Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 7

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 7
Lítið er vitað með öruggri vissu um ævi hinn- ar frægu skáldkonu Sapfóar sem þykir hafa kafað dýpst allra grískra skálda í Ijóðheim ^ ástarinnar. Fæðingarár hennar er af sumum talið vera 617 f. Kr., en hún var af gamalli höfðingjaætt og ólst upp á Lesbey eða eyj- unni Lesbos, nærri Tyrklandsströnd, ásamt móður sinni og systkinum, eftir að faðir hennar hafði fallið í stríði við Aþeninga. Vegna ætternis var hún gerö útlæg og það reyndar tvívegis. í síðara skiptið bar hana vestur til Sikileyjar, þar sem hún giftist auð- ugum kaupmanni og átti með honum dótt- ur. Hún var því allvel efnuð, er hún sneri aft- ur heim til Lesbeyjar, og var þá orðin ekkja, þótt ung væri. Þegar heim kom, varð hún og heimili hennar miðdepill ákveðins félagslífs sem nokkuð er á huldu um. Menn hafa get- um að því leitt að þar hafi farið fram ein- hvers konar skólastarfsemi þar sem saman söfnuðust víðsvegar aö ungar stúlkur til að læra hjá Sapfó sönglist, skáldskaparlist og dans. Hvernig sem því er varið, er þaö aug- L Ijóst af kvæðum Sapfóar að milli hennar og ur myndast sú saga um endalok hennar að hún hafi steypt sérí hafið ofan af háum kletti sakir óendurgoldinnar ástar á forkunnarfríð- um sveini er Faon hét. Þótt sú saga sé næsta ótrúleg, hefði slíkur dauðdagi vart hæft illa slíkri tilfinningakonu sem Sapfó var. Ástinni lýsir Sapfó á einstaklega hispurs- lausan hátt í Ijóðum sínum, og raunar ekki sem sæluvímu eintómri, því nær væri að segja að þau mæðginin, Afródíta ástargyöja og Eros sonur hennar, gangi harkalega í skrokk á henni, og það jafnvel í bókstaflegri merkingu, enda líkir Sapfó þeim síðar- nefnda á einum stað við storm sem blæs ofan af fjalli og skekur hana alla líkt og veik- byggða hríslu. Eitt frægasta kvæði hennar er skilnaðarljóð til ungmeyjar, ort undir þeim bragarhætti sem viö hana er kenndur og sennilega í tilefni þess að ung stúlka, sem verið hafði undir hennar handleiðslu, er f þann veginn að hverfa í fang brúðguma síns. Hér hefur ástarþráin snúist upp I sterka líkamlega kvöl sem Sapfó greinir af allt að því vísindalegri nákvæmni T and- læsir sig undir hörund mitt, / mér sortnar fyrir augum og það / suðar fýrir eyrum mér, / ég er böðuð köldum svita, skjálfti / fer um mig alla, fölari en gras / er ég og nær dauða en lífi / finnst mér sjálfri." Ef til vill er ekki fráleitt að segja að í list sinni hafi Sapfó beinlínis notiö þess að vera kona, á tímum þegar stöðugur vopnaburður og hetjuhugsjónir stuðluðu að því að bæla niður hina viðkvæmari þætti í sálarlífi karl- manna, þannig að stundum komst lítiö að í Ijóðum þeirra annað en vopnaglamur og vín- svall, en meyrari tilfinning eins og ástin varö útundan og léttvæg fundin. Heimur Sapfóar er kvenheimur, og yrkisefni hennar gjarna það sem vekur yndi, svo sem glaðværar há- tíöir, skart, blómsveigar, dýrindis ilmefni og tunglbjartar nætur í skjóli laufskóga. Sapfó á það til að tefla fram kvenlegum lífsgildum gegn hinum karlmannlegu og segir á einum stað að það séu ekki fýlkingar fótgönguliða eða riddara eða stóreflis floti herskipa sem henni þyki mest til koma, heldur þaö sem vekur ástarþrá í brjósti manna. CRÍSKA SKÁLDKONAN SAPFÓ þeirra kvenna sem hún umgekkst hefur myndast mjög náið tilfinningasamband, og því er það, að orðiö lesbía, sem nú er notað um samkynhneigðar konur, er dregið af nafni heimaeyjar hennar. Þrátt fyrir það hef- stæða frum- þætti og stillir þeim upp sam- an í mynd þar sem skiptist á funhiti og hel- kuldi, orðgnótt og málleysi, sjón og blinda, ólgandi Iff og lamandi feigð- arkennd. Til eru af þessu Ijóði fimm þýö- ingar f bundnu máli á íslensku, en bein útlegg- ing þess í lausu máli yröi eitt- hvað á þessa leið: „Mér finnst hann vera jafn Eros krýnir Sapfó. guöum / sá maður er gegnt þér / situr og í nánd við þig á sætlegt / tal þitt hlýöir / og heillandi hlát- ur. Það / skekur hjartað f brjósti mér / aö líta á þig sem snöggvast, þá kem / ég ekki upp orði / en tungan er lömuð, mjúkur / logi Svo kaldhæðnislega vill til aö einmitt ást- arbrími Ijóða hennar olli því að fleiri þeirra glötuöust en ella hefði oröiö, þvf þau voru talin ósiðleg fyrir vikið af heittrúarmönnum á miðöldum og bækur hennar brenndar á báli. Varðveisla þeirra fáu kvæða hennar og kvæðisbrota sem nú eru þekkt er einkum að þakka öðrum höfundum er í þau hafa vitnað, en þaö sem geymst hefur nægir til að við getum skilið hvað Platon átti við er hann vildi fjölga listgyðjunum og bæta Sap- fó við sem þeirri tíundu. Ljóð Sapfóar hljóta æ að vera I hávegum höfð, meðan við telj- um það aðalsmerki sannrar Ijóðlistar að sameina tærleika og hljómfegurö, hnitmið- un og tilfinningadýpt. Gott dæmi um þetta er smáljóð sem lýsir einveru skáldkonunnar um miðnæturbilið með einfaldri mynd, þar sem fjarvera himintunglanna verður sýnileg, þögnin heyrist, og stundin sem er á förum stendur kyrr og verður sem eilíf, en hin djúpa einvera að taug sem tengir hana við þann sem kvæðið les. Siginn er máni í sæinn og Sjöstirniö horfiö á miðri nóttu. Nú er á förum stundin, og enn iigg ég ein. Kristján Árnason dósent vió Háskóla íslands frmkvööullinn

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.