Vera - 01.05.1996, Qupperneq 35

Vera - 01.05.1996, Qupperneq 35
 y i t þess að hún gæti vitnað um það að ég legði henni ekki orð í munn - og er ólýsanlega feg- in því að hún var hjá mér þegar vitnisþurður- inn kom. í kjölfar þessa fer ég með Sunnu í Stígamót T viðtöl sem ég var ekki viðstödd.! þessum viðtölum tjáði hún konunum ýmis- legt sem hún sagði mér ekki. Ég segi síðan Sóleyju frá því að afi hennar hafi gert eitt- hvað við systur hennar, en ekki hvað hann hafi gert. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá, en sá það seinna þegar við ræddum málin, að á þessum tímapunkti dregur hún sig í hlé. Þegar hún sá hvernig mér varð við að komast að því hvað afi hennar hafði gert syst- ur hennar lokaði hún á allt sem að hann hafði gert henni og geymdi innra með sér, því að hún vildi ekki valda mér meiri sársauka. Þá fannst mér kominn tími til að systkini mín vissu hvað um væri að vera og um leið og ég upplýsi þau um málið bið ég þau um aö koma með mér til þess að ræða við for- eldra mína. í fyrstu fannst mér systkini mín sýna mér skilning en þó vissu þau ekki hverju þau áttu að trúa og vildu ekki taka skýra afstöðu. Samt voru þau að koma með tillögur um hvernig ég ætti að haga mér í þessu máli. Þau vildu ekki að ég kærði og það mátti alls ekki gera þetta opinbert. Sáttatillaga kom til greina en best fannst þeim að leysa þetta á þögla mátann - það átti að „grafa" þennan Ijóta verknað með fjölskyldunni. Systkinum mínum fannst mamma og paþbi vera orðin of gömul til að standa í þessu - þau virtust frekar vilja vernda þau heldur en börnin. Þegar ég fór að tala við foreldra mína komu systkini mín með mér en viðbrögðin voru eins og við var að búast - mamma sjokkeraöist í fýrstu en pabbi sór þetta allt af sér og sagöist aldrei hafa komið nálægt börnunum. Ég hafði verið yfirveguð allan tímann en aö svo komnu máli labbaði ég út. Síðan hef- ur verið kalt á milli þeirra og mín. Ég hef heyrt haft eftir þeim aö ég hafi klikkast eftir skilnaðinn - verið athyglissjúk og orðið vit- laus af því að þau skrifuöu ekki upp á lán fyr- ir mig, en sú skýring er hvort tveggja alröng og langsótt. Það sem mér finnst sorglegast í sambandi við fjölskylduna mína er að eng- inn hefur aflað sér upplýsinga um málið og enginn hefur spurt stelpurnar beint út hvað hafi komið fyrir. Það er bara sagt að ég Ijúgi þessu í stelpurnar og málið afgreitt þannig. Félagsmálastofnun kærir Fljótlega eftir þetta er Félagsmálastofnun komin T máliö og kærir fyrir hönd Sunnu - en máli hennar er vísað frá þar sem hún var svo ung og ekki talið hægt að „byggja" nóg á frá- sögn hennar. Þegar Sunnu máli er vísað frá er Sóley ekki farin að segja frá því sem að kom fyrir hana en skömmu eftir þetta opnar hún sig fýrir mér. Hún sagöi að sér liöi illa því að afi hennar hafi gert sér svolítið sem henni fyndist ógeöslegt. Ég spurði hana nánar og þá sagði hún mér brota-brot af því sem afi hennar hafði gert henni. í framhaldi af því fer hún til Stígamóta þar sem hún fer T einkaviðtöl og til meðferðaraðila sem leyfir henni að tjá sig í myndformi í stað orða. Þannig var hægt aö finna hve margar tilfinn- ingar bærðust með henni og ég fann vel tog- streituna sem hún átti í við sjálfa sig. Það er ekkert auðvelt fyrir barn að hata afa sinn - pabba mömmu sinnar - en líka þykja vænt um hann á sama tíma. Hún tekur síöan ákvörðun um aö kæra hann og gerir það vegna þess að hún vildi það sjálf. Ráðgjafi hennar í Stígamótum fór með henni og var hún miklu opnari við þá konu heldur en mig, því að hún vildi ekki að ég heyrði hvernig hann hefði komið fram við hana. Eins var þetta gert til þess að tryggja að ekki væri hægt að segja að ég mataði hana á upplýsingum, enda vissi ég ekki nærri allt sem að hann gerði henni fýrr en ég sá dómsúrskuröinn. Hún var ellefu ára þeg- ar hún kæröi verknaðinn en það líöa tvö og hálft ár þar til dómur er kveðinn upp. Fjölskyldan lokar á málið Meðan á þessu stóð er ég ekki tekin saman „Auðvitaö vissi ég að eitthvað var ekki eins og það átti að vera en á þessum aldri trúir maður ekki neinu misjöfnu upp á pabba sinn - „besta pabba“!“ af málið

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.