Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 44

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 44
liklist MARGAR KONUR O G Ó L f K A R Á N N A R FJÖLUM LEIKHÚSA BORGARI Þrjár stórgóðar leiksýningar eru nú á fjölunum. Engillinn og hóran í Kaffileikhúsi Hlaövarpans og leikstýrir Jón Einars. Gúst- afsson verkinu. Hiö Ijósa man eftir handriti Bríetar Héðinsdóttur er á stóra sviði Borgar- leikhússins og er það unnið upp úr íslands- klukku Halldórs Laxness (aðallega miðkafl- anum). Það er Bríet sjálf sem leikstýrir. í gamla Tjamarbíói sýnir Kjallaraleikhúsið Þrjár konur stórar eftir bandaríska leikritahöfundinn Edvard Albee, þar er leikstjómin í höndum Helga Skúlasonar. Þó vart sé hægt að hugsa sér ólíkari verk en þessi þrjú, bæði hvað varðar ytri umbúnað og efnistök áttu þau það sameiginlegt að þau flalla öll um margar og ólíkar konur. Þrátt fýrir hve ólík verkin eru og kannski líka þess vegna langar migtil að velta ofurlítið vöngum yfir öllum þessum konum og þeirri kvenímynd sem lesa mátti út úr verkunum. Líkami í skiptum fyrir sálir? Engillinn og hóran er uppgjör konu sem eitt sinn var hóra, eintal hennar við áhorfendur. Hún seg- ist hafa haft ánægju af starfi sínu og selur sig ekki fyrir peninga heldur sálir. Hún vill hrifa karl- menn og ná þannig tangarhaldi á sálum þeirra og til þess notar hún líkama sinn og kynferðis- legt aðdráttarafl. Hún nýtur þess að stjóma og á auövelt með að tæla þá til sín. Það kynferðis- lega vald sem hún hefur yfir þeim er þó aldrei varanlegt og er þeim takmörkunum háð að ein- skorðast við holdlegar fýsnir þeirra. Þegar lost- inn er slokknaður og þeir „koma til sjálfs sfn", losna þeir undan álögunum og hverfa til síns heima. Hún horfir á eftir kúnnunum í fang eigin- kvennanna að „viðskiptum" loknum og þráir að vera í þeirra sporum. Hóran situr eftir einmana og ástlaus og skynjar sterkt höfnun samfélags- ins. Hún er stolt og beitir fyrir sig brynju kald- hæðni og sjálfsblekkingar. { eintali hennar speglast togsteitan á milli þess sem hún gerir og segir- lifir ogfinnur. En hún hefur kynnst ást- inni, þessari einu sönnu sem býr í skáldskapn- um og flestir vilja trúa á en ekki allir þora. Ást- maður hennar er líka hóra og endirinn á ævintýrinu á meira skylt við raunveruleikann en skáldskaþinn. í lokin stendur hún eftir ber- skjölduð og bitur, hún hafði opnað hjarta sitt og verið svikin. Með hlutverk hórunnar fara þrjá leikkonur: Bergljót Arnalds, Bryndís Petra Bragadóttir og Ragnhildur Rúriksdóttir og túlka þær hver sína hlið hennar. Þaö ergóð lausn hjá leikstjóranum að skipta texta verksins þannig á milli leikkvennanna. Togsteitan sem býr innra með hórunni kemst vel til skila og verkið verður meira lifandi fyrir vikið. Lára Stefánsdóttir bæt- ir síðan um betur og túlkar þær tilfinningar sem ekki verða færðar í orð með frumsömdum dansi. Leikkonumar þrjár eru allan tímann á sviðinu, klæddar svörtum undirfötum og í hlut- verki hórunnartældu þær áhorfendur svo sann- arlega til fylgilags við sig. Persónuleg nálægð áhorfandans við leikarana og sú notalega stemmning sem alltaf er að finna í Hlaðvarpan- um gerði uppfærsluna að skemmtilegum og áhugaverðum leikhúsviðburði. Álfakroppurinn mjói Snæfriður íslandssól er konan á sviði Borgar- leikhússins. Þessi mesti og besti kvenskörung- ur íslenskra bókmennta er leikinn af Sigrúnu Eddu Björnsdóttur en Pálína Jónsdóttir túlkar hana unga í föðurhúsum. Þeim er mikill vandi á höndum, því það er ekki auövelt að túlka per- sónu bókmenntanna sem flestir læsir íslend- ingar þekkja því sem næst persónulega! En þær komast vel frá því og eiga lof skilið. Sú Snæfrfður sem steig á svið í Borgarleikhúsinu er sterkari en ég hafði áður séð hana fýrir mér, stórlyndi hennar var dregið skýrt fram. Bríet vinnur handritið upp úr íslandsklukkunni en Snæfrfði að miðpunkti sögunnar. Hið Ijósa man er persónusaga Snæfriðar, lífshlaup hennar, sorgir og sigrar. Sýningin á stóra sviði Borgarleikhússins var í alla staði glæsileg. Messíana Tómasdóttir hannaði búningana ogStígurSteinþórsson leik- myndina. Það sem fyrir augu bar á sviðinu átti fullt eins mikið erindi við myndlist og leiklist. Þessi leikgerð stendur að mínu viti fullkomlega heil og sjálfstæð gagnvart frumverkinu. Per- sóna Snæfriðar er teiknuð sterkari dráttum en áður hefurtíðkast og það er ánægjulegt fyrir þá sem þekkja söguna vel að fá fram þetta nýja sjónarhorn. Virðing Bríetarfyrir þessu meistara- verki Halldórs er augljós, hún er verkinu trú og textinn naut sín vel. Þrátt fyrir um þriggja tíma setu með tveimur hléum hélst athyglin óskipt, enda sýningin ósvikin veisla fyrir augu, eyru og anda. „Ég er alltaf sú kona sem ekkert fullnægir - og sætti mig viö þaö.” Þessi orð Snæfríðar eru að mörgu leyti ein- kennandi fyrir persónu hennar en gjaman vildi ég, nútímakonan spytja á móti: - Afhveiju, Snæfríður? Ævi hennar er lífshlaup stórlyndrar konu, konu sem fær ekki það sem hún þráir. Ástin hennar kemur ekki með vorskipunum eins og um var talað og hún velur að refsa sér fýrir þessa ást. Þegar draumar hennar sem ungrar stúlku rætast ekki og ástin sem hún trúði á bregst, lætur hún allt lönd og leið. Hún 4 4 1 i

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.