærastann minn sem hjólaði hringinn á móti mér. Það var mjög skritið að vera allt í einu á ferðinni með ein- hverjum öðrum. Við fórum m.a. I Mjóafjörð og það var vel þess viröi að stríöa við brekk- urnar, mjög fallegt er í firöinum og sérstök byggö. Brekkuþorp er vandlega falið fyrir okkur hinum sem lifum í hraða streitu- kennda neyslusamfélagsins. Eftir viku sam- veru skildu leiöir og ég hélt áfram norður og hann suöur. Eitt augnablik fannst mér ég vera einmana en sú tilfinning vék fyrir öðrum hugsunum. Ég hugsaöi um það sem ég átti í vændum, Hellisheiði eystri sem er einn af hæstu fjallvegum landsins og einungis er haldið opnum á sumrin. Hellisheiði liggur milli Jökulsárhlíðar og Vopnafjarðar en þang- að ætlaði ég og hélt því á brattann. Daginn áöur hafði snjóaö í fjöllin en þetta leit vel út, ekki laustviö aö sólin léti sjá sig öðru hvoru. Ég gældi við þá hugmynd að kíkja við hjá jólasveinunum sem ég haföi lesið um að byggju í Smjörfjöllum, sem er næsti bær viö Hellisheiðina. Ég lét mér nægja að halda mig við veginn, sem var eins og slanga sem hlykkjaðist upp hvíta fjallshlíðina. Fyrst kom haglél og síðan fór að snjóa. Snjóa í júlí! Það var lítið annað að gera en að halda áfram og ég gekk með hjólið í hjólförum í snjónum, upp, upp og áfram upp. Ég fór í ullarvettling- ana yfir hjólahanskana, húfu undir hjálminn og setti á mig trefil. Ekkert var útsýnið og mér leið eins og ég væri ein einhversstaöar langt frá öllu, ég áttaði mig ekki á því hve langt var eftir og ég var oröin þreytt. Ég vildi ekki stoppa því þá hefði mér orðið kalt. Ég stóð frammi fyrir þeirri staöreynd að enginn myndi gera þetta fyrir mig og að einhvers- staðar myndi ég komast upp. Þegar ég var búin aö horfast í augu við þetta tók ég á öllu sem ég átti til og notaði síðustu kraftana til að ýta hjólinu áfram upp. Þar sem ég endur- tók fýrir sjálfri mér aö einhversstaðar hlyti ég að komast alveg upp og brekkan lægi niður þá heyrði ég vélarhljóð og leit upp og sá snjóruöningstæki koma á móti mér! Þetta var hálfskondið allt saman, gangandi með hjólið uppi á fjalli og mæta snjóruðnings- tæki. Ég hélt áfram og þegar ég fór fyrir næstu beygju var ég komin alveg upp og þar var annað snjóruðningstæki í fullum gangi! Talarðu nokkuö íslensku? Ég hjólaði í mikilli þoku að Húsavík, þar sem ég ætlaöi að tjalda, og var smeyk um að það yröi keyrt á mig vegna þess að ekki sást mikiö framundan og hlustaði ég eftir vélar- hljóðum. Ég satí tjaldinu og var að elda þeg- ar fullorðinn maður kom og gaf sig á tal við mig á ensku. Ég hélt auðvitað að þetta væri tjaldsvæðisgestur og ég rabbaði við hann þar til hann sagði að ég væri ekki komin með miða frá sér á tjaldið. Þá var þetta auð- vitað tjaldstæðisvörðurinn og ég spurði hvort hann talaði nokkuð íslensku! „Ég geri það stundum," svaraði hann og hló. Hann sagöi mér aö það kæmi ekki mikið af íslend- ingum á hjólum, hvað þá kona ein á ferð þannig að hann dró strax þá ályktun að ég væri útlendingur. Ég varð fyrir hálfgerðu áfalli á Akureyri, mikil bílaumferð og fýrirbæri sem ég hafði ekki séö síðan ég lagði af stað frá Reykjavík, umferöarljós. Ég gisti tvær nætur þar en síð- an lá leiðin norður, um Ólafsfjarðagöngin sem voru köld, dimm og löng. Égfór um Lág- heiðina sem var mjög skemmtileg, hitinn var mikill og á uppleiðinni stoppaði ég nokkrum sinnum við ána til að ausa yfir mig ísköldu vatninu. í Varmahlíð var sveitaball í uppsiglingu og „Á gistiheimilinu í Breiöuvík var heimilishrafn sem var mjög spenntur fyrir hjólinu mínu, svo spenntur að hann geröi sér lítiö fyrir og kroppaði myndarieg stykki úr sætinu!“ á uppúr Áskriftarsími: 562-4111 Kjörgarði Laugavegi 59 Reykjavík

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.