Vera - 01.05.1996, Qupperneq 47

Vera - 01.05.1996, Qupperneq 47
IVI U N RAFN GEIRDA væntanlegur forsetaframbjóðandi % I að vera kona!? vinnumarkaðinn til að afla tekna jafnvel gegn eigin vilja ogjafnvel til að vinna í frosti og funa. Þessi krafa kæmi ekki aðeins frá þeirra eig- inkonum heldur öllu samfélaginu. Því var hann hlynntur karlasamtök- um sem myndu berjast fyrir jafnrétti karla til að fá að vera mjúkir ef þeir vildu. Þegar ég heyrði þetta þótti mér þetta fjarrænt sjónarmið þó ég skyldi það en þegar ég lít til baka um 15 árum seinna þá skil ég það betur og met það. Sem betur fer hafa fjölmargir karlmenn tekið síaukinn þátt í heim- ilisstörfum um leið og konur eru aö fara út á vinnumarkað. Þannig er að skaþast aukið jafnvægi í kynhlutverkum. Hins vegar tel ég að þessi þróun eigi eftir að taka allmörg ár, jafnvel áratugi og mikilvægt er að hasta henni ekki um of, heldur hlúa að henni með stöðugri við- leitni. Það er ekki mikið að breyta hefðum sem hafa ríkt um þúsund- ir ára á einum mannsaldri eða svo. Því tel ég ráðlegt aö skaþa lang- tímasjónarmið á þessu sviði, þar sem gerð væri til dæmis áætlun til ársins 2044 þegar við eigum 100 ára afmæli lýðveldisins og sjá hvernig staðan er þá. Ágætir áfangastaöir á leiðinni gætu verið næst- Guömundur Rafn Geirdal ásamt syni sínum. þarf forseti Islands Þegar þessar línur eru ritaðar hafa fjórir aðilar tilkynnt um væntanlegt framboö sitttil forseta íslands. Tveir þeirra eru karlmenn ogtveir eru kvenmenn, semsagt jöfn kynskiþti. Þaö merkilega er að báðir karl- mennirnir eru menntaðir í félagsvtsindum sem er mýkri línan í há- skólafræðum og báðar konurnar eru menntaðar í raunvísindum sem er harðari línan í æðri menntun. Þannig má segja að kynin leiti í átt til jafnvægis miðað við þá formföstu línu sem er ákvörðuð af alda- gömium hefðum fyrir hlutverki kynjanna. Það sem mér finnst skiþta meginmáli er að sá sem velst til for- seta taki tillit til jafnréttissjónarmiða og gæti þess að halla ekki um of á annað kynið hinu fremur heldur geri sér frekar far um að tryggja og treysta í sessi áframhaldandi þróun í átt til jafnréttis kynjanna. Ég treysti öllum þeim væntanlegu frambjóðendum sem komið hafa fram til að leysa þetta vel af hendi. Þegar ég var við nám í félagsfræði í Háskóla íslands árin 1979-82 var ég innan um hóþ kvenna sem voru mjög mikið fyrir jafnréttisbaráttu og allharðar á því sviði. Líkaði mér þetta að mörgu leyti vel því mér þótti nauðsynlegt að breyta hinni aldagömlu „karlrembu" eins og þær höfðu tilhneigingu til að kalla það, en á góðu fé- lagsfræðilegu máli mætti kalla sterk ríkjandi tilhneiging t átt til þess að karlar hafi umtalsvert meira vald t þjóðfé- laginu en konur þrátt fýrir að líkamlegur munur væri til- tölulega lítill og greindarstig svipað og þvt hvorki líffræði- legar né vitsmunalegar ástæður sem gætu réttlætt það. Leiddi þetta meðal annars til þess að ég tók námskeið sem hét Kynhlutverk, kynferði og samfélag hjá Dóru Bjarnason. Þetta námskeið reyndist mér afar gagnlegt til að fá innsýn í þessa umræðu. Einnig las ég kafla um kynhlutverk t inngangsbók t félagsfræði eftir lan Robertsson sem hafði verið kennd á fyrsta árinu. Var ég svo hrifinn af umflöllun hans að ég þýddi kaflann og hann var gefinn út af Menntaskól- anum við Hamrahlíð árið 1982 og varð hluti af lesefni allmargra framhaldsskóla. Ein helsta niðurstaða hans var að munurinn milli einstaklinga væri meiri innan kynja en milli kynja. Þetta þýðir að munurinn til dæmis á lágvaxinni grannri konu annars vegar og hins vegar stórri og feitri konu gat verið mun meiri en munurinn á meöaltals karlmanni og kvenmanni. Þessi gerð af rök- stuðningi er afar mikilvægur innan náttúruvtsinda og þýöir t raun að lítill líffræðilegur grundvöllur er fyrir hinum stóra og afgerandi mun á kynhlutverkum sem hefur verið ríkjandi til dæmis í vestrænum þjóð- félögum. Samskonar rökstuðning notaði til dæmis Örnólfur Thorlacius þeg- ar hann var að svara greinum í Morgunblaðinu frá samtökum um nor- rænan kynstofn rétt fyrir jólin 1994 þegar hann var að segja að mun- ur innan kynþátta væri meiri en milli kynþátta og vildi þar með eyða hinni áráttugjömu umræðu um yfirburði hvíta kynstofnsins. Stðan er eitt sjónarmið sem ég hef lengi haldið upp á, og kemur frá Stefáni Ólafssyni prófessor í félagsfræði, en honum þótti sem körlum væri oft mismunað til dæmis ef þeir vildu vera heima við og gæta barna og bús þá fengju þeir það ekki heldur væru reknir út á komandi aldamót og síðan árið 2018 þegar við eigum 100 ára full- veldisafmæli til að sjá hvernig okkur miðar og leiðrétta stefnuna ef þörf krefur. Ef ég verð forseti íslands þá er ég líklegur til að styðja undir slíka þróun T átttil aukins jafnréttis, og þá fyrir bæði kynin, á þann veg að konur og karlar geti gengið nokkuð frjálst í hlutverk hvort annars án þess að líða fyrir það sakir forneskjulegra fordóma. Og ég er líklegur til að taka tillit til sjónarmiða ykkar, þeirra sem lesa þetta rit, og vilj- ið aukið jafnrétti. Með því er hægt að sjá fram á síaukna framþróun mannkynsins í átt til aukins vits og þroska sem er stðan vegvísirinn fyrir enn meiri sigra mannsins, homo sapiens, á eigin fávisku. Megi svo vera. úr síöu dams

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.