Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 34

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 34
Mál hennar og dætra hennar er búið að vera að velkjast í kerfinu undanfar- in ár - mál sem flestir kannast við sem „afamálið". Dómur féll í desem- ber 1995, þar sem gerandinn var sýkn- aður af ákæru vegna formgalla í máls- meðferöinni. Hún féllst á að segja frá sinni hliö á málinu í fyrsta sinn opin- berlega en af tillitssemi við bömin hennar kemur hún ekki fram undir réttu nafni né heldur dætur hennar. Við köllum hana Stínu, eldri dótturina Sóleyju og J>á yngri Sunnu. Þær mæðgur em smágerðar og fínlegar og virðast því vera afskaplega brothættar en við nánari kynni fínnur maður fyrir jieim mikla innri styrk sem þær búa yfir. Stína er rúmlega þrítug, móðir þriggja barna á aldrinum sex til fjórtán ára. Hún er aö fara að ferma eftir nokkra daga og því nóg að gera en það lýsir best kraftinum sem hún býr yfir að hún var tilbúin í viðtal með stutt- um fyrirvara og mætti með bros á vör en þannig er hún oftast- síbrosandi. Á meðan á viðtalinu stóð breyttist svipur hennar hinsvegar oft og hún varð alvörugefin og sársaukinn sem hún og hennar nánustu hafa orðiö fyrir leyndi sér ekki. „Mér er ekki alveg Ijóst hvenær misnotk- hin. Fimmtán ára kynnist ég svo manninum mínum og við fórum að búa þegar ég var sextán ára. Um það leyti segi ég honum frá misnotkuninni, mér fannst ég verða að gera það, því sambandið var þrungið og þetta þvældist strax fyrir mér í því. Fyrir utan að vera sleginn yfir þessu, þá varð maðurinn minn reiður við pabba vegna þessa, en hann var líka svo ungur og hafði ekki þroska til að takast á við vandann. Hann talaði samt um að ég leitaði hjálpar hjá sálfræöingi. Ég var sjálf svo ung og vissi ekki hvernig ég ætti að fóta mig í lífinu og auðvitað hafði þetta áhrif á okkur bæði, fyrstu árin létum við því líöa án þess að gera nokkuö í málunum. Mér leiö hræðilega illa í upphafi sambúðarinnar - vaknaði á nóttunni þegar ótta- og kvíöaköstin helltust yfir mig auk þess sem öryggisleysi og hræðsla hrjáðu mig. Maðurinn minn reyndi aö hjálpa mér eins og þroski hans bauð - hann vakti með mér, huggaði mig og reyndi að fá migtil að tala um þetta en ég bara gat það ekki - hann bjargaði mér á þessu tíma- bili sem var stundum svo tilgangslaust og án stuðnings hans og sameiginlegs átaks okkar beggja hefði ég aldrei komist upp úr þessu. Hjálpi maður sér ekki sjálfur gerir það enginn annar. Svartnætti, hræðsla og kvíði bankaöi fá eitthvað jafnvægi á líf mitt, einungis þrír aðilar vissu að ég fór þangað. Margir spyrja sig eflaust af hverju ég hafi leyft dætrum mínum að umgangast afa sinn eftir þá skelfilegu atburöi sem ég gekk í gegnum, en það sýnir bara hve lítið mér hafði unnist í mínum málum. Ég hélt alltaf að þetta hefði einungis beinst að mér og því hvarflaði aldrei að mér að hann gæti gert barnabörnum sínum það sama og mér. Ég taldi mér trú um að ég ætti besta pabba í heimi - þess vegna hélt ég að þetta væri einungis bundiö við mig. Á meðan og eftir að skilnaðurinn gekk í gegn aðstoöuðu mamma og pabbi mig, þau pössuðu fyrir mig og Sunna gisti oft hjá þeim. Á þessum tíma var ég í einkatímum hjá Stígamótum og þar var ég spurö hvern- ig börnin mín höguðu sér hjá ömmu og afa. Þá sá ég ekkert athugavert við hegðun þeirra og það sem kom uppá taldi ég að væri stress vegna skilnaðarins. Mér datt aldrei í hug að eitthvað kæmi fyrir stelpurn- ar, því var það að þegar ég er spurö í Stíga- mótum hvort það geti verið að hann misnoti stelpurnar- þá trúi ég því ekki. Þegar Sóley fer svo að tala um hvort hún þurfi endilega að fara til ömmu og afa, og vegna fleiri at- hugasemda sem fylgdu í kjölfarið, fer ég að hugsa minn gang. MÁ SATT KYRRT LIGGJA unin byrjaði en þegar ég rifja þetta upp man ég eftir atburðum í kringum átta ára aldur og svo eru minningarbrot fram til tólf ára aldurs, þá man ég eftir óþægilegu atviki sem ég vil ekki kafa ofan í en ég veit að það var brotiö illa á mér. Ég reyndi að fara í gegnum það með sálfræöingi en ég náði því ekki og vildi það heldur ekki, þessi atvik áttu til aö birtast mér aftur í myndbrotum við ákveönar aðstæður með öörum. Auðvit- að vissi ég að eitthvað var ekki eins og það átti aö vera en á þessum aldri trúir maður ekki neinu misjöfnu upp á pabba sinn - „besta pabba"! Ég ólst upp við alkóhólisma sem skyggði á uppvöxtinn en við áttum líka góðar stund- ir því má ekki gleyma - þó að oftast hafi áfengið sett strik í reikninginn. Unglingsár- in hjá mér voru svipuð og hjá öörum aö ég held og ég reyndi að bera mig að eins og alltaf uppá hjá mér í 10 ár - það tók mig tíma að ná tökum á sjálfri mér og læra hvernig ég átti að bregðast við þegar þetta kom upp. Ég reyndi að fara til sálfræöings eftir að viö byrjuðum að búa en gafst upp, því ég hafði ekki getu til aö takast á við vanda- málið þegar sálfræðingurinn vildi aö ég horfð- ist í augu við það - ég frestaði því alltaf. Besti pabbi í heimi Eftir tólf ára samband skiljum við hjónin - ég skil með því hugarfari að ætla að ná tök- um á lífinu og vinna í mínum málum. Vin- kona mín benti mér á að fara í Stígamót og þar fór ég í umræðuhóp um svona málefni og þar opna ég málið í fýrsta sinn fyrir öðr- um en manninum mínum. Ég áleit alltaf að þetta mál væri bara fyr- ir sjálfa mig og ætlaði aldrei að fara út í has- ar við fjölskylduna - ég fór í Stígamót til að Spyr móöir tveggja dætra í svokölluðu afamáli í viötali viö Öglu Sigríði Björnsdóttur Ekki meiri sársauka Skömmu síðar harðneitar Sunna, yngri stelpan að fara til ömmu og afa og vill alls ekki sofa þar. Að svo komnu máli ákvað ég að reyna að komast að því hvað ylli þessari hugarfarsbreytingu hjá þeim gagnvart ömmu sinni og afa. Ég fékk því vinkonu mína til aö vera hjá okkur þegar ég talaði við Sunnu, yngri stelpuna. Það gerði ég til „Margir spyrja sig eflaust af hverju ég hafi leyft dætrum mínum aö umgang- ast afa sinn eftir þá skelfilegu atburöi sem ég gekk í gegnum, en þaö sýnir bara hve lítið mér haföi unnist í mínum málum.“

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.