Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 38

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 38
kynf rðisleg áreitni einhver opinber stofnun hefur komið sér upp farvegi fyrir mál sem snerta kynferðis- lega áreitni? 2) Hyggst forsætisráðherra beita sér fyrir því að starfsmenn og trúnaðarmenn opinberra stofnana eigi kost á fræðslu á þessu sviði? 3) Hyggst forsætisráðherra sem yfirmaður framkvæmdavaldsins í landinu beita sérfyr- ir því að í sérhverri opinberri stofnun, m.a. í stjórnarráðinu, kirkjunni og í fræðslukerfinu verði komið á fót trúnaöarnefndum eða ein- hvers konar farvegi sem þeir er verða varir við kynferðislega áreitni geta snúið sér til í þeim tilgangi að stöðva fyrirbærið án þess að fara f dómsmál? 4) Telurforsætisráðherra að með ákvæðinu í 198. grein hegningarlaganna sé lagalegri hlið þessara mála nægilega sinnt eða er hann sammála okkur kvennalistakonum um það að æskilegt væri að fá skýr ákvæði um þessi mál inn í fræðslulöggjöfina fyrir öll skólastig, inn í jafnréttislögin og vinnulög- gjöfina? Ef svo er hyggst ríkisstjórnin beita sér fyrir slíkum lagabreytingum? í svari forsætisráðherra kom satt best að segja lítiö bitastættfram. Hann sagði frá að- draganda þess að kynferðisleg áreitni var gerð refsiverð samkvæmt hegningarlögun- um. Þá upplýsti hann að hann hafi beðið ráðuneytisstjóra að upplýsa hvort mál af þessu tagi hefðu komið fram innan ráðu- neytanna. Enginn ráöuneytisstjóri kannaðist við að slík mál hefðu komið upp eða væru til meðferðar I ráðuneytinu. Ráðuneytin hafa þó fengið fregnir af því að mál er snúast um kynferðislega áreitni hafi komið upp í ein- stökum stofnunum. Slík mál hafi verið út- kljáð án atbeina ráöuneytis, stundum með því að þeir sem ásakaðir voru um kynferöis- lega áreitni hafi hætt störfum. Ráðherra kvaðst ekki hafa tíma til að svara öllum mín- um spurningum en ítrekaöi að hann teldi rétt að þingið og rlkisvaldið eigi að marka skýrar og glöggar reglur um þessi mál, sem ekki hafi verið sýndur nægilegur skilningur. Hann telur rétt að að ríkisstjórn og þing taki málið til umræöu þegar niöurstöður yfir- standandi könnunar liggja fyrir. Viöbrögð Þar sem umræöan hafði átt langan aðdrag- anda og verið umdeild vakti hún vafalítið meiri athygli en ella. Fjölmiðlargerðu málinu góð skil og óhætt er að segja að viðbrögð kvenna létu ekki á sér standa. Auk merkjan- legra viðbragöa sem tengdust biskupsmál- inu beint, þá hringdi fjöldi kvenna og þakk- aði fýrir að þetta mál væri tekið föstum tök- um á Alþingi, sem sannarlega væri tíma- bært. 1 kjölfarið fylgdu persónulegar sögur af fjölmörgum vinnustöðum og trúnaðarsam- böndum, sem sannfærðu mig enn frekar um mikilvægi þess að gera eitthvað frekar í málinu. Konur á öllum aldri ræddu eigin reynslu á þessu sviði og fögnuðu því að þessi mál væru komin af einkasviðinu og inn í pólitíska umræðu. Konur biðja m.a. um vettvang til að geta rætt þessi mál, í ætt við Kvennaathvarfið eða Stígamót. Örfáar létu í Ijós þá skoðun að umræður um kynferðis- lega áreitni væru óviðeigandi á Alþingi, þó að vissulega þekktu þær fyrirbærið! Þó að það sé ekki algengt að ásakanir um kynferð- islega áreitni verði dómsmál frekar en mál er varða heimilisofbeldi, þá kom mér ekki á óvart reiðin út í dómskerfið og þá dóma er fyrir liggja í málum er tengjast konum og of- beldi almennt. Þá er ástæða til að fagna þvf að nokkrar stofnanir, eins og til dæmis ís- landsbanki hafa þegar brugðist við á markviss- an hátt og komið sér upp skipulegum farvegi fyrir mál ertengjast kynferðislegri áreitni. Tillaga til þingsályktunar Eftir svör forsætisráðherra fannst mér liggja beint við aö flytja þingsályktunartillögu þar sem skoraö yrði á framkvæmdavaldið að grípa til fræðslu og fyrirbyggjandi aögerða á þessu sviði. Þetta er að mínu mati mál sem ætti að vera auðvelt að ná samstöðu þing- manna um þvert á flokksbönd, ekki síst samstöðu þingkvenna. En viti menn, enginn þingmanna stjórnarflokkanna þáði boðið um að vera meðflutningsmaður, þrátt fyrir „góðar’’ undirtektir forsætisráðherra í utan- dagskrárumræðunni. Auk okkar þingkvenna Kvennalistans og allra þingmanna Þjóðvaka er einn flutningsmaðurfrá Alþýðuflokki (Öss- ur Skarphéðinsson) og tveir frá Alþýðu- bandalagi (Bryndís Hlööversdóttir og Hjör- leifur Guttormsson). Fyrst að ekki náðist kvennasamstaða um þetta mál er ég vonlít- il um aö kvennasamstaða geti yfir höfuð náðst á yfirstandandi þingi. Einnig dreg ég þá ályktun af þessu máli aö ef stjórnarand- staðan hefði verið I sameinuöum þingflokki hefði a.m.k. veriö reynt að kæfa málið í fæð- ingu. Já þaö má réttlæta sérframþoð kvenna með ýmsu móti, fyrir þeim sem efast! Þingályktunartillögunni var dreift á Alþingi 22. mars og þegar þetta er ritað hefur hún ekki verið rædd. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að feia ríkisstjórninni að skipa nefnd sem hafi það hlutverk að beita sér fyrir að skipulega verði brugðist við mál- um er varða kynferðislega áreitni / opinber- um stofnunum og á öðrum vinnustöðum og að skipuleggja fræðslu um slíka áreitni. i Tryggt verði að allir starfsmannastjórar, trúnaðarmenn, dómarar og lögfræðingar eigi kost á slíkri fræðsiu." í greinargerð með tillögunni er víða komið viö. M.a. er talið brýnt með tilvísun í nýleg dæmi um ásakanirum kynferðislega áreitni, að sjá til þess að fræösla eigi sér stað um þessi mál t opinberum stofnunum og öðrum vinnustöðum. Einnig að komið verði upp skipulegum farvegi innan allra opinberra stofnana og helst allra vinnustaða fyrir kvartanir og ásakanir um kynferðislega áreitni, í þeim tilgangi að stöðva mál á byrj- unarstigi. Fyrirmyndirfýrirfarvegi af þessum toga má finna hjá fjölmörgum erlendum há- skólum, fýrirtækjum og stofnunum. Yfirleitt er um litlar trúnaðarnefndir að ræða þar sem bæði kynin eiga fulltrúa. Hlutverk þeirra er að hlusta á báða málsaðila, veita i áminningar við fýrsta brot og grípa til róttæk- ari aðgerða ef kvartanir eða ásakanir halda áfram.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.