Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 25

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 25
kórstjora ir og Aðalheiöur Þorsteinsdóttir er píanóleikari sveitarinnar. Svo erum við með kórskóla undir handleiðslu Hörpu Harðardóttur en þangað fara allar nýjar konur í raddþjálfun. Loks eru þaö Senjoríturnar, sem eru konur, 65 ára og eldri. Þær sungu I fyrsta sinn opinberlega fyrir skömmu, undir stjórn Rutar Magnússon. V: Það er frábært aö þið skuluð virkja allar þessar konur sem létu sig annars kannski bara dreyma um söngyfir sjónvarpinu á kvöldin. Nú er gaman að velta því fyrir sér af hverju svona kór hefur ekki verið til í 70 eða 80 ár eins og Karlakór Reykja- víkur og Fóstbræður, fyrst áhuginn er svona gífurlegur. Er það fyrst og fremst sterkri forystu að þakka að kórinn varð til? M: Auðvitað er það að miklu leyti svo. Sú forysta skapaðist úr Kór- skóla Kramhússins og lögðu þær konur á sig gífurlega vinnu við und- irbúning stofnunar kórsins. Síðastliðna áratugi hefur félagslegt um- hverfi kvenna líka breyst. Hér áður gátu konur ekki leyft sér að stunda áhugamál af miklum krafti, þegar börn og bú biðu heima. Sumar konur mæta þó enn andstöðu heima fyrir þegar svo krefjandi áhugamál kallar. Einnig má þakka aukinni tónmenntí landinu, en um 10% þjóðarinnar er virkt söngáhugafólk í kórum. V: Margrét, nú ert þú með stóra fjöiskyidu og stjórnar einnig barnakór. Ég dáist að því hvað þú ert kraftmikii. Þarftu ekki að i vinna mikla sjálfboðavinnu og hvernig fjármagnið þið eigln- lega Kvennkórstarfið? M: Þetta gengur að sjálfsögðu ekki án sjálfboðavinnu. Mikil óvissa fylgir tekjum af tónleikum. Til þess að hægt sé að greiða fagfólki kórsins laun, sem auðvitað verður að gera, höfum við látið konur greiöa gjöld fyrir kennslu og þátttöku í kórstarfinu, 20.000 kr. yfir vet- urinn. Auðvitað eru til konur sem langar, en hafa ekki ráö á þessu og það er bagalegt. En þetta var þrautalendingin. Viö byrjuðum tómhent- ar og þurfum að leigja dýrt húsnæði því við höfum ekki aðgang að op- inberu húsnæði fyrir svona kröftugt starf. Kórkonur standa alveg sjálfar undir rekstrinum, ef frá er talinn 300.000 kr. styrkur sem við fengum frá borginni 1995, en það er bara droþi í hafið. V: Já, Margrét, það er vissulega neikvætt að konur þurfi að borga með sér í kór? M: Já, sérstaklega þegar maður sækist eftir því að konur staldri við i að minnsta kosti í um það bil 10 ár. Mér finnst I lagi að borga sig inn I kórinn, en gjöld ættu að lækka í samræmi við úthald kórfélaga. Margs konar tómstundastarf er styrkt af yfirvöldum, eins og t.d. íþróttahreyfingin, og ýmis konar fulloröinsfræðsia. Karlakór Reykja- víkur og Fóstbræður eiga sitt félagsheimili og hafa fengið peninga- styrki frá hinu opinbera. Auk þess hafa eiginkonur kórfélaganna stutt 5 þá í bak og fyrir með bösurum og bakstri gegnum tíðina. Þann stuðn- ing eru fáir eiginmenn fúsir aö veita. Mér hefur t.d. dottið í hug að borgin gæti styrkt atvinnulausar konur til þátttöku í starfinu, eins og víöa er gert. Ég spyr stundum hvort konur séu bara aö þessu fyrir sjálfar sig? Hefur starfið ekkert menningarsögulegt gildi? Ber ekki að meta það að verðleikum? Afstaða yfirvalda segir mér því miður að svo sé ekki. Ég er sannfærö um aö kórstarf er geðheilsubætandi. Ég á mörg bréf frá kórfélögum, því til sönnunar.í okkar vélræna og tæknivædda samfélagi er söngurinn eitt af því náttúrulegasta sem hægt er að iðka. Það er í alla staði mannbætandi og vinnur gegn for- dómum, meðal ólíkra kvenna og þjóða. En Kvennakór Reykjavíkur er ekki persónulegt áhugamál mitt, af því ég hafi ekkert annað betra að gera. Kórinn er kominn til að vera, ég fékk það dásamlega hlutverk að vera ein af stofnendum hans og fýrsti stjórnandinn. Þetta hefur gefið mér mikla lífsfyllingu. Áhuginn er slíkur að ekki veröur um villst, en nú stendur hann á tímamótum og þarf stuðning. V: Er kórinn á viðkvæmu skeiði núna, Margrét? M: Já, einmitt. Við erum þrautseigar og gefumst ekki upþ, en þaö er lýjandi þegar stuðningur er lítill frá samfélaginu. Ég er með góðan kór og erlendirfagmenn hafa sagt mér að hann hafi alla burði til að verða frábær. Mikill kraftur hefur haldist meðal félaga og stjórnenda, en það er líka nýjabrumið og helst ekki að eilífu. Konur þreytast á því að hafa peningaáhyggjur og á því aö þurfa að greiða sjálfar fyrir þátttök- una, ár eftir ár. Því fylgir mikil pressa að þurfa að fá húsfylli á hverja tónleika, og starfið er líkt og um atvinnukór væri að ræða. En laun mín eru vitaskuld í engu samræmi við það. Nú förum við fram á fjár- hagslegan stuðning, t.d. ákveðið fast framlag frá yfirvöldum. Bætt skilyrði myndu örva okkur til dáöa og allt starfið yrði frjósamara og afslappaðra. Auk þess sem allar konur hefðu aðgang. Við gætum þá til dæmis gefið okkur tíma til að framleiða góða geisladiska, sem auk landkynningar yrðu örugg tekjulind í framtíðinni. Við verðum að finna samstöðu núna. Við viljum ekki þurfa að koma betlandi með allt niður um okkur þegar í óefni er komið. Við erum tilbúnar að taka gagnrýni sem fýlgir alvöru starfi. Það stöndum við af okkur. Um tvennt er að ræða. Að halda áfram við erfiðar aðstæður, eöa fá bætt skilyrði til að dafna. V: Nú skilar svona starfsemi vafalaust miklum peningum út í veltuna í þjóðfélaginu. M: Já, auðvitað. Við höfum greitt um 5 milljónir króna í leiguhúsnæði á ferlinum fyrir tónleika- og æfingahúsnæöi. Auk þess sem við greið- um skatta af okkar launum til samfélagsins. Nú stendur til að athuga hvort Kvennakórinn eigi samleið með Karlakór Reykjavíkur, sem hef- ur unnið aö byggingu glæsilegs sönghúss í Öskjuhlíðinni. Þegar 70 ára maöur biðlar til 3ja ára stúlku þarf að gæta að því að framtíð hennar sé vel tryggð og hann má ekki fleygja henni á dyr við fýrstu

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.