Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 27

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 27
Það er margt misjafnt sagt um kvikmyndastjörnur sem berjast fyrir ákveðnum málefn- um, t.d. er sagt að þær séu flautaþyrlar sem taki þátt í póli- tískri þaráttu þegar það henti þeim og noti málstaðinn til að vekja athygli á sjálfum sér. Þannig marseri þær í kröfu- göngum um Washington í von um athygli og laumi pólitískum skoðunum sínum inn T Ósk- arsverðlaunaathöfnina - en það er ekkert annað en eins konar andleg nektarsýning frammi fyr- ir alþjóð. Margar kvikmyndastjörnur flokkast undir þessa skilgrein- ingu, en Susan Sarandon er undantekning. Pólitískt starf hennar er ekki dægrastytting heldur óaðskiljanlegur hluti af lífi hennar og sál. Og Gloria Jac- obs segir að aldrei hafi verið meiri þörf fyrir það afl sem frægðin gefur rödd Susan Sar- andon en einmitt nú. Heimur engu er líkara en að hún sé ósköp venjuleg manneskja sem villtist einn daginn inn í Hollywood. Það var líka einhvern veginn þannig sem það gerðist því hún fékk sitt fyrsta kvikmyndahlutverk árið 1970 þegar hún fór með þáverandi eiginmanni sínum, Chris Sarandon, í áheyrnarpróf. Það hvarflaöi aldrei að Sarandon, sem tók þátt í friðarbaráttu á háskólaárum sín- um, að hún gæti ekki tekið pólitíkina með sér til Hollywood. Þess t stað hefur hún not- að frægð sína til að styöja ýmis málefni sem endurspegla ævarandi trú hennar á mann- réttindi. Hún hefur um langa hriö verið stuðningsmaður MADRE, en það er stofnun sem vinnur að bættri heilsugæslu og menntun fyrir konur og börn í Suður-Ameríku og eyjum Karabískahafsins. Hún tekur virk- an þátt í baráttunni gegn dauðarefsingum og hefur barist fyrir auknum prstuðningi við menningu og listir, alnæmisrannsóknir og heimilislaust fólk. Þegar Susan Sarandon var barn langaði hana til að verða dýrlingur en ekki leikkona og þar sem hún ólst upp á strangkaþólsku heimili var það starfsval svo sem ekkert undarlegt. Og sé litið á allt það sem hún susan sarandon ctf heilum huu Susan Sarandon er ein þeirra kvenna sem bandaríska kvenfrelsistímaritið Ms valdi sem konur ársins 1995. Þar er henni lýst sem mikilli hugsjónakonu sem berst af heilum hug fyrir auknum mannréttindum og betri heimi. Susan Sarandon er íslenskum, sem og öðrum, kvikmyndaáhugamönnum að góðu kunn og leikur t.d. aðalhlutverkið í kvikmyndinni Deadman walking, sem nú er sýnd í einu af kvikmyndahúsum borgarinnar. í þeirri mynd leikur hún nunnu sem berst gegn dauðarefsing- um, en það er einmitt eitt af hennar eigin baráttumálum. í nýjasta Ms-blaö- inu er grein um Susan Sarandon eftir ritstýruna, Gloriu Jacobs, og við stikl- um á stóru í henni. sem þaggar stöðugt niður í fátæku og valda- lausu fólki oggerir það að fórnarlömbum og blórabögglum hefur mikla þörf fyrir fólk sem hefur næga sómatilfinningu til að hefja upp raust sína. Með þrotlausu starfi sínu minnir Susan Sarandon okkur á það að í lýöræðis- þjóðfélagi er þátttaka í þjóðfélagsumræðunni skylda en hvorki duttlungar né munaður. Eftir 25 ára starfsferil I kvikmyndunum er Susan Sarandon þekkt sem hæfileikarík og starfsöm leikkona en hún nýtur einnig virð- ingar sem virkur þátttakandi í pólitísku starfi og önnum kafin móðir (hún á þrjú börn, tvö þeirra með sambýlismanni sínum, leikaran- um Tim Robbins). Þótt þetta hljómi eins og gamla súper-konu-goðsögnin sem við héld- um að við værum búnar að grafa, þá gerir hún þetta allt á svo afdráttarlausan hátt að leggur af mörkum gæti svo virst sem hún sé að vinna aö því að verða tekin í dýrlingatölu. En heilagleiki dýrlinganna er endanlega bundinn við framhaldslífið - Susan Sar- andon stendur hins vegar föstum fótum í nú- tíðinni og hún setur alla sína orku í það að bæta þennan heim. (Þýtt og stytt úr grein Gloriu Jacobs ■ Ms - sbj.) susrMi sarandon

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.