Vera - 01.05.1996, Síða 40

Vera - 01.05.1996, Síða 40
ujoq wiaj. INGIBJÖRG SIGFÚSDÓTTIR ofvirkni og námstregða afleiðing rangrar nœringar Það brá mörgum í brún þegar greint var frá því í bandarískum fréttaþætti aö þar í landi væri ofvirkum börnum gefið lyfið Ritalin, en það er skylt Am- fetamíni. í kjölfarið fóru íslenskir fjöl- miðlar á stjá og komust að því að þetta lyf er einnig gefið einhverjum hópi ofvirkra barna á íslandi. Ofvirkni (hyperacitvity) eða óeðlilegur óróleiki, er sjúkdómur sem fer sífellt vaxandi meðal barna. Hann lýsir sér þannig að barnið getur vart verið kyrrt andartak, það á erfitt með að einbeita sér að nokkru stundinni lengur og al- gengt er að því fylgi vandamál í skóla. Námsárangur er lítill eða enginn, í flestum tilfellum langt undir getu, sé miöaö við greind barnsins. Oft eru þessu samfara alvarleg hegðunar- vandamál, bæði heima og í skóla, og það er einmitt i þeim tilvikum sem gripið er til Ritalinsins. Ýmsir telja þó að óþarft sé að grípa til svo stórtækra aðgeröa og segja aö gera megi ýmis- legt annað til að draga úr einkennun- um og jafnvel leysa vandann. Líkamleg einkenni sem oft fylgja eru m.a. þurr og hreistruð húð, asmi, óþol af ýmsu tagi, eyrnabólga, höfuðverkur, nefrennsli, bólur og stöðugur þorsti, sem ekki hverfur þó að drukkið sé. í sumum tilfellum kemur eitthvað af þessum einkennum í Ijós strax eftirfæðingu og jafnvel er talið að merkja megi þau meðan á meðgöngu stendur, eða svo segja rannsóknir frá Bretlandi. Ekki má rugla ofvirkni saman við eölilega athafnasemi eða óþægð. Mörg börn eru ótrúlega fjörmikil og athafnasöm í eðli sínu og getur það borið vott um gáfur og eðlilega forvitni. Á síðastliönum 15-20 árum hefur ýmis- leg vitneskja komið í Ijós sem getur hjálpað órólegum börnum. Nú er vitað að það sem hefur verið skilgreint sem ofvirkni, árásar- hneigð, heimska eða tornæmi, stafar oft af fæðuóþoli og má stundum laga með breyt- ingu næringar, hreyfingu, teikningu og ýms- um meðferðum, sem til skamms tíma hafa verið óþekktar. í Bretlandi er starfandi félagsskapur und- ir nafninu „Hyper- Active Children’s Support Group” (Stuðningshópur fyrir ofvirk börn), sem hefur það að markmiði að safna sam- an niðurstöðum rannsókna og gera eigin kannanir á þessum vanda. Þau segja að það hafi hjálpað þúsundum barna að breyta um mataræöi og benda á eina af mörgum rannsóknum sem ameríski læknirinn Willi- am G. Crook, MD gerði á börnum er haldin voru taugaveiklun, ofvirkni eða námsörðug- leikum. Rannsökuð voru 136 börn árið 1979 og kom þá í Ijós að: 77 þeirra höfðu óþol fyrir sykri, 48 fyrir litar- og bragðefnum, 38 fyrir mjóikurafurðum, 30 fyrir maís, 28 fyrir súkkulaði, 20 fyrir eggjum, 15 fyrir hveiti, 13 fyrir kartöftum, 12 fyrir sojasósu, 11 fyrir sítrusávöxtum, 10 fyrir svinakjöti, 9 eða færri fyrir kjúklingum, nautakjöti, epl- um, hnetum, lauk, ananas, tómötum, gulróf- um, höfrum, hrís og saiti. Til að ganga úr skugga um hvort um fæðuóþol sé að ræða bendir dr. Crook á að í fyrstu sé best að byrja á að taka út úr fæði barnsins algengustu ofnæmisvaldana, einn af öðrum. Oft dugi það eitt að taka út sykur- inn og verði þá barnið eölilegt aftur. Dugi það ekki, sé næst að taka út mjólkina og öll litar- og bragðefni, síðan koll af kolli. Þegar barnið hefur verið einkennalaust I 48 klst. er einni tegund matar bætt aftur í fæði þess og fýlgst vel með viðbrögðunum. Hafi barnið óþol fyrir þessari ákveðnu fæðuteg- und sem bætt er við kemur það fljótlega fram hvort sem ástæöan var taugaveiklun, ofvirkni eða skortur á einbeitingu. í upplýsingum H.A.C.S.G. kemur fram að fimm sinnum fleiri drengir en stúlkur eiga við þennan vanda að striða og rannsóknir hafa sýnt fram á að ofvirkni getur stafað af skorti á efni sem heitir prostaglandin, sem verður til úr gamma-línólensýru með dihomo- gamma-línólensýru sem millistig. Meira er Ekki má rugla ofvirkni saman við eðlilega athafnasemi eða óþægð. Mörg börn eru ótrúlega fjörmikil og athafnasöm í eðli sínu og getur það borið vott um gáfur og eðlilega forvitni. um vangetu drengja til að mynda GLA á eðli- legan hátt. Nútímafæði inniheldur yfirleitt verulegt magn trans-fitusýra og mettaöra fitusýra, en neysla þeirra kemur í veg fyrir myndun gamma-línólensýru úr Cis- Itnólsýru. Það skýrir hvers vegna breytt mataræði læknar oft þessi börn. H.A.C.S.G. hópurinn ráðleggur foreldrum að gefa ofvirkum börn- um kvöldvorrósarolíu og styðst þá við rann- sóknir sem framkvæmdar voru í Bretlandi, Kanada, U.S.A. og Suður-Afríku og sýndu að ofvirkum börnum sem gefin var kvöldvorrós- arolía, B3, B6 og C vítamín ásamt zinki, batnaði ofvirknin í tveimur þriðju tilfella. Kvöldvorrósarolía inniheldur 8-10 hluta af gamma-línólensýru og afganginn að mestu Cis-línólsýru, en engar transfitusýrur. Kvöld-

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.