Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 46

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 46
Isendabréf affögrum os fakueddum korlum Kæra Vera, mig langar að koma með þá hugmynd aö Vera taki upp á þeirri nýbreytni aö fá í hverju blaði einhvern þekktan karlmann, helst ungan og myndarlegan, t.d. söngvara, leikara, íþróttamann o.s.frv. til að tjá sig um konur, karla, ást og kynlíf og birta svo af honum fáklæddum fallega mynd með. Ég er ekki að tala um neinn dónaskap, aðeins fallega mynd af fallegum karlmanni. Þetta mætti jafnvel vera á miðopnu eða s.k. „centerfold" eins og ýmis „virt herrablöð" (svo vitnaö sé í kvenkyns við- mælanda úr sjónvarpsfréttum) birta af ungum og fallegum fáklæddum konum reglulega út um heim. íslenskir karlmenn hafa vægast sagt auö- veldan aögang að gífurlegu úrvali blaða og tíma- rita með þannig myndefni en þau fást t.d. í nær öllum bókabúðum og á bensínstöðvum í miklu úr- vali auk þess sem margar matvöruverslanir hafa Vilja fleiri konur fá birtar myndir af fallegum fáklæddum karlmönnum? þau á boöstólum og ofan á bætist svo aö nær öll dagblöðin, Stöð tvö og Ríkissjónvarpið keppast við að birta reglulega, helst a.m.k. daglega mynd- ir af fáklæddum ef ekki kviknöktum konum. Af þessu sést að réttur og frelsi karla til að horfa oft og mikið á fallegar fáklæddar konur hef- ur verið í heiðri haföur í áraraöir og þessu myndefni gerö rækileg skil í öllum myndmiðlum en það er öfugt við rétt og frelsi kvenna. Enn í dag er leitun aö myndum af fallegum fáklæddum körl- um, þaö slæöist kannski meö ein á móti 100 af konum. Af ofantöldu má sjá að það væri mjög þarft inn- leggíjafnréttisbaráttuna að auka myndbirtingar af fallegumfáklæddum karlmönnum. Mér finnst rök- rétt að Vera sem er tímarit um konur og kvenfrelsi gangi nú á undan með góðu fordæmi og viður- kenni og auki rétt og frelsi kvenna til að horfa á fallega fáklædda karlmenn meö ofangreindum hætti. Ég kasta þessu nú bara fram sem hugmynd sem ég tel rétt að lesendur Veru velti fyrir sér og tjái sig um og hvet sem flesta til að fjalla um þetta efni auk þess sem mér þætti vænt um að heyra skoöanir ritstjórnar Veru á þessu málefni. Með kærri þökk fyrir birtingu. H.S. Ritnefnd VERU þakkarþetta athygliveröa bréfsem hefur vakiö þó nokkrar umræöur ritnefndarkvenna og sýnist sitt hverri. Þarna er vakiö máls á bæöi spennandi og þörfu umræöuefni og VERA vonast til aö fá álit fieiri kvenna á þessu máli. En á með- an viö bíöum eftir fleiri bréfum getum viö skoöaö þá faitegu mynd sem birtist hér á síöunni, en hún var raunar til í myndasafni VERU og birtist fyrir nokkrum árum meö umfjöllun um karimenn. domubindum ofí, ureinlœtis- mjinmngum Eitt helsta böl nútímamannsins er þvottaefnis- og dömubindaauglýsingar. í þessum stutta pistli ætla ég að halda migvið dömubindaauglýsingarn- ar. Ég held að mér sé óhætt aö fullyröa aö þaö eru allir búnir aö fá sig fullsadda af þessum Ijós- hæröu, bláeygu ungpíum sem dásama eitthvert tiltekið dömubindi. Það er bindunum að þakka að þær geta klárað prófin, ferðast ótruflað í leigubíl og æft ballett óhindraö. Það er líka bindunum aö þakka að vinkonurnar hafa eitthvað að tala um þegar þær hittast. Eitt eiga allar dömubindaauglýsingar sameig- inlegt: áherslan er á þá miklu frelsis-, öryggis- og hreinlætistilfinningu sem bindin veita. Fyrir nú utan að vera einstaklega leiðinlegt fjölmiðlaefni þá er eitthvaö við allar aörar dömubindaauglýsing- ar sem pirra mig alveg óstjórnlega og hafa gert lengi, án þess aö ég hafi gert mér grein fyrir af hverju. Ég hef hugsaö og pælt og hugsað og pælt þar til allt í einu ég sá hvaö það er sem er aö. Ung, hugguleg kona segir: „Ég vel Always Com- fort buxnainnlegg, vegna þess að þau veita mér aukna hreinlætistilfinningu allan daginn, alla daga.