Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 45

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 45
 A er sterk kona og stolt en þrátt fyrir styrkinn er hennar eina færa leiö að sniðganga sjálfa sig og tilfinningar sínar. Hún, eins og frægt er orð- ið, velur fremur „þann versta en næstbesta”. Hjónabandið með „þeim versta’’ gerir hana bitra og kaldhæðna. Tilvera Snæfríðar snýst í kringum mennina T lífi hennar; föðurinn, ástmanninn, eiginmann- inn og vonbiðilinn. Þeir eru örlagavaldamir í lífi hennar. Hún á í sífelldri togstreitu við tilfinning- ar sínar og skyldumar sem umhverfi og erfðir bjóða henni. Hún svíkur sjálfa sig fyrir alla þessa menn og í lok verksins er það föðurland- ið sem þarfnast hennar. Hún giftist vonbiðli sín- um til margra ára, Sigurði presti og verður bisk- upsfrú. Gengur þar með inn í það hlutverk sem hún hafði hatast viö áöur og selur sálu sína fýr- ir farsæld lands og þjóðar. Það er engu líkara en að innra með henni sjálfri búi eyðingarafl. Hvað hefði fullnægt þessari stórbrotnu konu? Hver hefði Snæfríður orðiö ef ástmaðurinn hefði ekki tekið ást sína á þjóðinni fram fyrir ást sína á henni?, hugsaði ég á leið út T vomóttina að lokinni sýningu. Ölvuð af örlögum mikilla Is- lendinga. Hefði það kannski ekki skipt máli, eru þetta kannski örlög stórlyndra kvenna, að vera alltaf sú sem ekkert fullnægir? Kaldhæðnina notar hún sem vöm gegn um- hverfi sínu og örlögum og það á hún sameigin- legt með konunum í hinum verkanna, - eða er kaldhæðnin kannski ekki brynja, heldur einmitt þeirra beittasta vopn? Stór, stærri, stærst Það eru þær Helga Backmann, Edda Þórarins- dóttir og Halla Margrét Jónsdóttir sem túlka há- vöxnu konumar í verki Edward Albee í Kjallara- leikhúsinu. Leikkonumar þijár eru hreint frábærar í hlutverkum sínum. Helga Backmann leikur háaldraða konu og er hreint stórkostleg, að hinum leikkonunum að sjálfsögðu ólöstuö- um. Þær eru stórar í margfaldri merkingu orðs- ins; hávaxnar og stórlyndar. Konumar eru allar á mismunandi aldri, sú elsta er háöldruð, á orðið erfitt með allar hreyf- ingar, margbeinbrotin og pissar undir. Hún er bitur og uppfull af kaldhæðni í garð hinna yngri. Heyrir það sem hún vill heyra og hefur breyst í kvartsárt dekurbarn. Sú í miðið er um fimmtugt og er ráöin til að sjá um þá gömlu. Hún þekkir dyntina hennar og reynir að taka þeim með jafn- aðargeði. Sú yngsta er rétt yfirtvítugt og á erindi við þá gömlu, - er fulltrúi lögfræðingsins. Hún er sannfærð um að í framtíðinni bTði farsælt og hamingjuríkt líf og hún leitar eftir þeim eina rétta, - sem þeirri gömlu finnst alveg spreng- hlægilegt og alveg út í hött. Þannig takast þær á, sú sem lifað hefur heila mannsævi og hinar sem eru ekki komnar á leiðarenda og neita að trúa því sem sú gamla segir. Um mitt verkið verða skyndilega þáttaskil og konumar eru allt I einu orðnar ein og sama manneskjan, - sú gamla! Þær halda áfram að ræöast viö og eru ekki á eitt sáttar um lífshlaup sitt. Þannig verða þær yngri aö eins konar út- skýringu á persónuleika þeirrar elstu. „Hvemig gat ég þreyst í þig?’’, spyr sú yngsta þá elstu og hryllir sig. Þetta kemur mjög skemmtilega út fyrir áhorf- andann sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar þær fara allt I einu að rifla upp sömu hlutina, sem ein manneskja! Húmorinn er kaldhæðinn og spuming stendur um hvemig og hversu mikið við ráðum ITfi okkar og örlögum. Eins ogT hinum verkunum eru það karlmennim- irí lífi þeirra sem marka lífsleið þeirra, núna em það eiginmaður og sonur. Eftir að hafa eytt æskuámnum í daður og dufl giftist hún manni í góðri þjóðfélagsstöðu og leit fram á bjarta og trygga framttð, eins og sú yngsta gerði! Svo virð- ist sem hún hafi aldrei fullkomlega sætt sig við eiginmanninn, alveg sama hvaða gjafir hann ber t hana, - og með hvaða hætti. Höfnun henn- ar á honum rekur hann til annarra kvenna.J! Hún hefur soninn að sjá um, en hann bregst hlutverki sínu sem fýrirmyndarsonurinn og líf hennar er eyðilagt. Þannig er líf hennar ekki byggt á hennar eigin persónu heldur miklu frek- ar á körlunum T kringum hana. Verkið er allsérstakt, enda Albee þekkturfyr- ir absúrdsttl og stundum engu ITkara en hann vilji ganga fram af áhorfendum, alla vega var mér að veröa nóg boðið undir predikunartónin- um í lok verksins! Er kona ekki kona, nema með karimanni??? Það er áberandi að allar þessar konur, eins ólík- ar og þær nú em, eiga það sameiginlegt að vera skilgreindar og/eða skilgreina sig sjálfar út frá körlum, það er að segja því hlutverki sem þær gegna gagnvart karlmanninum; eiginkona, móðir, meyja, mella o.s.frv. Þær lifa öllu sínu lífi, frá vöggu til grafar, í eins konar jakahlaupi milli karla sem hafa örlög þeirra T hendi sér. Kvenímyndin er þannig til einungis sem skil- greining á því hlutverki sem þær hafa í heimi karlmannsins. Það erí þessum heimi sem kon- umar lenda í togstreitu milli hlutverka sinna, þ.e. því sem umhverfið væntir af þeim og eigin tilfinninga. Hlutverkin sem konunum er ætlaö að gegna em þegar fúllmótuð og tilbúin. Valið stendur á milli þess að láta undan vilja samfé- lagsins, hegða sér eins og hlutverkið býður eða að taka hlutverki hómnnar - selja ITkama sinn eða sál. Málamiðlunin erengin, - btttu á jaxlinn og bölvaðu í hljóði, kona góð, fyrir það varð ekki minni kona en Snæfríður íslandssól að hetju! Sólveig Jónasdóttir Veriur umgengni þín eitur í þeirra beinum? Þegor við skolum spilliefnum niður um holræsið, gröfum þou í jörð eðo spúum þeim út í loftið spillum við lífsskilyrðum okkor og afkomenda okkor. Þess vegna ber oð ofhendo öll spilliefni til eyðingar ó öruggon hótt. Sýndu ábyrgð í verki S0RFA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs likíist

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.