Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 28

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 28
sem ’3> 'M Látrabjarg. Þarna hélt Guðrún upp á 27 ára afmælið sitt - ein að sjálfsögðu! Það var komið að því. Daginn fýrir þjóðhátíðardaginn steig ég fullhlaðið hjólið hægt áfram í austurátt. Langt sumarfrí í augsýn. Ég var búin að vera að leggja drög að þessu í nokkra mán- uði og með fiðring í maganum af eftir- væntingu og miöa með minnisatriðum undirbjó ég hjólaferðina mína. Ég trúði því samt varla að ég ætti eftir að fara hringinn í kring um landið ein míns liðs. Ég ímyndaði mér að eitthvað á hjólinu myndi bila, eitthvað sem ég kynni ekki að lagfæra eða að ég myndi hreinlega gefast upp á því að vera ein á ferðinni svona lengi. Komast burt úr Reykjavík, skilja við hversdagslífið og takast á við náttúruna og skoða svo margt, svo margt. Fyrstu tugi kílómetra velti ég því fyrir mér hvort eitthvað hefði gleymst eða hvort eitt- hvað væri ólagi. Það var ekki fyrr en t Þrengslunum sem ég var orðin sannfærö um að allt væri í besta lagi, hjólhesturinn lét vel að stjórn og ég söng af gleði yfir þvt að vera komin af stað. Á Stokkseyri fékk ég mér hressandi kaffisopa, skoðaði Þuríöar- búð, hringdi heim og lét vita aö ég hefði komist lifandi frá btlaumferð Reykjavíkur og nágrennis. Leiö mín lá t gegnum sveitirnar N N I KRINGUM LANDIÐ: eftir Guðrúnu Ólafsdóttur hjólreiðakonu og upp með Þjórsá, 115 ktlómetra dagleið var aö baki og ég tjaldaöi í rigningunni í Brautarholti. Veðrið lék ekki við mig fyrstu dagana og ég þurfti fljótlega að bíta á jaxlinn og treysta á eigin getu. Annan daginn var svo hvasst að það var ekki einu sinni hægt að ganga áfram með hjólið. Ég neyddist til að tjalda uppi í fjalli á fáförnum slóðum I mikilli glímu við Kára og þurfti að bera grjót á tjaldið því annars rifnuðu hælarnir upþ! Á Sólheimasandi var mér illa brugðið þegar allt í einu hvein eitthvaö við höfuöið á mér. Ég leit upp og sá tvo fugla hringsóla fyr- ir ofan mig og vildu þeir mig augsýnilega t burtu hið snarasta. Þeir gerðu aðra atlögu en létu það nægja og ég var enn og aftur sannfærð um að hjálmur á höfði getur kom- ið sér vel! Á Kirkjubæjarklaustri hitti ég loks konu sem var ein á ferðalagi, hún var þýsk og ferðaöist ein með bakpoka. Það var lyfti- stöng að hitta konu sem var ein á ferðalagi eins og ég og við töluðum um heima og geima allt kvöldið. Daginn eftir fór ég yfir Skeiðarársandinn og vindurinn hjálpaði til. Ég hjólaði í stuttbux- um og stuttermabol og þó að sólin skini ekki svo mikið var ég illa sólbrunnin á fótleggjun- um. Á Höfn keypti ég sólarvörn nr. 25, eitt- hvað sem ég gerði mér ekki alveg grein fýrir aö ég þyrfti á að halda T ferðalagi á íslandi! Austfirðirnir stóðu fyrir stnu. Að koma út úr Lónsvík og fara um Hvalnesskriður er einn af betri köflunum á hringveginum, það er eitthvað sem heillar. Sandfjörur og þver- hnípi niðurí sjó, kíkja niður og sjá fuglafjöld- ann fyrir neðan, þetta er svo spennandi og ekkert fer framhjá mér þar sem ég hjóla áfram í rólegheitunum. Ég virði umhverfið fyrir mér með augunum, hlusta á náttúruna og finn lyktina, vindurinn, sólin og regnið koma ekki eftir pöntun og ég tek þvt sem kem- ur. Mótvindurinn getur reynst manni erfiður en ég ræö ekki yfir náttúruöflunum og það er ágætt að upplifa þaö og takast á við það. Á Djúpavogi hitti ég hjólreiöapar frá Hollandi sem ég hjólaði með næstu tvo daga. Þegar maður er einn á ferð er auðvelt að kynnast öðru fólki, bæöi feröamönnum og innfæddum. Reyndar er næstum þvt ómögulegt að komast í kynni viö íslenska ferðamenn þar sem þeir eru nær allir inni í sínum einkabtl og virðist ferðalag margra fel- ast í því að komast frá einum næturstað til annars með stoppi öðru hvoru T sjoppum. Ég heyrði oft T þessum ferðalöngum löngu áður en keyrt var fram úr mér á ofsahraða á jepp- anum með tjaldvagninn dansandi aftan í. Ég kallaði þetta „sjúkrabílana" því fremur virtist sem verið væri að flýta sér að bjarga deyj- andi manni en að þar væru á ferð fjölskyld- ur aö njóta sumarfrísins! Stefnumót viö kærastann Þegar rigndi á daginn var gott að komast inn í hús að kvöldi og notfærði ég mér oft hin stórgóöu Farfuglaheimili þar sem öll að- staða er fýrir hendi fýrir vægt verð og í bón- us gefst tækifæri til að spjalla við fólk frá flestum heimshornum. í Reyðarfirði hitti ég merkilega konu sem rekur farfuglaheimilið í bænum. Ekkja með börn T Reykjavík sem langaði að breyta til. Með kjark og hugrekki I farteskinu flutti hún á stað sem hún þekkti lítið. Á nokkrum mánuðum tókst henni að gera gamla hótel Búðareyri aö glæsilegu gistiheimili með góðum anda. Þessi kona var ein af mörgu yndislegu fólki sem ég hitti á þessum eina og hálfa mánuði sem ég var á feröinni um landið. Þetta fólk er hluti þess sem gerir svona ferð eftirminnilega og dýr- mæta reynslu. Dagarnir sem ég var á ferðalagi um aust- „Fyrst kom haglél og síðan fór að snjóa. Snjóa í júlí! Hellisheíði eystri.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.