Vera - 01.05.1996, Qupperneq 13

Vera - 01.05.1996, Qupperneq 13
möguleika þeirra til að taka ákvarðanir og birtist þetta t.d. í því að þeim er skv. frum- varpinu heimilt að ákvarða einstökum i starfsmönnum viðbótarlaun, „vegna sér- stakrar hæfni er nýtist í starfi, eða sérstaks álags í starfi, svo og fyrir árangur í starfi". Hér er ekki veriö að gera launakerfið ein- faldara, eins og markmiðið á þó að vera og enn síður er verið að gera það gegnsærra. Reynslan sýnir aö kynbundið launamisrétti fer fyrst að verða verulegt þegar kemur að hinum einstaklingsbundnu samningum og þaö er hætt við að konur fari halloka í því verðmætamati sem leggja þarf á störfin við það að ákvarða sérstaka hæfni er nýtist í starfi, sérstakt álag I starfi og árangur í starfi. Það er engin ástæða til að ætla aö forstööumenn stofnana meti störf kvenna frekar aö verðleikum eftir þessa breytingu en áður, nema í kjölfarið fylgi kynhlutlaust starfsmat og oþið launakerfi, þannig að matið á störfunum sé tekið til endurskoðun- ar og að starfsmönnum sé unnt að meta ^ stöðu sína. Forstöðumenn stofnana hafa nefnilega hingaö til frekar valið að láta karl- ana njóta sporslna og friðinda heldur en konur, það sýna kannanir og þær segja okk- ur líka að við einstaklingsbundna samninga eykst kynbundiö launamisrétti verulega. En ríkisstjómin ætlar aö bæta stöðu kvenna á vinnumarkaöi með því að fela forstöðu- mönnum rikisstofnana meira sjálfræði til að greiða starfsfólki sínu umfram taxta! Það er vægast sagt snilldarleg ályktunarfærni. Breytingar á almennum vinnumarkaöi Þær breytingar sem rikisstjórnin hyggst gera á lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur hafa enga sjáanlega þýðingu fýrir konur eða stöðu þeirra á vinnumarkaði. Þar er lagt til að heimilt sé að stofna vinnustaðafélög, reynt er að gera reglur um samningsumboð og samþykkt kjarasamninga skýrari, reglur um boöun vinnustöðvunar eru þrengdar, at- kvæðagreiöslur um kjarasamninga gerðar flóknari og heimildir sáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögur auknar. Hvað sem segja má um efnisinnihald þessara til- Endurmat á verömæti starfa í formi kyn- hlutlauss starfsmats er spennandi kostur aö skoða í þessu miöi og gæti haft í för meö sér uppstokkun launakerfisins sem kæmi konum til góöa. lagna, þá er grundvallargalli á framsetningu málsins sá, aö það er lagt fram í formi laga- frumvarps ogí ósátt við samtök launafólks í landinu. Hið sama á reyndar við um breyting- arnar á opinbera markaðnum. Slík vinnu- brögð eru ekki til þess fallin að greiða fyrir samningum á vinnumarkaði og þau brjóta í bága við hið norræna módel sem áður hefur verið lýst. Breytingartillögurnar á lögunum um stétt- arfélög og vinnudeilur geta ekki á nokkurn hátt bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði eða aukiö möguleika þeirra til að koma sjónar- miðum sínum aö við gerð kjarasamninga. Vinnustaðasamningar eru gerðir víða um land í dag og hafa reynst vel, en heimildin til að stofna vinnustaðafélög hefur engin áhrif á möguleika fólks til að gera slíka samninga sé þess óskað. Og þótt það sé markmið rfk- isstjórnarinnar að auka áhrif einstakling- anna í stéttarfélögum, þá virðist það aðeins gilda í þeim tilvikum sem halda þarf aftur af valdi stéttarfélaganna, s.s. við boðun vinnu- stöðvunar, en þegar kemur að ákvörðun um að fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara þá eru áhrif einstaklinganna lítils metin og þeim er nánast gert ókleyft að fella slíka tillögu. Hvaö er til ráöa fyrir konur? Vandamál kvenna á vinnumarkaði felast í öðrum þáttum en skipulagi vinnumarkaðar- ins, þótt vissulega sé þar ýmislegt gagnrýni vert. Þaö sem þyngst vegur er launastefnan sem slík, sem hefur einkennst um of af því að halda töxtunum niðri, sem aftur hefur haft í för með sér að hinn duldi hluti launa- kerfisins verður stærri. Slík launastefna kemur illa niður á konum sem fá síður sporslur og fríðindi en karlar. Það er því miklu frekar launastefnan sem sltk sem þarf að ráöast til atlögu við, en á Norðurlöndum hafa konur náð verulegum árangri í kjara- samningum, m.a. með sérstökum kvenna- kvóta. Það er ekki einfalt mál að segja til um það hvaða aöferðum konur eigi að beita til að ná fram bættri stöðu á vinnumarkaöi. Endurmat á verðmæti starfa í formi kynhlut- lauss starfsmats er spennandi kostur að skoða í þessu miði og gæti haft í för með sér uppstokkun launakerfisins sem kæmi konum til góða. Breytt skipulag á vinnumark- aði, sem helst hefur það að markmiði að gera áhrif stéttarfélaga minni en verið hefur er ekki líklegt til að skila konum frekar en öðrum láglaunahópum bættum kjörum. H&ftn: Eigum vií a'3 athuga hvort ohkal* getur h&naí sér 'L ^ lengra aftur á fcají? Hún: Ok fívenreMtutrancíari: Hvaí joarf Wargar hvenréttiniahonur ti] aí sjiipta um Jjósaperu? Fimm. Fina ti] a? sjsipta um peruna og fjórar til aí hvetja hana. Hún: ,, ó , gefðu guð oss meira puð“ • • • í vinnfnni

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.