“ Eöa: „Ég nota Always Ultra dömubindin því þau veita mér öryggi og vellíðan." Hver kannast ekki viö klisjurnar? Mig langar hins vegar að spyrja, er hægt að láta þetta kjaftæði viögangast? Eigum við að sætta okkur viö þennan áróöur sem heldur því fram að við konur séum óhreinar allan daginn, alla daga? Þjáumst við svona fyrir þessa skítatiIfinningu að við þurfum pappírsinnlegg í brækurnar til aö finnast við vera nógu hreinar til að geta umgengist annaö fólk? Þetta „óhreinlæti" er óeðlilegt, finnst mér aug- lýsingarnar segja, og því skulum viö nota buxna- innlegg til að losna við skltinn, því þá fyrst líður okkur eins og velheppnuðum konum. I mínum huga er veriö að framandgera eölilega líkams- starfsemi kvenna - setja hana upp sem eitthvert óæskilegt ferli sem allar konur vildu helst losna viö. Ég er ekki að segja að allar konur hrópi húrra I hvert sinn sem þær fara á túr. Blæöingar eru leiðinlegar. En þær eru hluti af eölilegri starfsemi llkamans, okkar líkama, og aö viöurkenna þetta eðlilega ferli er að viöurkenna líkama sinn sem eðlilegan. Ef ég afneita llkama mlnum sem óeðli- legum eða viðbjóðslegum, hvað verður þá um sjálfsvirðingu mína? Hún verður háð Always Ultra! Ætli það sé þetta sem meint er þegar alltaf er tal- að um að dömubindi veiti öryggiskennd? Þegar sjálfsvirðing mln er farin I vaskinn, sem óneitan- lega gerist því ég er svo óhrein að ég einfaldlega er ekki I húsum hæf, þarf ég eitthvað til að gefa mér öryggiskennd svo ég geti byggt upp nýja sjálfsvirðingu - meö Always Ultra. Þessar tilteknu auglýsingar boða auk þess annan og skuggalegri boöskap. Buxnainnleggin eru ekki dömubindi I eiginlegum skilningi, heldur þunnar tuttlur sem okkur er ætlað að nota allan daginn, alla daga til að taka við útferðinni, þessu sem kemur I nærbuxurnar milli tíða. Að konur skyldu ekki hafa uppgötvað þaö fyrr aö þetta hef- ur truflað okkur I gegnum tíðina og valdið okkur hugarangri I daglegum leik og starfi. Ef útferðin er nú orðin eitthvað sem viö þurfum að losna viö, þá eru konur so sannarlega I vandræðum. Blæöingar og útferð eru náttúrulegur hluti af líkamsstarfsemi allra kvenna. Samþykkjum llkamann eins og hann er og lát- um engan segja okkur hvað sé eðlilegt og hvað ekki - hvað sé ógeöslegt og hvaö ekki. Sjálfsvirð- ing okkar er I veöi. I lokin hef ég bara eitt svar viö áróörinum: Ef mig skortir hreinlætistilfinningu þá fer ég í bað! Reykjavík 26. janúar 1996, Hrafnhildur Blöndal, heima hjá sér og á túr. P.S. Má ég svona I lokin benda á alveg ágæt dömubindi sem ég var að uppgötva. Þau heita Sjafnar bindi og hafa veriö til svo lengi sem ég man eftir mér. Þau eru íslensk framleiðsla, óbleikt og umhverfisvæn. VERA þakkar Hrafnhildi bréfiö og reyndar hafa þessi dömubinda- og brókainnteggsmát oft komiö til tals meöal ritnefndarkvenna jafnt sem annarra kvenna. Ekki eru nú allar konur sammáia, á meö- an sumar fagna því aö framleiðendur geri sér grein fyrir stærö markaöarins og þrói þessa vöru- tegund meö þeim árangri aö nú bjóöast afarþægi- leg og „örugg" örþunn dömubindi, fussa aörar og sveia og minna á að þau mest auglýstu séu bæöi konunni óholl og mengandi fyrir umhverfiö. Auk þess er þaö svo haft eftir kvensjúkdómalæknum aö notkun þessara nýju dömubinda og buxnainn- leggja hafi valdiö aukinni sveppasýkingu meöal kvenna vegna plastefnanna sem gera þau svo „rakadræg" og „örugg". * l i

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.